Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 31
fimmtudagur 6. nóvember 2008 31Umræða Hver er maðurinn? „andri Karel Júlíusson.“ Hvað drífur þig áfram? „að vinna flotta tónlist.“ Hvar ólst þú upp? „Í Hafnarfirði.“ Við hvað lékstu þér helst þegar þú varst lítill? „Það voru svona dótakarlar eins og actionman og batman.“ Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pitsa.“ Hefurðu lengi leikið þér að því að búa til tónlist? „nei, ég hef verið að því í tvö til þrjú ár og verið aðallega að vinna á tölvuna mína.“ Hvernig kom það til að lögin þín fóru í Dagvaktina? „ragnar bragason leikstjóri hafði samband við mig því hann hafði heyrt lög af mySpace-síðunni minni. Hann spurði hvort hann mætti nota tvö af þeim.“ Ertu byrjaður á laginu fyrir lokaþáttinn? „Já, ég er byrjaður á því og nokkuð langt kominn.“ Langar þig að vinna við tónlist í framtíðinni? „Já, mig langar það frekar mikið.“ Hver er draumurinn? „bara að vera tónlistarmaður.“ Hvað finnst þér um að lykilstarfsmenn banka fái skuldir sínar niðurfelldar? „mér finnst það bara rangt, það á að niðurfella hjá öllum ef það er niðurfellt hjá þeim, annað er bara fíflagangur!“ SVanHiLDur EyjóLfSDóttir 55 ára verSlunarKona „Þetta er mjög einkennilegt, ég veit ekki hvort það eigi að fella niður skuldir hjá öllum en vissulega verður að ganga jafnt yfir alla.“ Guðbjartur SiGurðSSon 58 ára Prentari „mér líst bara ekkert á þetta, hvernig væri að fella niður hjá okkur hinum líka?“ SiGrún StEfánSDóttir 44 ára SJúKraliði „Ég veit eiginlega ekkert um þetta.“ auður jökuLSDóttir 17 ára StarfSmaður Í SandHolt baKarÍ Dómstóll götunnar anDri karEL júLíuSSon hefur þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára samið mikið af tónlist. Í síðasta þætti af dagvaktinni mátti heyra tvö lög eftir hann auk þess sem óskað hefur verið eftir að hann semji lag fyrir lokaþáttinn. Vill Verða tónlistarmaður „Þetta er náttúrlega bara út í loftið, það er bara þannig. erum við ekki öll jöfn fyrir einhverjum þarna uppi?“ HiLmar friðStEinSSon 67 ára ellilÍfeyriSÞegi maður Dagsins Krafan er skýr, ráðamenn þjóðar- innar, stjórnendur og embættis- menn ríkis og bæja verða að lækka laun sín um 30% strax. Þeir sem gefa út dagsskipanir verða að finna kreppuna á eigin skinni líkt og þjóð- in. Þessi hópur manna er með allt sitt á þurru að venju en það gengur ekki lengur. Sá tími er liðinn. Nú þrengir að almenningi svo um munar og margir sjá ekki fram- tíð sína hér á landi. Það ríkir gríðar- leg sorg á mörgum heimilum. Fólk er vanmáttugt og finnst það hafa misst sjálfstæði sitt og alla stjórn á eigin lífi, hangir í lausu lofti. Skjól fólksins er að hverfa því húsin, íbúð- irnar, svefnstaðurinn eru að fara á uppboð og ekkert nema svartnætt- ið framundan. Þetta er veruleikinn á Íslandi í dag. Maður sem ég hef þekkt í árar- aðir kom að máli við mig í síðustu viku, afskaplega dapur og illa hald- inn á líkama og sál. Maðurinn er kvæntur fimm barna faðir í Reykja- vík. Hann er ómenntaður sjálfstæð- ur einyrki og hefur unnið myrk- ranna á milli í áraraðir við að koma sér og fjölskyldu sinni upp þaki yfir höfuðið. Hann hefur alltaf verið glaður og ánægður með sig og sitt og því lifandi sýnishorn yngri kyn- slóðar þessa lands. Þessi maður hefur ekki lifað um efni fram, hef- ur ekki leyft sér neinn lúxus. Hann hefur aldrei leyft sér þann munað að fara með fjölskyldu sína í frí til útlanda. Hann kaus að vera Íslend- ingur og taka þátt í hinni hörðu lífs- baráttu þeirra tekjuminni í íslensku samfélagi. Í dag er hann ekki glað- ur, hann er niðurdreginn og dapur, fullur örvæntingar vegna fjölskyldu sinnar. Hann á fimm ung börn eins og fram hefur komið og sér ekki fram á að geta framfleytt þeim á komandi árum. Honum finnst hann hafa brugðist fjölskyldu sinni. Hann sér ekki fyrir endann á greiðslubyrð- inni og hefur gefist upp eftir harða baráttu. Hann sagði mér á þessum fundi okkar að nú væri öllu lokið hjá sér og það glitti í tár í augum þessa duglega og vinnusama manns. Hann stefnir í gjaldþrot. Hann er að missa allt sitt. Hann er að missa húsið sitt, athvarf fjölskyldu hans, griðastað- inn heilaga. Hann er að missa at- vinnutækið sitt. Hann er að missa þá eðlilegu umgjörð lífsins, hann er að missa allt og æruna með. Hvað getur maður sagt við slíkar aðstæð- ur? Maður verður orðlaus, finnur til mikillar samkenndar og sorgar fyrir hönd þessa manns og fjölskyldunn- ar. Góðir lesendur, þessi maður er ekki sá eini sem stendur í stormin- um. Það eru þúsundir manna sem standa í þessum sömu sporum. Hann brást ekki fjölskyldu sinni, það voru íslensk stjórnvöld. Ráðamenn í sama báti og þjóðin? kjallari svona er íslanD áSGErður jóna fLoSaDóttir formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum Í dag er hann ekki glaður, hann er niður- dreginn og dapur, full- ur örvæntingar vegna fjölskyldu sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.