Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 30
Stundum villist fólk í blaða-mennsku án þess að miðl-un frétta og upplýsinga sé því sérstakt kappsmál. Sumir komast jafnvel til áhrifa á fjölmiðlum sem er óheppilegt þegar þeir freistast til þess að hafa áhrif á gang mála og hanna atburðarás í stað þess að greina frá atburðum. Svarthöfði er ekki oft sammála Moggablaðakonunni Agnesi Bragadóttur en tekur þó heilshug- ar undir orð hennar í Mogganum á sunnudaginn þegar hún lagði áherslu á að blaðamenn ættu að segja fréttir en ekki móta þær með óeðlilegum afskiptum af umhverfi sínu. Merkileg- ast við þessa fullyrðingu Agnesar er vitaskuld sú staðreynd að árum sam- an sat hún sem kráka á öxlum ritstjóra tvíeykisins Matthíasar og Styrmis sem vélaði með örlög fólks, flokka og jafn- vel ríkisstjórna. Nú þegar þjóðin er loks laus við þessa „blaðamenn“ snýr Agnes baki við ritstjórnar-stefnu þeirra og aftekur með öllu að blaðamenn eigi að vera að stýra umræðu og véla með hin ólík- legustu samfélagsmál. Það er gott en öllu verra er að Matthías og Styrm- ir eru ekki fyrr farnir en tveir æðstu stjórnendur Fréttablaðsins stökkva til og fylla skarð þeirra. Þegar Dúettinn Matti og Styrmir þagnaði hófu Bingi og Steini, ekki Dúmbó og Steini, upp raust sína. Þessir tveir ritstjórar Frétta- blaðsins í Skaftahlíðinni eru á bóla- kafi í pólitík og eru hvor um sig með puttana á kafi í innansveitarkrónikum tveggja stjórnmálaflokka. Þorsteinn grefur leynt og ljóst undan sínum forna fjanda Davíð Oddssyni, æðstapresti Sjálfstæðisflokksins, á meðan Björn Ingi er byrjaður að rifja upp gamla og góða hnífakast- stakta með Guðna Ágústsson, for- mann Framsóknarflokksins, sem skotskífu. Þorsteinn hefur það umfram Binga að hann er sveipaður ákveðnum virðuleika sem hefur slípast til í gegnum árin í ríkisstjórnum og utanríkisþjónust- unni auk þess sem hann skrifar oft einhver orð af viti. Hvað Björn Ingi er að vilja upp á dekk í fjölmiðlum með allan sinn slóða á bakinu er hins vegar hulin ráðgáta. Á meðan hann var tagl- hnýtingur Halldórs Ásgrímssonar var talað um hann sem PR-mann, jafnvel spunameistara. Örlög Halldórs segja allt sem segja þarf um hæfileika hans á því sviði og brölt hans frá því hann hrökklaðist úr borgarstjórn með REI- forarsletturnar upp eftir bakinu á stíf- pressuðum fötum sem Framsóknar- flokkurinn keypti handa honum sýnir að hann hefur ekkert lært á þessari grýttu braut. Þar fyrir utan má ætla að ekki séu allar beinagrindur Björns Inga komnar út úr skápnum en eftir að hann var sloppinn úr pólitíkinni í Skaftahlíðina spurðist út að hann hefði farið í veglega ferð í eina dýrustu laxveiðiá landsins skömmu áður en hugmyndir um sameiningu REI og Geysis Green Energy skutu upp kollinum í fund- argerðum Orku- veitunnar. Með Binga í för voru áhrifamenn hjá Orkuveitunni, fjármálastjóri Baugs og Guð- laugur Þór Þórð- arson heilbrigðis- ráðherra. Það segir sitt um veruleikafirr-ingu Björns Inga að hann telji sig þess umkominn að fjalla um viðskiptalífið, sem blaða- maður, þegar horft er til hans nán- ustu fortíðar. Björn Ingi lagði sérstaka lykkju á leið sína í leiðara Fréttablaðs- ins nýlega til þess að ávíta sauðsvartan almúgann fyrir þátt sinn í efnahags- hruninu. Þar fauk nú grjót úr glerhúsi manns sem naut sín vel í útrásarflipp- inu. Höfuðið beit hann svo endanlega af skömminni um síðustu helgi þegar hann fékk útrásarvíkinginn Hann- es Smárason í huggulegt spjall til sín í sjónvarpsþáttinn Markaðinn. Ekki var nú meintur blaðamaður mikið að þjarma að Hannesi en kannski var ekki von á mikilli dýnamík í spjalli tveggja aðalleikaranna í REI-affer- unni. Væri Björn Ingi með almenni- legan PR-mann á sínum snærum hefði hann vit á því að halda sig til hlés þessa dagana og síst af öllu að blanda sér í umræðuna um útrásarhallærið. Góður spunakarl myndi örugglega benda honum á að taka sér frí. Helst á fjarlægri strönd. En Björn Ingi hefur varla mikl-ar áhyggjur af blaðamanns-ímynd sinni þar sem hann er enn á kafi í pólitík og þá helst á fullu að grafa undan Guðna Ágústssyni. Á stjórnmálavellinum er jarðtenging Binga ögn betri og hann gerir sér grein fyrir því að hann geti ekki skúbbað Guðna frá sjálfur og tek- ið sess hans og mun því tefla Óskari Bergssyni fram gegn Guðna. Sjálfsagt finnst flestum öðrum en Binga og Óskari þessi flétta hlægileg en það sem er alls ekkert fyndið við þetta framsóknarmaus er að fjölmiðla- maður skuli standa í því að hanna at- burðarásina. Vonandi renna Mogginn og Fréttablaðið saman sem fyrst þannig að Agnes Bragadótt-ir geti tekið þessa hvolpa tvo í Skaftahlíð á beinið og útskýrt fyrir Binga að blaðamenn eigi að segja fréttir, ekki búa þær til. fimmtudagur 6. nóvember 200830 Umræða Bingi og Steini svarthöfði Obama og Geir Leiðari Barack Obama lofaði þjóð sinni því að hann myndi alltaf tala heiðar-lega um erfiðleikana sem nú standa yfir. Þetta, eitt og sér, er gríðarleg breyting í einu samfélagi. Valdatíð George W. Bush hefur einkennst af valdhroka og sinnu- leysi gagnvart andstöðu almennings. Íslendingar eru ekki jafnheppnir og Bandaríkjamenn. Þeir hafa ennþá yfirvald sem er knúið áfram af valdhroka og þeirri sannfæringu að valda- mennirnir sjálfir séu mikilvægari en þjóðin. Erfitt er að bera Bar- ack Obama saman við Geir H. Haarde án þess að tárast eða skella upp úr. Geir segir þjóðinni ósatt á erfiðleika- tímum, blákalt, í þeirri trú að þjóðin þoli ekki sann- leikann og hann sé færastur um að meta stöðuna af sjálfsdáðum. Leyndarmálin eru mörg um yf- irvofandi örlög okkar. Obama vill hins vegar að fólkið sé sjálft upplýst um það sem gerist. Og hann vill hlusta sérstaklega vel á þá sem eru ósammála honum. Hann býður sig fram til gagnrýni, en Geir biðst undan gagnrýni, því hún truflar hann. Og hún vegur að af- sprengi hans, samfélagi blekkingarinnar. Arfleifð Sjálfstæðisflokksins í lýðræðis- málum er sprottin úr sama siðferði og arfleifð Repúblikanaflokksins. Það var í raun orðið nýmæli að álit almennings skipti sköpum þegar kom að mikilvægum ákvörðunum. Geir Haarde starfar eftir þeirri reglu að vilji fólksins skipti engu, nema á einum degi með fjögurra ára millibili. Forræðishyggja hans brýst fram í flaumi hvítra lyga, á milli þess sem hann segist ekkert geta sagt okk- ur, því ekki megi trufla vinnu hans. Hann talar niður til okkar og lít- ur á okkur eins og börn sem þvælast fyrir á heimilinu. Obama vill að þjóð hans standi saman um að leysa efnahagsvandann. Það vill Geir líka. Helsti munurinn er sá að Obama vill virkja fólkið til að leysa vandann, en Geir vill að við stöndum saman um að láta hann leysa vandann, án þess að spyrja lykilspurninga, eins og: Af hverju ættum við að láta brennu- varginn slökkva eldinn? Og: Hefur Geir sýnt aukna getu í að stýra efnahagsmálum, frá því hann kom okkur í þrot? Hvað hefur breyst í stjórnarháttum hans? Bylgja breytinga mun ríða yfir heim- inn. Fólk um allan heim sér nú að það þarf ekki að vera leiksoppar kapítalískrar nauð- hyggju. Það getur sjálft haft áhrif. Bylgjan berst líka hingað. Þetta er aðeins spurning um hvort Geir nái að viðhalda reglu sinni um eins dags lýð- ræði á fjögurra ára fresti, eða hvort boðberar breytinga dragi hann fyrir dómara sinn, þjóðina, strax í vetur. spurningin „Mér hefur aldrei þótt Matador skemmtilegur leikur. Ég er miklu meira fyrir Fimbulfamb,“ segir Gunnar Lárus Hjálmars- son, eða Dr. Gunni. Sífellt berast af því fleiri fréttir að auðmenn ætli ekki að ábyrgjast skuldir sínar. doktorinn segist ekki losna undan sínum skuldum, þær virðist vera í raunveruleg- um peningum. Ætlar þú að áByrgjaSt þínar Skuldir? sandkorn n Búist er við blóðugu uppgjöri á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins um miðjan mánuðinn. Guðni Ágústsson formaður er ævareiður út í hópinn sem skipu- lega hefur grafið undan honum. Telur Guðni sig fyrst og fremst vera að fást við Björn Inga Hrafnsson, viðskipta- ritstjóra Fréttablaðs- ins, sem úr launsátri vegi að honum. Guðni kallaði á teppið annan upp- reisnarsegg, Hall Magnússon ráðgjafa, sem stóð að stofnum hóps á Facebook sem hafði að markmiði að skipta um formann í Framsókn. Guðni mun hafa tekið Hall föstum tökum og var hann beygður eftir fundinn. n Fall Björgólfs Guðmundssonar með gjaldþroti Samsons er hvað mest áfall fyrir Agnesi Braga- dóttur, blaðamann á Moggan- um, sem hefur starfað þar í skjóli Björgólfs. Mörgum er minnis- stætt þegar hún hún tók fjögurra síðna og álíka margra vasaklúta viðtal við vel- gjörðamann sinn. Þar var kallað eftir samúð þjóðarinnar vegna áfalls Björgólfs sem varð fyrir þeirri ógæfu að Landsbankinn velti víxli vegna horfins sparifjár Breta yfir á þjóðina. Nú stendur yfir lífróður Árvakurs til að bjarga málum. n Sú saga gengur á ljóshraða um samfélagið að Davíð Oddsson seðlabankastjóri haldi starfi sínu eingöngu vegna þess að hann hafi hótað því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, verði hann rekinn. Illugi Jökulsson upplýs- ir málið á bloggi sínu á dv.is. „Af hverju Geir H. Haarde rekur ekki Davíð úr Seðlabankanum? Jú, segja heim- ildarmenn mínir eigi all- fjarri forsæt- isráðherran- um, það vildi hann svo gjarnan gera. En Davíð hefur látið þau orð berast til hans að verði honum vísað úr Svörtuloftum, þá muni hann umsvifalaust stofna nýjan stjórnmálaflokk.“ n Tengsl manna inn í hruninn fjármálaheim liggja víða. Ómar Ragnarsson, formaður Íslands- hreyfingarinnar, hafði uppi mein- ingar á bloggi sínu um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði skipað umdeilda saksókn- ara vegna rannsóknar banka- hruns. Benti Ómar á syni sak- sóknaranna sem eru stórleikarar í hruninu. Einnig hnykkti hann á því að tengdasonur Björns, Heiðar Már Guðjónsson, væri viðloðandi fjármálaheim hinna fallandi. Ómar sá þó að sér eftir að hafa gengið of langt og bað Björn afsökunar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnúmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er ansi hræddur um að það verði verulegur flótti úr landinu.“ n Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um núverandi efnahagsstöðu. - DV „Þetta heitir bara afskrift á mannamáli.“ n Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, um að fyrrverandi stjórn Kaupþings hafi ákveðið að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. - DV „Þar voru 390 fallegar og frábærar konur og alveg rosa- lega gaman.“ n Beggi í tvíeykinu „Beggi og Pacas“ um konukvöld sem hann og Pacas skemmtu á á Óliver á dögunum. Gott að vita að konurnar voru ekki tæplega 400, eða jafnvel um 400, heldur 390. - Séð og heyrt „Það er um það bil helmingi ódýrara en að reykja hefð- bundnar sígarettum.“ n Sölvi Óskarsson, eigandi tóbaksverslunarinnar Björk, um hvað reykingamönnum sé til ráða í kreppunni. - DV „Þjóðin þarf frjálsan fjöl- miðil á þessum örlagatímum.“ n Hreinn Loftsson eigandi Austursels ehf. sem hefur keypt meirihluta í Birtíngi útgáfufélagi. - DV bókstafLega jón trauSti reyniSSon ritStjóri Skrifar. Arfleifð Sjálfstæðisflokksins í lýðræðismálum er sprottin úr sama siðferði og arfleifð Repúblikanaflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.