Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 32
fimmtudagur 6. nóvember 200832 Ættfræði
30 ára í dag
30 ára
n Katarzyna Jolanta Leszczynska
Skipholti 14, Reykjavík
n Þórarinn Almar Gestsson
Urðarbraut 4, Blönduós
n Ingibjörg Erna Arnardóttir
Drápuhlíð 4, Reykjavík
n Gísli Kort Kristófersson
Mýrarási 10, Reykjavík
n Sebastian Jeremias Fawier
Melhaga 17, Reykjavík
n Dariusz Kaczanowski
Stórholti 23, Reykjavík
n Sylvía Arnfjörð Kristjánsdóttir
Klettási 4, Garðabær
n Sigurborg Unnur Björnsdóttir
Skólabraut 1, Hellissandur
n Ástþór Reynir Guðmundsson
Erluási 36, Hafnarfjörður
40 ára
n Maria Enriqueta Saenz Parada
Fjarðarási 24, Reykjavík
n Marek Piotrowski
Flúðaseli 91, Reykjavík
n Jónþór Þórisson
Álfaskeiði 84, Hafnarfjörður
n Unnur Erla Björnsdóttir
Skarðshlíð 25f, Akureyri
n Jón Guðmundsson
Lækjarvaði 5, Reykjavík
n Eiríkur Smári Sigurðarson
Nýlendugötu 15a, Reykjavík
n Viktor Mar Bonilla
Reykjal Neðribraut 10, Mosfellsbæ
50 ára
n Mara Maria Vuckovic
Teigaseli 11, Reykjavík
n Vilborg Gunnarsdóttir
Klausturhvammi 12, Hafnarfjörður
n Hörður Harðarson
Vesturbergi 78, Reykjavík
n Jenný Magnúsdóttir
Rjúpufelli 26, Reykjavík
n Margrét Helga Björnsdóttir
Hlíðargötu 13, Neskaupstaður
n Magnús Magnússon
Háagerði 43, Reykjavík
n Kristín Sigrún Sigurleifsdóttir
Miðskógum 6, Álftanes
n Anna Petra Hermannsdóttir
Neðri-Dálksstöðum, Akureyri
n Guðríður Guðfinnsdóttir
Birkigrund 52, Kópavogur
n Kristrún Björg Gunnarsdóttir
Markarlandi 13, Djúpivogur
n Tómas Örn Stefánsson
Vættaborgum 123, Reykjavík
n Árni Sverrir Róbertsson
Skálanesgötu 12, Vopnafjörður
60 ára
n Jóhanna Arngrímsdóttir
Byggðarenda 5, Reykjavík
n Þyri Kap Árnadóttir
Leirutanga 16, Mosfellsbær
n Ólöf Helga Halldórsdóttir
Furugrund 71, Kópavogur
n Guðrún Jónasdóttir
Garðastræti 14, Reykjavík
n Þórður Pálsson
Hlíðarvegi 40, Ísafjörður
n Auður Guðjónsdóttir
Nesbala 56, Seltjarnarnes
70 ára
n Anna Maggý Guðmundsdóttir
Kristnibraut 49, Reykjavík
75 ára
n Magnús Halldórsson
Áslandi 6a, Mosfellsbær
n Steinunn Jónsdóttir
Hábæ 39, Reykjavík
80 ára
n Jórunn Kristinsdóttir
Furugerði 1, Reykjavík
85 ára
n Jóhannes Runólfsson
Reykjarhóli 1, Fljót
n Salvör Sumarliðadóttir
Hverahlíð 21, Hveragerði
90 ára
n Vigdís Jónsdóttir
Lönguhlíð 3, Reykjavík
Ágústa Margrét arnardóttir
fylgihlutahönnuður á djúpavogi
Ágústa fæddist á Höfn í Hornafirði
og ólst þar upp. Hún var í Hafn-
arskóla og Heppuskóla, stundaði
nám við Framhaldsskóla Austur-
Skaftafellssýslu, lauk stúdentsprófi
af listnámsbraut, hönnunarsviði
Iðnskólans í Hafnarfirði vorið 2005,
stundaði síðan framhaldsnám í
skó- og fylgihlutahönnun við IED á
Ítalíu og lauk þaðan prófum 2006.
Ágústa vann í humri og fiski
í öllum fiskvinnslustöðvunum á
Hornafirði á unglingsárunum auk
þess sem hún vann við ræstingar og
afgreiddi í söluturni. Hún fór til sjós
1994 og var síðan háseti og kokkur á
bátum frá Hornafirði, Djúpavogi og
víðar, var vinnslustjóri á frystitog-
ara frá Djúpavogi og vaktformaður
á línubát auk þess að vera á neta-
vertíðum og trillum. Hún stundaði
sjómennsku sem aðalstarf til 2006.
Eftir að Ágústa kom frá Ítalíu
hefur hún helgað sig hönnun og
móðurhlutverkinu.
Ágústa hannar töskur hatta og
belti sem eru hágæða tískuvörur,
unnar eingöngu úr íslensku hrá-
efni, s.s. hreindýraleðri, selskinni
og lambskinni og ýmsum tegund-
um af fiskiroði. Hún tók þátt í Sýn-
ingu handverks og hönnunar í Ráð-
húsi Reykjavíkur 2007 og 2008 sem
nú er nýlokið. Ágústa sýnir og sel-
ur vörur sínar á gustadesign.is.
Þá stendur nú til að dreyfa vörum
hennar í verslanir víða um land.
Ágústa og vinkona hennar, sem
er ferða- og menningarfulltrúi á
Djúpavogi, hafa nú stofnað félag
áhugafólks um handverk, hönnun
og listir á Djúpavogi til að efla ný-
sköpun og samvinnu um handverk
og listir. Um félagið má lesa á blogg.
visir.is/djupi.
Fjölskylda
Maður Ágústu er Guðlaugur
Birgisson, f. 26.6. 1980, útgerðar-
maður og skipstjóri á Djúpavogi.
Hann er sonur Birgis Guðmunds-
sonar og Önnur Sigrúnar Gunn-
laugsdóttur.
Börn Ágústu og Guðlaugs eru
Vigdís Guðlaugsdóttir, f. 20.9. 2006;
Örn Þór Guðlaugsson, f. 12.2. 2008.
Systkini Ágústu eru Hildur Dröfn
Þórðardóttir, f. 29.6. 1973, BA í fé-
lagsfræði og nemi við HÍ; Stefán Þór
Arnarson, f. 23.3. 1977, matreiðslu-
meistari og yfirmaður á Grand Hot-
el í Reykjavík; Atli Arnarson, f. 22.5.
1989, bakaranemi og knattspyrnu-
maður í Hafnarfirði.
Foreldrar Ágústu eru Örn Þór
Þorbjörnsson, f. 21.6. 1951, fyrrv.
útgerðarmaður, sjómaður og jóla-
skreytingameistari, og Unnur Garð-
arsdóttir, f. 6.3. 1953, húsfreyja,
meistarakokkur og mikil handa-
vinnukona.
Ágústa heldur upp á afmæl-
ið í sumarbústað hjá Egilsstöðum
með vinkvennahópi, þar sem þær
ætla að gera sér glaðan dag, mynda
tískuvörur Ágústu og taka þátt í
kynningu og tískusýningu á konu-
kvöldi á Hótel Valaskjálf, laugar-
daginn 8.11. n.k.
Til
hamingju
með
afmælið!
Sædís fæddist í Stykkis-
hólmi og ólst þar upp.
Hún var í Grunnskóla
Stykkishólms og stund-
aði síðar nám við Hót-
el- og veitingaskólann
og lauk sveinsprófi í
matreiðslu 1990.
Sædís vann á bens-
ínstöðinni og í Kaupfé-
laginu í Stykkishólmi á
unglingsárunum, starf-
aði á Hótel Stykkishólmi á árun-
um 1984-90, var matreiðslumað-
ur á Hótel Borgarnesi 1990-91 og
á Hyrnunni 1991-1992. Að loknu
fæðingarorlofi hóf hún störf hjá
Framköllunarþjónustunni í Borg-
arnesi og starfaði þar til 1996. Hún
hóf kennslu í heimilisfræði við
Grunnskólann í Borgarnesi 2001
og hefur kennt þar síðan.
Sædís starfaði mikið fyrir félag-
ið Einstök börn og var formaður
þess í eitt ár.Hún hefur verið í Sin-
awikklúbbnum Drífu frá 1993.
Fjölskylda
Eiginmaður Sædís-
ar er Jón Heiðarsson, f.
11.11. 1961, verkstjóri
hjá BM Vallá í Borgar-
nesi.
Synir Sædísar og
Jóns: Ólafur Þór Jóns-
son, f. 10.3. 1992; Atli
Snær Jónsson, f. 12.10.
1996, d. 25.9. 1998; Snæ-
þór Bjarki Jónsson, f.
14.2. 2000.
Hálfsystir Sædísar er Guðrún
Elfa Hauksdóttir, f. 1.8. 1960, hár-
greiðslumeistari í Borgarnesi.
Albróðir Sædísar er Þórð-
ur Þórðarson, f. 22.12. 1964, lög-
regluþjónn í Stykkishólmi.
Foreldrar Sædísar eru Þórð-
ur Ársæll Þórðarson, f. 5.1. 1935,
húsasmiður og lengi starfsmað-
ur Vátryggingafélagsins í Stykk-
ishólmi, og Ólafía Gestsdóttir, f.
29.7. 1941, starfsmaður við Sjúkra-
húsið í Stykkishólmi.
Rúnar fæddist á Ak-
ureyri og ólst þar upp.
Hann var í Lundaskóla
og síðan í Gagnfræða-
skóla Akureyrar, lauk
stúdentsprófi frá Verk-
menntaskólanum á Ak-
ureyri, stundaði nám í
fornleifafræði og bók-
menntafræði við HÍ,
lauk BA-prófi í forn-
leifafræði 2004, stund-
aði nám í fornbeinafræði við
University of York í Bretlandi og
lauk þaðan MS-prófi 2006. Hann
stundar nú doktorsnám í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands.
Rúnar stundaði ýmis sum-
arstörf og störf með skólanámi.
Hann starfaði m.a. í bakaríi, vann
á sambýli og var barþjónn um
skeið.
Rúnar hefur starfað við Forn-
leifastofnun Íslands með hléum
frá 2003. Hann var verkefnastjóri
hjá Háskólanum á Akureyri í eitt
ár, frá 2007-8, og hef-
ur verið stundakennari
við Háskóla Íslands frá
2005.
Rúnar starfaði með
ungliðahreyfingu
Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs í
Reykjavík um skeið.
Fjölskylda
Eiginkona Rúnars er
Brynhildur Þórðardóttir, f. 10.3.
1979, fata- og textílhönnuður.
Bræður Rúnars eru Skarphéð-
inn Leifsson, f. 18.12. 1967, starfs-
maður hjá Norðlenska á Akur-
eyri; Ægir Örn Leifsson, f. 24.7.
1975, hugbúnaðarverkfræðingur
í Hafnarfirði.
Foreldrar Rúnars eru Leif-
ur Eyfjöð Ægisson, f. 16.8. 1945,
starfsmaður hjá Norðlenska á
Akureyri, og Guðrún Valgerður
Skarphéðinsdóttir, f. 27.6. 1948,
húsmóðir á Akureyri.
sædís Björk Þórðardóttir
matreiðslumaður og heimilisfræðikennari
rúnar Leifsson
fornleifafræðingur og doktorsnemi
„Ég ætla bara að bjóða vinum og
vandamönnum í léttar veitingar,“
segir Ingibjörg Erna Arnardóttir sem
fagnar þeim áfanga í dag að vera
orðin þrítug. „Þetta eru bara nán-
ustu vinir og ættingjar. Ég verð með
opið hús frá miðjum degi og fram
eftir.“
Ingibjörg er komin á steypir-
inn og er því heima þessa dagana
en hún er búsett í höfuðborginni.
Hún hefur þess vegna ekki í hyggju
að hafa annað og stærra gigg ein-
hverja helgina á næstunni. „Maður-
inn minn ætlar aftur á móti að gera
eitthvað „surprise“ fyrir mig á laug-
ardaginn,“ segir Ingibjörg og ekki
laust við að greina megi töluverða
tilhlökkun í röddinni.
Ingibjörg kveðst vera mikið af-
mælisbarn og gera sér því einhvern
dagamun á hverju ári þegar 6. nóv-
ember rennur upp. Og á síðasta
„stórafmæli“ hennar, þegar Ingi-
björg varð tvítug, var heldur betur
slett úr klaufunum. „Þá var leigður
VIP-salurinn á gamla Astró og hald-
ið upp á þetta með pompi og prakt.
Blærinn á þessu núna er aðeins
öðruvísi út af aðstæðunum,“ segir
Ingibjörg og hlær.
Aðspurð hvort Ingibjörg hafi
sett sér einhver markið í fyrndinni
sem hún vildi hafa náð fyrir þrítugt
kannast hún við það. „Ég ætlaði að
vera búin að mennta mig, og það
hefur tekist,“ segir Ingibjörg en hún
er viðskiptafræðingur. „Og ég ætl-
aði að vera búin að eignast börn, og
það hefur tekist, þannig að þetta er
allt á „skedjúl“,“ segir hún létt í lund
en Ingibjörg á tveggja ára gamlan
strák.
40 ára í dag 30 ára í dag
Ingibjörg Erna Arnardóttir er þrítug í dag:
MarkMiðunuM náð fyrir tíMaMótin
Ingibjörg Erna Arnardóttir
hæstánægð með að vera orðin þrítug.