Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 24
fimmtudagur 6. nóvember 200824 Vesturland Þriðji rakarinn í símstöðinniHinni rakari hefur klippt kolla og rætt aðalat-riðin við viðskiptavini sína síðastliðna fjóra áratugi. Húsnæði rakarastofu Hinna var upp-haflega símstöðin á Skaganum. Þangað voru þeir kvaddir sem þurftu að svara símtali. Meðal eldri kennileita á Akranesi er óvenjus- mátt hús sem að utan er merkt „Hárskeri“ og hefur hefðbundna litarönd rakarans neðst í glugganum. Húsið er gömul símstöð sem reist var árið 1925. Þar hefur verið rakarastofa í ríf- lega sextíu ár. „Sjálfur keypti ég stofuna árið 1965 og hef unnið hérna allar götur síðan,“ segir Hinrik Haraldsson rakari um leið og hann lætur hníf- inn leika um hærurnar á blaðamanni. Hinrik, eða Hinni rakari, eins og hann er oftast nefnd- ur, telur að hér sé um að ræða elstu rakarastofu á landinu sem samfellt hafi verið rekin í sama húsnæðinu. „Ég var rétt um tvítugt og nýbú- inn með námið þegar ég keypti stofuna,“ bætir Hinni við. Hann hefur því séð um rakstur, kaffi- veitingar og spjall á stofunni í 43 ár og hefur ekki í hyggju að hætta því alveg á næstunni. MálMfríður Með síMkvaðningar „Það er gaman að grufla í sögu hússins,“ segir Hinni. „Þegar hér var símstöð þá vann hérna kona sem hét Málmfríður Þráinsdóttir. Hún sagði mér eitt og annað um símstöðina á meðan hún var enn á lífi.“ Á þessum tíma voru símar ekki komnir inn á heimili fólks, ekki einu sinni sveitasímar með sveif sem sumir muna eftir. „Málmfríður þurfti því að fara fótgangandi með kvðaning- ar til fólks um að mæta í símtöl á ákveðnum tímum. Hún gekk til að mynda oftsinnis með kvaðningar til Péturs heitins Ottesens alþingis- manns. Hann bjó alla leið að Ytra-Hólmi. Pétur kom svo ríðandi í bæinn á umsömdum tíma til þess að svara símtali. Þetta hefur sem sagt tekið allnokkrum breytingum.“ Þriðji rakarinn Á þessum árum segir Hinni að kassi hafi ver- ið hafður utan á húsinu þar sem nýjustu veð- urspám var komið fyrir. „Skipstjórarnir komu svo hingað og fóru yfir veðurspárnar áður en haldið var í veiðiferðir. Til skamms tíma var svo einnig rekin verlsun hér í húsinu sem er afar smátt,“ segir Hinni. Símstöðin var reyndar aðeins rekin á staðn- um í rúmlega tíu ár. Það var svo árið 1937 að Árni Sigurðsson breytti húsinu í rakarastofu. „Sonur hans, Geirlaugur, tók svo við rekstrin- um. Sjálfur hef ég núna átt stofuna lengst.“ Innifyrir eru tveir rakarastólar. Inn af sjálfri stofunni er örsmá aðstaða fyrir símann og kaff- könnuna, ásamt salernisaðstöðu. „Símstöðin var hins vegar flutt í hús hérna hinum megin götunnar sem er fyrir löngu búið að rífa.“ stofan er suðupottur Á stofu Hinna ræða viðskiptavinir flest það sem fréttnæmt þykir í samfélaginu, eins og ger- ist og gengur á góðri rakarastofu. „Rakarastofan er, eins og oft verður, nokkurs konar miðstöð. Hingað kemur fólk, bæði til þess að láta klippa sig og raka, en ekki síður til þess að spjalla. Því má segja að ég sé alltaf í hringiðu hlutanna og ég er oft nokkuð vel upplýstur um það sem ger- ist í bænum,“ segir Hinni. Spurður hvort fjámálakreppan sé fólki mik- ið umtalsefni í stólnum þá segir hann að auð- vitað séu málin rædd. Hins vegar vilji fólk ekki einatt ræða slík mál. „Fólk verður að líta aðeins upp úr þessum hlutum. Annars verða þeir of yfirþyrmandi.“ töpuðu engu á bönkuM Hinni telur að Akurnesingar finni ekki sér- lega mikið fyrir kreppunni, ekki enn að minnsta kosti. „Við verðum að teljast nokkuð heppin að hafa stóriðjuna á Grundartanga. Hún hefur skapað mikið af öðrum störfum í kring um sig.“ Í því sambandi minnist hann á Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts sem er til húsa nánast fyrir aftan stofuna. „Frá þeim fara tvær litlar rútur, fullar af mannskap, á Grundartangann á hverj- um morgni og koma aftur undir kvöld,“ segir hann. Á Akranesi sé sjúkrahúsið einnig stór vinnu- staður auk þess sem tæplega fimmtíu störf séu í Sementsverksmiðjunni, þótt þeim hafi vissu- lega fækkað mikið í gegn um tíðina. „Aðalatriðið er að það er gott að vera á Skag- anum. Flóttamennirnir sem hingað komu eru til vitnis um það. Þau hafa verið dugleg og ófeimin við að fara út fyrir hússins dyr. Þau finna sennilega ekki mikið fyrir bankakrepp- unni heldur. Þau töpuðu í það minnsta engu.“ sigtryggur@dv.is „Það má segja að ég sé alltaf í hringiðu hlutanna og ég er oft nokkuð vel upplýstur um það sem gerist í bænum.“ Í stólnum Hinni rakari leggur lokahönd á verkið. Í stólnum situr Jón friðrik Jónsson. Í fjörutíu ár Hinrik Haraldsson hefur rekið stofuna í 43 ár. Hann hyggst ekki leggja upp laupana á næstunni. „Hárið heldur áfram að vaxa.“ Gamla símstöðin rakarastofan er orðin eitt af kennileitum bæjarins. Þar hefur verið rakarastofa frá árinu 1937. myndir SiGTryGGUr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.