Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 6
Rauðsól
verður Sýn
Hópur fjárfesta undir forystu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
greiddi í gær 1,5 milljarða króna
inn í 365 og keypti allt hlutafé í
365 miðlum undir merki nýs fjöl-
miðlafélags, Sýnar, sem er nýtt
nafn á félaginu Rauðsól. Nafnið
Rauðsól var því aðeins vinnu-
heiti en varanlegt nafn er sótt
inn í 365 sem rak sjónvarpsstöð-
ina Sýn.
Sýn keypti 365 miðla af móð-
urfélaginu 365. Þar með eignast
hið nýja félag Stöð 2, Bylgjuna,
Vísi og Fréttablaðið. Heimild-
ir DV herma að núverandi eig-
endur Sýnar séu á bilinu 5 og
10 en auk Jóns Ásgeirs
má nefna Pálma
Haraldsson, Þor-
stein M. Jónsson
og Ara Edwald.
Hluthöfum gæti
þó fjölgað þar sem
öllum hluthöfum
365 stendur til
boða að vera
með.
fimmtudagur 6. nóvember 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Stal bensíni
í þrígang
Bensínþjófnaður er ekki
bundinn við krepputíma en
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í 45
daga fangelsi fyrir gripdeild
með því að stela bensíni í þrí-
gang á árunum 2006 og 2007.
Samtals kostaði bensínið
rúmar 7500 krónur. Maður-
inn, sem er 28 ára, játaði brot
sitt en hann hefur áður framið
sambærilegt brot og hlotið
dóm fyrir.
Þótti hæfileg refsing 45
dagar í fangelsi en fram-
kvæmd refsingarinnar er
frestað haldi maðurinn al-
mennt skilorð næstu þrjú árin.
Frítt fyrir at-
vinnulausa
Atvinnulausir eiga að fá frítt
í bæði strætó og sund. Þetta er
álit borgarfulltrúa vinstri-grænna
sem á borgarstjórnarfundi á
þriðjudag óskuðu þess að tillag-
an yrði strax tekin fyrir. Þorleif-
ur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi
VG, segir Hönnu Birnu Kristj-
ánsdóttur borgarstjóra hafa tekið
vel í tillöguna. Auk þessa mælast
vinstri-grænir í borginni til upp-
stokkunar á húsnæðiskerfinu og
að þegar í stað verði efnt til sam-
ráðs sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu um húsnæðismál.
Nítján hæða turn sem rís nú á
Höfðatorgi við Borgartún og
Skúlagötu skyggir á geisla inn-
siglingarvitans um Engeyjarsund
sem er í turni Stýrimannaskólans.
Fyrir vikið er vitinn, sem álitinn
er nauðsynlegt öryggistæki, ónot-
hæfur og skapar það sjófarend-
um um gömlu höfnina í Reykja-
vík hættu. Svo virðist sem gleymst
hafi að taka tillit til vitans ofan á
Stýrimannaskólanum við skipu-
lagningu Höfðatorgs. Vegna þess-
ara mistaka er ljóst að reisa þarf
nýjan vita við Sæbraut og mun
kostnaðurinn hlaupa á milljónum
króna.
Getur skapað hættu
„Þetta var ekki borið und-
ir neinn. Byggingin var bara reist
án þess að litið væri í kringum sig
og skoðað hvort þetta myndi hafa
áhrif á aðra. Fyrir vikið teljum við
að vitinn sé ónothæfur,“ segir Bald-
ur Bjartmarsson, forstöðumaður
hjá Siglingastofnun. „Við erum að
skoða þessi mál, við höfum farið
upp í turninn og fengum mælingar
á húsinu. Turninn skyggir á hluta
af innsiglingargeislanum.“
Aðspurður hvort þetta ástand
geti skapað sjófarendum hættu,
svarar hann: „Já, þetta getur skap-
að hættu.“ Baldur tekur þó fram
að hann þekki ekki dæmi þess að
þetta hafi enn sem komið er valdið
mönnum óþægindum.
Siglingastofnun hefur þegar
sent Skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkurborgar erindi vegna
málsins og hefur stofnunin verið
beðin um að koma með tillögur að
nýrri lausn. Hugmyndir hafa verið
uppi um að reisa nýjan siglingar-
vita fyrir framan Höfðatorg.
Öryggið fyrir öllu
Vignir Albertsson, skipulags-
fulltrúi hjá Faxaflóahöfnum, segir
að verið sé að vinna í því að leysa
úr málinu. „Vitinn er mikið örygg-
istæki, en kannski ekki jafn mikið
öryggistæki og hann var fyrir til-
komu GPS-tækja. Við teljum þó að
það sé nauðsynlegt að hafa vitann
til að tryggja að höfnin verði sem
öruggust.“ Fulltrúar Faxaflóahafna
hafa þegar fundað með Skipulags-
og byggingarsviði vegna málsins.
„Ég hugsa að þarna hafi ákveðin
mistök verið gerð. Það virðist sem
menn hafi hreinlega ekki hugsað
út í þessi mál,“ segir hann.
„Það hefur ekki verið svo að
sjófarendur hafi kvartað yfir þessu
við okkur, en við erum með öfluga
skipaþjónustu sem tekur á þessum
málum. Mönnum er leiðbeint um
innsiglingu í höfnina, en innsigl-
ingarmerki þurfa engu að síður að
vera tryggð.“ Vignir segist ekki geta
metið hver kostnaðurinn er við að
reisa nýjan vita, en bendir á að ör-
yggið sé fyrir öllu.
HÖFÐATORG VELDUR
SJÓSLYSAHÆTTU „Þetta var ekki borið undir neinn. Byggingin var bara reist ...“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Allir nefndarmenn nema Grétar Mar Jónsson fengu boðsmiða á ársþing LÍÚ:
grétar mar skilinn út undan
„Ég fékk aldrei neitt boðskort. Mér
var bara sagt frá því af öðrum nefnd-
armönnum að þeir hefðu fengið
boðskort,“ segir Grétar Mar Jónsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
sem var skilinn útundan þegar öðr-
um nefndarmönnum í sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefnd Alþingis var
boðið á ársþing Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna á dögunum.
„Ætli ég sé ekki bara búinn að
hjóla svo duglega í þá í gegnum tíð-
ina og það sé út af því sem þeir vilja
ekki hafa mig með,“ segir Grétar Mar
í léttum dúr aðspurður um hvaða
ástæðu hann teldi að LÍÚ hefði fyr-
ir því að bjóða honum ekki. „Ég veit
svo sem ekki hvaða skýringar eru á
því, hvort ég hafi hreinlega gleymst,
en ég hef bara gaman af þessu.“
Grétar viðurkennir þó að eiga
marga góða vini sem verið hafa í LÍÚ
um árabil, þó að ekki séu allir jafn-
góðir vinir hans þar á bæ. „Reyndar
er það nú þannig með mig að ég á
enga óvini, en það eru sumir sem líta
á mig sem óvin.“
Að öðru leyti þykir Grétari Mar
það afar slæmt þegar þingmenn eru
að þiggja boð frá hagsmunaaðilum í
greininni. „Ég tala nú ekki um ef það
ræður einhverjum úrslitum í afstöðu
manna þegar þeir eru að þiggja
ókeypis boð frá hagsmunaaðilum.
Það er aldrei gott. Þingmenn eiga að
forðast það að fara í svona veislur,
hvort heldur sem það eru matarboð
eða drykkjuveislur,“ segir Grétar Mar
að lokum.
„Ég hef ekkert heyrt í Grétari,“
sagði Friðrik Jón Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ. Þegar hann var
spurður út í ástæður þess af hverju
Grétari hafi ekki borist boðskort vildi
hann ekki tjá sig um það.
mikael@dv.is
Ekki boðið grétari mar Jónssyni var ekki boðið á ársþing LÍÚ ólíkt öðrum nefndar-
mönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. MyNd SIGtRyGGuR aRI
Nítján hæða turn sem rís nú á
Höfðatorgi skyggir á geisla innsigl-
ingarvitans um Engeyjarsund. Vit-
inn er í turni Stýrimannaskólans,
en nú þarf að finna honum nýjan
stað. Siglingastofnun telur það geta
skapað hættu að vitinn virki ekki
sem skyldi. Skipulagsfulltrúi Faxa-
flóahafna segir vitann vera mikið
öryggistæki og að hreinlega hafi
gleymst að gera ráð fyrir honum
þegar Höfðatorg var skipulagt.
Þingmaður
fær umboðs-
mann
Einar Þór Bárðarson, best
þekktur sem umboðsmað-
ur Íslands, hefur verið ráð-
inn aðstoðarmaður Kjart-
ans Ólafssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urkjördæmi. Einar er fyrst
og fremst þekktur fyrir störf
sín í poppbransanum en er
samkvæmt þessu kominn á
kaf í stjórnmálin. Ráðning
aðstoðarmanna þingmanna
er samkvæmt reglum um
aðstoðarmenn formanna
stjórnmálaflokka og alþingis-
manna úr Norðvestur-, Norð-
austur- og Suðurkjördæmum.
turninn á Höfðatorgi Skyggir
á geisla innsiglingarvitans í
turni Stýrimannaskólans. fyrir
vikið er vitinn ónothæfur og
getur ástandið skapað hættu.