Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 36
fimmtudagur 6. nóvember 200836 Fókus Myndin Quarantine er endurgerð spænskrar hrollvekju sem heitir Rec og er nýkomin á vídeóleigur lands- ins. Ef þú ætlar að sjá aðra hvora myndina þá vil ég vara þig strax við því að horfa á stiklu Quarantine. Þar sem framleiðendur myndarinn- ar misstu sig algjörlega í markaðs- setningunni og hreinlega eyðileggja endir annars ágætrar spennumynd- ar. Markaðsklúður ársins í Holly- wood. Quarantine fjallar um fréttakon- una Angelu Vidal sem fær það verk- efni að fylgja næturvakt slökkvi- liðsdeildar Los Angeles ásamt myndatökumanni. Angela og myndatökumaðurinn fá að fylgja slökkviliðinu í frekar hefðbund- ið útkall í íbúðarblokk. En þegar á staðinn er komið kemur í ljós að út- kallið er alls ekki hefðbundið. Eldri kona í einni íbúðanna hef- ur vakið nágranna sína með hræði- legum öskrum. Þegar inn í íbúð hennar er komið fer allt á versta veg og íbúarnir ásamt slökkviliði og lögreglu reyna að komast út úr blokkinni en án árangurs. Efna- vopnadeild borgarinnar hefur lok- að húsinu og hleypir engum út né inn. Smátt og smátt smitast fleiri og fleiri af þessum ógnvænlega vír- us og ástandið verður blóðugra og blóðugra. Quarantine er öll séð í gegn- um myndavél myndatökumanns- ins sem fylgir Angelu og því er stíll- inn kannski ekki ólíkur Blair Witch Project. Þessi stíll getur verið mjög góður kostur í hryllingsmynd upp á að auka spennuna og mér finnst það takast vel í Quarantine. Eftir því sem líður á myndina kemst maður svo meira og meira að því hvað er að gerast í húsinu í raun og veru. Fléttan í lokin er svo nokkuð óvænt og skemmtileg. Persónulega var ég heillaðri af spænsku útgáfu myndarinnar og ég mæli frekar með henni. Mér fannst þó Jennifer Carpenter jafnvel betri heldur en Manuela Velasco í hlut- verki Angelu. Hún virkar aðeins mannlegri og maður fær meiri sam- úð með henni. En það var bara eitt- hvað við fléttuna alla sem virkaði betur á Spáni en í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sú að Quaran- tine og Rec eru fínar hrollvekjur en hvernig myndin er eyðilögð í stikl- unni er alveg ótrúlegt og hreint út sagt glatað. Ásgeir Jónsson á f i m mt u d e g i Hvað heitir lagið? „Allt þeirra líf er tölvutækt, tilveran öll í netið flækt.“ Hjaltalín fagn- ar bolasölu Ungmennaráð UNICEF á Íslandi og íslenskir hönnuðir taka nú aftur höndum saman og framleiða boli sem geta breytt lífi barna. Hljóm- sveitin Hjaltalín ætlar að halda órafmagnaða tónleika til að fagna því að bolirnir séu komnir í sölu, á Kaffi Hljómalind í kvöld klukkan 20. Aðgangur er ókeypis. Hönnun bol- anna er sem fyrr í höndum Kron- kron og grafíska hönnuðarins Harð- ar Kristbjörnssonar. Bolirnir verða seldir í verslun Kronkron, Spúútn- ik í Kringlunni, í jólabúð UNICEF, Laugavegi 42 og ennfremur á tón- leikunum í kvöld. Hlynur opnar sýningu Tuttugu þjónustufyrirtæki í mið- bænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar, Út / Inn, sem verður opnuð í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur í dag. Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti safnsins út á með- al almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safns- ins. Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starf- semi þeirra. Lánsmunirn- ir á sýning- unni eru af ýmsum toga, til dæmis uppstoppaður ísbjörn, minja- gripir, verslun- arkælir og jakkaföt. edda syngur mozart og Verdi Edda Austmann sópran syngur á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag. Edda hefur meðal annars sungið í Töfraflautunni og Cosi fan tutte í Zürich-óperunni, í Krýningu Poppeu, Carmen og Brúðkaupi Fígarós og komið fram með Konung- legu skosku sínfóníuhljómsveitinni. Á efniskrá tónleikanna í dag eru til- finningaþrungin verk eftir Mozart, Donizetti og Verdi. Þetta eru níundu tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, og hefjast þeir klukkan 12. Greindur franskur bókmennta- rýnir sagði eitt sinn að eng- inn rithöfundur gæti talist full- þroska fyrr en hann hefði fært bernskuminningar sínar í letur á svo skemmtilegan og skáldlegan hátt að lesandinn gleymdi sér við lesturinn og vissi ekki hvort hann væri að lesa skáldsögu eða sjálfs- ævisögu. Ólafur Haukur Símon- arson er vitaskuld orðinn full- þroska höfundur fyrir löngu en að öðru leyti á kenningin vel við um þessa nýju bók hans. Hún er augljóslega hvort tveggja í senn minningabók og skáldverk, en umfram allt bráðskemmtileg af- lestrar. Ánægju væntanlegra les- enda skal ekki spillt með því að rekja efni bókarinnar. Hún byggir á minningum höfund- ar frá bernskuárunum í vestur- bæ Reykjavíkur, nánar til tek- ið vestur við Kaplaskjólsveg, og hann dregur upp skáldlega en þó sannferðuga mynd af lífinu þar um og eftir 1950. Hér kemur alls konar fólk við sögu, börn og full- orðnir, búrar og kamparar, kyn- legir kvistir og skrýtnir kennarar og dýrin gegna einnig sínu hlut- verki, ekki síst „gluggahesturinn“, vinur sögumanns. Persónurnar eru margar ærið litríkar en skýr- ar og vel má vera að gamlir sam- ferðamenn höfundar geti þekkt sjálfa sig aftur í frásögninni. Í bókartitli segir að þetta sé „sönn lygasaga“. Það er vafa- laust rétt, hvernig svo sem menn vilja skilja það. Ég er til í að trúa hverju orði, nema helst sögunum um mikinn og langvinnan snjó í Reykjavík. Þær eru svolítið þing- eyskar sumar. Jón Þ. Þór kvikmyndir Quarantine Leikstjórn:John erick dowdle Aðalhlutverk: Jennifer Carpenter, Jay Hernandez, Columbus Short, greg germann. Jennifer Carpenter Kann að öskra fyrir allan peninginn. SvAr: StúlKurnar á internetinu Quarantine fínasta hrollvekja sem er klúðrað í „trailer“. bernskusögur úr vesturbænum bækur Fluga á vegg - sönn lygasaga Skáldsaga/minningabók Höfundur: ólafur Haukur Símonarson Útgefandi: Skrudda markaðsklúður ársins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.