Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 4
fimmtudagur 6. nóvember 20084 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
1 „Beinlínis verið að ljúga“
vilhjálmur bjarnason segir kúnstir
stjórnar gamla Kaupþings kallast
afskriftir á mannamáli.
2 Tapaði milljónum á hruni
Kaupþings
gunnar Páll Pálsson, formaður vr og
stjórnarmaður í gamla Kaupþingi,
tapaði milljónum við hrun bankans.
3 „Fjölmennt lið til að berja
fávita til hlýðni“
Stórbloggarinn Jónas Kristjánsson
skrifar um björn bjarnason og nýja
reglugerð sem heimilar ráðningar á
250 nýjum lögreglumönnum.
4 Eva María: Spikuð í
Spaugstofunni
Spaugstofumenn létu Örn Árnason
leika evu maríu en ekki er vitað
hvort það var til að skjóta á holdafar
sjónvarpskonunnar.
5 Geir sagði fjölmiðlum ósatt
geir H. Haarde vissi allan tímann af
bókun í ríkisstjórninni um
Seðlabankann og davíð Oddsson.
6 Of gömul fyrir Hugh Hefner
Holly madison, fyrrverandi kærasta
Playboy-kóngsins Hughs Hefner,
segist hafa verið orðin of gömul fyrir
hann og því skildu leiðir.
7 Allir verða að tala íslensku
bjarni friðrik Jóhannesson,
rekstrarstjóri nóatúns, segir að allt
starfsfólk verði að tala íslensku en að
þær breytingar hafi vissulega komið
illa við suma.
mest lesið á dv.is
Ógnaði lögreglu
með rörtöng
Baldur Þór Egilsson fékk í gær
fjögurra mánaða skilorðsbundinn
dóm fyrir að ráðast gegn tveimur
lögreglumönnum með rörtöng.
Lögreglan var kölluð til í heimahús
vegna þess að ungur maður gengi
þar berserksgang á heimili móður
sinnar og hótaði henni ásamt öðru
heimilisfólki með rörtönginni.
Baldur neitaði sök en framburður
lögreglumanna ásamt móður
Baldurs var samhljóða. Í dómi segir
að mikil hætta hafi stafað af Baldri.
Hann á að baki nokkurn sakaferil
og hefur meðal annars brotið gegn
fíkniefnalöggjöfinni.
Feðgar fóru
næstum í hart
Í gær fór fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur aðalmeðferð í skulda-
máli þar sem faðir fór í mál við
son sinn. Var málshöfðunin byggð
á því að faðirinn hafði í gegn-
um tíðina gengist í ábyrgðir fyrir
ýmislegt fyrir son sinn og vildi
nú fá eitthvað endurgreitt sem á
hann hafði fallið. Þegar í dómssal
var komið í gærmorgun náðust
þó sættir milli feðganna á þeim
grundvelli að umrædd atriði
málsins væru orðin of gömul og
málið ekki byggt á nægjanlega
sterkum grunni. Var því fallið frá
öllum kröfum og stríðsöxin grafin
milli feðga að sinni.
Allt í skilum
„Það er allt í skilum og með
eðlilegum hætti,“ segir Ásgeir
Friðgeirsson, talsmaður Björ-
gólfsfeðga, um kaup Novat-
ors, eignarhaldsfélags Björgólfs
Thors Björgólfssonar, á húsi í
eigu borgarinnar við Fríkirkju-
veg 11. Kaupin á húsinu ganga í
gegn og segir Ásgeir það ekkert
hafa með efnahagsástandið nú
um stundir að gera. Björgólf-
ur Thor hefur hefur sagst vilja
breyta húsinu í safn, en langafi
hans Thor Jensen byggði húsið.
Reiði almennings gagnvart ríki-
stjórninni og bankamönnum er slík
að nú þykir mikilvægt að undirbúa
lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamót-
mæli. Hingað til hefur ekki verið tal-
in ástæða til að vígbúast en nú er öld-
in önnur. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV vinna menn nú dag
og nótt við að breyta bifreiðum sem
nota á við óeirðastjórnun en þeirri
vinnu hefur nú verið flýtt til muna
vegna ástandsins á Íslandi.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem
vinna við að breyta þessum bifreið-
um fyrir Ríkislögreglustjóra er Rad-
íóRaf en þar unnu menn langt fram
á nótt og voru á fullri ferð þegar ljós-
myndara DV bar að garði rétt fyr-
ir miðnætti í gær. Starfsmenn vildu
þó lítið segja. Þeir könnuðust við að
hafa breytt bifreiðum fyrir lögregl-
una en þar við sat.
Mikil leynd
Hörður M. Sigurðsson, einn eig-
enda RadíóRaf, vildi ekkert láta hafa
eftir sér um málið en samkvæmt
heimildum DV er fyrirtækið eitt
þeirra sem unnið hefur að breyting-
um á þessum bifreiðum.
„Ég gef það náttúrulega ekk-
ert upp, ef þú þarft að vita eitthvað
um þetta þá bendi ég á bílamiðstöð
Ríkislögreglustjóra. Þú skalt alfarið
spyrja þá. Það ríkir ákveðinn trúnað-
ur á milli okkar þannig að ég gef ekk-
ert upp,“ segir Hörður.
Það þykir því ljóst að mikil leynd
hvílir yfir þessum bifreiðum en Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra kann-
aðist ekkert við málið þegar haft var
samband við hann í gærkvöldi.
„Ég hef ekki vitneskju um að
dómsmálaráðuneytið hafi látið
hanna fyrir sig brynvarða banda-
ríska pallbíla til afnota fyrir lögreglu,“
sagði Björn í tölvupósti til DV.
Spurður út í almennar breytingar
á bifreiðum og hvort dómsmálaráðu-
neytið væri að breyta heilum strætó
í fjarskiptamiðstöð sagði hann þetta:
„Ég hef ekki neina vitneskju um
þessa bíla sem þú ert að tala um eða
strætó og get því ekki hjálpað þér í
þessari leit þinni. Þú verður að róa á
önnur mið vegna þessa.“
Nýjasta tækni
Eftir því sem DV kemst næst eru
bifreiðarnar fullhlaðnar nýjasta
tæknibúnaðinum á markaðinum
og ljóst að dómsmálaráðuneytið
hefur ekkert sparað við gerð þeirra.
Einn heimildarmaður DV sem vissi
þó nokkuð um bifreiðarnar sagði að
nokkrar þeirra væru fullfærar um að
„keyra í gegnum fílahjörð“.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra hef-
ur undanfarna daga verið við æfing-
ar á Keflavíkurflugvelli og hafa íbú-
ar Reykjanesbæjar orðið þess varir.
Óútskýranlegur reykhringur yfir
Keflavíkurflugvelli var sagður eiga
rætur sínar að rekja til þessara æf-
inga en þó fengust engin svör um
hvernig hann var tilkominn þegar
eftir því var leitað. Þá hefur frétta-
blaðið Víkurfréttir birt myndir af
tiltölulega nýrri jeppabifreið sér-
sveitarinnar sem hún notaði við æf-
ingarnar en með henni geta sérsveit-
armenn ráðist inn í gegnum glugga á
annarri hæð.
Rafbyssur og hundar
240 manna varalið lögreglu hef-
ur lengi verið hugarfóstur Björns
Bjarnasonar, en frumvarp þess efn-
is var ekki samþykkt á Alþingi. Sum-
ir vilja þó meina að með nýgerðri
breytingu á reglugerð um héraðs-
lögreglumenn hafi Björn náð fram
vilja sínum um varalið. Með breyt-
ingunni er lögreglustjórum landsins
heimilt að ráða samtals hátt í 250
héraðslögreglumenn.
Hvað aðbúnað lögreglunnar
varðar hefur Björn ítrekað sagt að
tryggja verði öryggi lögreglunnar
og hefur hann nefnt rafbyssur og
valdbeitingarhunda í því sambandi.
Björn hefur stutt þessar hugmynd-
ir og bíður nú eftir skýrslu frá Ríkis-
lögreglustjóra þar sem fjallað er um
aukinn búnað lögreglunnar.
Þá hefur Landssamband lög-
reglumanna kallað eftir heimild til
að nota rafbyssur en engin ákvörð-
un hefur verið tekin um það. Fjöl-
margir hafa lýst sig andsnúna þess-
um hugmyndum og er Íslandsdeild
Amnesty International ein þeirra. Í
fréttatilkynningu frá Amnesty seg-
ir að samtökin muni beita sér gegn
sölu og dreifingu vopna sem hönn-
uð eru til að valda sársauka, þar
á meðal rafbyssa, en benda einn-
ig á að hægt er að rekja þó nokkur
dauðsföll til notkunar þeirra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglu-
embætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðn-
ingu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum
sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði
upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætis-
vagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna
hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum
en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.
UNDIRBÝR LÖGREGLU
FYRIR ÓEIRÐIR
ATli MáR GylFASON
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Björn Bjarnason Segist
ekki hafa vitneskju um
sérhannaða bíla.
RadíóRaf Þar á bæ kannast
menn við að hafa breytt
bifreiðum fyrir lögregluna en
vildu ekki tjá sig um í hverju
breytingarnar eru fólgnar.