Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 22
Starfsmenn Veiðimálastofnunar á Hvanneyri hafa á undanförnum árum tekið þátt í fjölþjóðlegu rann- sóknarverkefni á löxum sem nefn- ist SALSEA. Sigurður Már Einars- son, deildarstjóri stofnunarinnar á Hvanneyri, segir að smám saman safnist saman merkilegar upplýs- ingar um atferli þessara glæstu fiska sem eru svo eftirsóttir til veiða. Athuganir Íslendinganna skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi hefur erfðaupp- lýsingum um íslenska laxastofna ver- ið safnað saman í gagnabanka. Í öðru lagi standa yfir rannsóknir á hreistri laxa áratugi aftur í tímann, auk þess sem á gönguseiði laxa í Kiðafellsá í Hvalfirði hafa verið sett sérstök mæl- imerki sem sýna dýpt og hitastig á þeim slóðum sem laxinn heldur sig í fæðuleit í sjónum. „Það hefur ýmis- legt markvert komið á daginn,“ segir Sigurður. „Núna getum við til dæmis fundið út með nokkurri vissu hvaðan þeir laxar eru sem fyrir tilviljun veið- ast í sjónum.“ Uppgötvanir á langri leið „Við erum fyrst og fremst að leita skýringa á því hvers vegna laxastofn- um í Atlantshafi hefur hnignað eins og raun ber vitni,“ heldur Sigurður áfram. „Á þessari leið hefur ýmis- legt annað forvitnilegt komið á dag- inn,“ segir Sigurður og bendir á að erfðafræðirannsóknir á íslenskum löxum hafi leitt í ljós að laxastofnar í íslenskum ám og lækjum hafi haldið sérkennum sínum í gegnum aldirn- ar. Þess vegna megi jafnvel rekja ætt- erni laxa sem veiðast, jafnvel alla leið heim í upprunalegu árnar. „Stofnarnir innan ákveðinna landsvæða virðast þó eiga margt sameiginlegt. Þó urðum við hissa þegar við skoðuðum laxa í Krossá á Skarðsströnd og sáum að þeir voru mun líkari Elliðaárlöxum en frænd- um þeirra annars staðar á svæðinu. Eftir nokkrar rannsóknir komumst við að því að Krossá hafði verið rækt- uð upp með seiðum af Elliðaárstofni um miðja síðustu öld. Stofninn hafði komið sér vel fyrir í ánni og ekki tekið nema litlum breytingum.“ MæliMerki í seiðin Annar hluti verkefnisins lýtur að því að rannsaka hreistur íslenskra laxa aftur í tímann. „Þarna erum við að vonast eftir því að geta séð ein- hverjar breytingar, sem aftur gætu gefið vísbendingar um beitarsvæði fiskanna í sjónum,“ heldur Sigurður áfram. „Við notumst við laxahreistur úr Norðurá í Borgarfirði annars vegar og svo hreistur úr Hofsá í Vopnafirði hins vegar. Úr báðum ánum hefur hreistri verið safnað um langt árabil og því eru gögnin fyrir hendi.“ Þriðji hluti SALSEA-verkefnisins snýst svo um að setja sérstök mæli- merki á laxa sem greina dýpt og hita- stig sjávar á ferðum laxins. „Sum þessara merkja geta reyndar einnig greint seltustig í sjónum.“ Sigurður og félagar hans hjá Veiðimálastofn- un merktu í þessum tilgangi göngu- seiði laxa í Kiðafellsá í Hvalfirði, árin 2005 og 2006. „Við höfum núna feng- ið alls sjö merki til baka af þeim sex hundruð sem við slepptum.“ laxinn á 700 Metra dýpi Merkin hafa leitt í ljós að laxarn- ir virðast halda sig í hlýjum sjó þann tíma sem þeri eru í hafbeit. „Hitastig- ið fer aldrei undir átta gráður. Það er ansi hlýr sjór miðað við okkar heims- hluta.“ Fyrstu niðurstöður þykja gefa til kynna að laxinn sæki suður á Reykja- neshrygg og haldi sig þar. „Þetta eru að öllum líkindum karfaslóð- ir, þar sem Golfstraumurinn kemur að sunnanverðu landinu. Við höf- um enda vísbendingar um að karfa- sjómenn fái öðru hverju lax í trollið,“ segir Sigurður. „Það sem kom okkur hins vegar á óvart í þessum mælingum var að lax- inn, sem jafnan heldur sig á grunnum sjó, virðist eiga það til í aðdraganda heimferðar í árnar að taka miklar dýfur, allt niður á sjö hundruð metra dýpi.“ Enn er ekki vitað hvort laxinn er þarna að elta æti eða hvort köfunar- leiðangrarnir hafi annan tilgang. „Það er ekki hægt að útiloka að þessar dýfur séu þáttur í rötunarferli hjá laxinum. Sjórinn er þarna lagskiptur og það er mögulegt að fiskurinn fari á milli laga til þess að átta sig á staðsetningu. En þetta vitum við ekki fyrir víst.“ ÞjónUsta við laxveiðina Sigurður Már segir starfsemi Veiðimálastofnunar á Hvanneyri vera tvískipta. Annars vegar sé um að ræða rannsóknarverkefni á borð við SALSEA-verkefnið. Hins vegar sinni stofnunin þjónustu við lax- veiðiárnar á Vesturlandi. „Laxveið- in er heljarmikill iðnaður og það má segja að Vesturlandið sé miðstöðin, með öllum sínum miklu laxveiðiám. Við höfum því sinnt seiðarannsókn- um í ánum hérna á svæðinu ásamt athugunum á fiskvegagerð og öðru slíku.“ Sigurður bendir á að hér á landi hafi nú verið byggðir hátt í áttatíu laxastigar og þannig hafi hrygn- ingarsvæði laxins stækkað um heil þrjátíu prósent. „Þetta er sennilega best heppnaða fiskrækt hingað til.“ sigtryggur@dv.is fimmtudagur 6. nóvember 200822 Vesturland Veiðimálastofnun er þátttakandi í evrópsku rannsóknarverkefni á laxastofnum í Atlantshafi. Starfsmenn Veiðimálastofnunar á Hvanneyri, þau Sigurður Már Einarsson og Halla Kjartansdóttir, hafa séð um rann- sóknir á íslenskum löxum sem meðal annars hafa veitt nýstárlegar upplýsingar um erfðasamsetningu ís- lenskra laxastofna. „Eftir nokkrar rannsóknir kom- umst við að því að Krossá hafði ver- ið ræktuð upp með seiðum af Elliðaár- stofni um miðja síð- ustu öld.“ Í genabanka íslenskra laxa Á Hvanneyri Sigurður már og Halla starfa fyrir veiðimálastofnun á Hvanneyri. Stofnunin sinnir rannsóknarverkefnum og þjónustu við veiðiárnar í héraðinu. Í Norðurá Hreistursýni sem veiðimenn í norðurá hafa skilað inn um langt árabil gegna lykilhlutverki í evrópsku rannsóknarverkefni. Sjóbleikja nú í vikunni er Sigurður að rannsaka sjóbleikjur sem ganga til hrygningar í Hvítá í borgarfirði. „bleikjan gengur mun seinna en laxinn.“ myNd SIGTRyGGURTek að mér að þvo og bóna bíla (djúp- og blettahreinsun)Tek að mér að þvo og bóna bíla (djúphreinsun og blettun)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.