Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Qupperneq 14
„Það varð hér stórslys fyrir 15 til 20 árum. Þá fóru menn að skjóta rjúpur á Arnar- vatsnheiðinni eldsnemma á haustin. Veiði- tölur hjá þeim sem það gerðu hlupu á þús- undum. Fljótlega varð enginn varpstofn eftir. Það var stóra slysið,“ segir Snorri Jó- hannsson, refaskytta og minkaveiðimaður á Gilsbakka í Reykholti. Hann segir rjúpna- stofninn á Vesturlandi í lágmarki, jafnvel þó menn veiði mun minna en áður var gert. Stofninn líður fyrir veiðiálag Snorri hefur í áraraðir fylgst náið með rjúpnastofninum samhliða því að hafa lífs- viðurværi af refa- og minkaveiði. „Ég er með alla Arnarvatnsheiðina á móti nafna mín- um á Augastöðum í Borgarfirði. Þess utan veiði ég minka og tófur á stóru svæði vestur á Mýrum,“ segir Snorri sem segir enga rjúpu að hafa á því stóra svæði sem Arnarvatns- heiðin er. „Niður frá er öllu meira enda hef- ur aldrei verið þjarmað jafn mikið að henni þar. Það getur verið að það sé meira af rjúpu fyrir norðan og austan en stofninn hér nær sér alls ekki upp vegna veiðiálags,“ segir Snorri. enginn varpStofn eftir Snorri segir að upp úr 1990 hafi menn í auknum mæli sótt inn á Arnarvatnsheiðina, þar sem varpstöðvar rjúpunnar eru. Gríð- arleg magnveiði snemma á haustin, áður en snjó festi, hafi gert það að verkum að stofninn hrundi á Vesturlandi. Fyrir þann tíma hafi rjúpan verið veidd í miklum mæli í Borgarfirði og víðar. Það hafi verið í góðu lagi vegna þess að ákveðinn hluti stofnsins varð eftir uppi á heiðinni, þar sem menn veiddu lítið sem ekkert. Það hafi nægt til að halda viðkomu rjúpunnar við. „Ef varpstofninn er nægur skiptir fjöldi veiðimanna ekki máli. Nú er hins vegar enginn varpstofn eftir. Það segir sig sjálft, sama hvers kyns bráð á í hlut, að ef veitt er í óhófi þar sem varpið fer fram, þá minnkar stofninn,“ segir hann. Bannið virkaði en var of Stutt Snorri var einn af þeim sem fagnaði rjúpnaveiðibanninu sem gilti árin 2003 og 2004. Hann segir að öllum hafi verið ljóst að bannið hafði mikil og jákvæð áhrif á rjúpna- stofninn. Tvö ár hafi hins vegar ekki dugað til að reisa rjúpnastofninn úr þeirri sögulegri lægð sem hann var í. „Menn misstu það út úr sér eftir tvö ár að stofninn hefði tvöfald- ast. Það var í sjálfu sér alveg rétt. Fjölgun úr einum í tvo er líka helmingsfjölgun,“ segir Snorri sem vill að hálendi Íslands verði frið- að fyrir rjúpnaskyttum. Það myndi tryggja sjálfbærar veiðar framtíðar. Undir þetta tekur nafni hans, Snorri H. Jóhannesson bóndi að Augastöðum í Borg- arfirði. Hann er formaður Hlunnindafélags Borgarfjarðar en það er félagskapur um nýtingu skotveiða. Félagið kortlagði helstu veiðisvæði rjúpunnar í uppsveitum sýslunn- ar, svo hægt væri að sjá hvar skjóta mætti og hvar ekki. Á kortinu er tilgreind landnýt- ing, hvort um friðun sé að ræða á viðkom- andi svæði eða jörðum, hvort landeigendur sjálfir nýta það til skotveiði eða leigi það út í heild. vill Banna veiðar á þjóðlendum Snorri segir að félagið sé hálpartinn í dvala, einfaldlega vegna þess að eng- in sé rjúpan. „Ég er sammála nafna mín- um á Gilsbakka. Það er alvega sama hvað fræðingarnir segja. Rjúpan hefur hvergi frið. Eftir að menn gátu farið að elta hana uppi á hálendið hrundi stofninn. Það sama gilti í öðrum landsfjórðungum þar sem menn fóru að komast upp á hálendið. Ég hef áður sagt það og ég segi það enn að þjóðlendurn- ar á að friða,“ segir Snorri. Hann segir að um fimm þúsund manns stundi skotveiðar á löndum í eigu ríkisins. Það geti ekki gengið án þess að settar verði strangari reglur. „Það gengur ekki að lögmál frumskógarins verði látið ráða á þessum svæðum. Það þarf að setja skýrar reglur og takmarkanir til að snúa þróuninni við. Það á að banna veiðar á ákveðnum svæðum og leyfa veiðar á öðrum. Reglur og takmarkanir kosta peninga og eftirlit með því að reglum sé framfylgt kostar líka peninga. Þar með verður ríkið að rukka fyrir veiðarnar. Öðru- vísi gengur þetta ekki,“ segir Snorri sem segist vita að sportveiðimenn séu ekki all- ir sáttir við þessar hugmyndir. „Menn skilja ekki hvers vegna það er ekki meiri rjúpa á Suðvesturlandi, þrátt fyrir að bannað sé að veiða á suðvesturhorninu. Þetta bakland sem rjúpan hafði á hálendinu er ekki leng- ur til staðar. Það er ástæðan,“ segir Snorri ákveðinn. Hættur að Skjóta Snorri á Gilsbakka segist alveg hættur að skjóta rjúpur. Hann man þá tíð þegar rjúpna- stofninn var afar stór. „Mér er sérstaklega minnisstætt vorið 1979. Það var óskaplega kalt og það er varla hægt að segja að kom- ið hafi sumar. Ég var ekki byrjaður að veiða rjúpur þá en gekk upp með Kjarrá í Borgar- firði. Þetta var eldsnemma í maí. Ég sá svo mikið af körrum á leiðinni upp með ánni að á bakaleiðinni ákvað ég að telja karrana sem reyndust 59 talsins,“ segir Snorri. Í sumar var hann á veiðum um alla Arnarvatnsheið- ina, sem er margfalt stærra svæði en það sem hann gekk þetta kalda vor. „Ég sá heil þrjú rjúpnahreiður í allt sumar,“ segir hann. Snorri segist brosa út í annað í dag þeg- ar hann heyri unga menn tala um að þeir hafi séð mikið af fugli. „Þegar ég var þrett- án ára gamall var mér gefinn lítill riffill. Ég var í sveit en hafði gaman af því að rölta út í skóginn á haustin og skjóta rjúpur. Þetta haust skaut ég 400 stykki með rifflinum,“ segir Snorri að lokum. baldur@dv.is fimmtudagur 6. nóvember 200814 Vesturland Vilja friðun á þjóðlendum Rjúpnastofninn hefur ekki náð sér á strik á Suður- og Vesturlandi. Snorri Jóhannsson, refaskytta og minkaveiði- maður á Gilsbakka í Reykholti, segir að magnveiðar á hálendinu snemma á tíunda áratugnum hafi gengið af stofninum dauðum. Menn hafi snemma á haustin veitt þúsundir rjúpna sem voru auðveld bráð á berangri. Því hafi stofninn hrunið. Snorri vill að Arnarvatnsheiði og fleiri staðir á hálendi Íslands verði friðuð fyrir rjúpna- skyttum. Undir það tekur nafni hans Snorri H. Jóhannesson að Augastöðum í Borgarfirði. Rjúpnastofninn er ekki svipur hjá sjón á Vesturlandi magnveiðum á arnarvatnsheiði er um að kenna að mati heimamanna í reykholti. Snorri Jóhannesson á Augastöðum Segir að upp úr 1990 hafi rjúpnastofninn á vesturlandi hrunið. Hálfverkuð rjúpa rjúpur þykja hnossgæti og eru vinsæll jólamatur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.