Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 33
fimmtudagur 6. nóvember 2008 33Sport Sport FH HeFur montréttinn fH-ingar lögðu Hauka, 29-28 í slagnum um Hafnarfjörðinn í n1-deildinni í handknattleik í gærkvöldi. fullt var út úr dyrum í Kaplakrika en ríflega 2.500 manns mættu á þenn-an nágrannaslag. Haukar voru með tögl og hagldir á leiknum í fyrri hálfleik og leiddu eftir hann, 17-13. Í síðari hálfleik tókst fH að jafna og voru lokamínúturnar æsipennandi. nýliðinn í landsliðinu, aron Pálmarsson, varð hetjan undir lokin þegar hann skoraði sigurmarkið fyrir fH og stal boltanum af Haukum í þeirra síðustu sókn. Hann var einnig marka-hæstur fH með 10 mörk. Meistaradeildin e-riÐiLL Celtic - Man. United 1–1 1-0 Scott McDonald (13.), 1-1 Ryan Giggs (84.). Álaborg - Villareal 2–2 0-1 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Jeppe Curth (54.), 0-2 Guillermo Franco (75.), 2-2 Anders Due (81.). StaÐan Lið L u J t m St 1. man. utd 4 2 2 0 7:1 8 2. villareal 4 2 2 0 9:5 8 3. Celtic 4 0 2 2 1:5 2 4. Álaborg 4 0 2 2 5:11 2 F-riÐiLL Fiorentina - Bayern Munchen 1–1 1-0 Adrian Mutu (10.), 1-1 Tim Borowski (78.). Lyon - Steaua Búkarest 2–0 1-0 Juninho (44.), 2-0 Anthony Reveillere (89.) StaÐan Lið L u J t m St 1. Lyon 4 2 2 0 10:6 8 2. bayern m. 4 2 2 0 6:2 8 3. fiorentina 4 0 3 1 3:6 3 4. Steaua b. 4 0 1 3 3:8 1 G-riÐiLL Dynamo Kíev - Porto 1–2 1-0 Artem Milevskiy (21.), 1-1 Rolando (69.), 1-2 Lucho González (90.). Arsenal - Fenerbache 0–0 StaÐan Lið L u J t m St 1. arsenal 4 2 2 0 10:3 8 2. Porto 4 2 0 2 5:7 6 3. dyn. Kiev 4 1 2 1 3:3 5 4. fenerbache 4 0 2 2 3:8 2 H-riÐiLL BATE Borisov - Zenit St. Pétursborg 0–2 0-1 Pavel Pogrebnyak (34.), 0-2 Danny (90.). Real Madrid - Juventus 0–2 0-1 Alessandro Del Piero (17.), 0-2 Alessandro Del Piero (67.). StaÐan Lið L u J t m St 1. Juventus 4 3 1 0 7:3 10 2. real m. 4 2 0 2 5:5 6 3. Zenit 4 1 1 2 4:4 4 4. bate 4 0 2 2 3:7 2 n1-deild karla FH - Haukar 29–28 Mörk FH: Aron Pálmarsson 10, Guðmundur Pedersen 6/3, Hjörtur Hinriksson 3, Ólafur Guðmundsson 3, Sigurður Ágústsson 2, Jón Helgi Jónsson 2, Sigursteinn Arndal 2, Ásbjörn Friðriksson 1. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 9/3, Andri Stefan 6, Einar Örn Jónsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Gísli Jón Þórisson 2, Gunnar Berg Viktorsson 2, Freyr Brynjarsson 1, Pétur Pálsson 1. StaÐan Lið L u J t m St 1. fH 7 4 2 1 208:199 10 2. akureyri 6 4 0 2 158:153 8 3. valur 6 3 2 1 171:148 8 4. fram 5 3 1 1 139:130 7 5. HK 6 3 0 3 156:166 6 6. Haukar 7 3 0 34 196:188 6 7. Stjarnan 5 1 1 3 120:131 3 8. víkingur 6 0 0 6 156:189 0 ÚRSLIT VERÐHRUN Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð frá kr.6.900,- Seinni hluti orustunnar um Bretland var háður í Skotlandi, þegar Glasgow Celtic tók á móti Manchester Unit- ed. Alex Ferguson taldi sig geta haft þá Rooney og Berbatov á bekknum og gefið Van der Sar frí til þess að hvíla þá fyrir stórleikinn gegn Arsen- al á laugardaginn. Hann kann þó að hafa séð eftir þeirri ákvörðun fram undir lok leiksins þar sem allt leit út fyrir að baráttuglaðir landar Skotans myndu ná að leggja United að velli. Skotarnir skora Það hefur löngum sýnt sig að það er ekki nóg að vera betra liðið á vell- inum og vera meira með boltann. United sótti linnulítið í fyrri hálfleik en heimamenn vörðust vel, dyggi- lega studdir af brjáluðum stuðning- mönnum þeirra. Skotarnir reyndu að nýta sín tækifæri með gagnsókn- um og á 13. mínútu skilaði ein slík marki. Scott McDonald tók eftir því að lærisveinn Van der Sar, Ben Fost- er, stóð framarlega í markinu og með hnitmiðuðu skoti skoraði Skotinn gott mark og heimamenn brjáluð- ust. Gamli góði Giggs Í seinni hálfleik komu Berbat- ov og Rooney inn á og ekki minnk- aði sóknarþungi gestanna við það. Þegar marktilraunir United voru komnar á þriðja tuginn, skammt til leiksloka og Celtic farið að eygja glæstan sigur, þá fylgdi Ryan Giggs eftir hörkuskoti frá Ronaldo og skor- aði jöfnunarmarkið á 84. múnútu. Lengi lifir í glæðum Walesverjans knáa. Gestirnir voru svo nálægt því að klára dæmið í blálokin þegar Ber- batov fékk dauðafæri við markteig en brenndi af á óskiljanlegan hátt. andvana dauðafæri Arsenal tók á móti Fenerbahce á Emirates. Reiknað var með örugg- um sigri Arsenal og allt leit út fyrir að svo yrði eftir að Robin van Persie hafði fengið þrjú dauðafæri á fyrstu 20 mínútunum. Þar á meðal var skot í slána en markmaður Tyrkjanna og maður leiksins, Volkan Demirel, sá við honum í hin skiptin. Tyrkneska liðið, sem stillti ekki upp eiginleg- um sóknarmanni í leiknum, náði lít- ið sem ekkert að ógna marki heima- manna fyrir utan einstaka langskot. Arsenal var eins og oft áður með yf- irburði á vellinum og hélt boltanum 63% af leiktímanum en allt kom fyr- ir ekki. Ekkert af 17 marktilraunum Arsenal endaði í markinu og því mar- kalaust jafntefli niðurstaðan, sem teljast verða þriðju vonbrigði liðsins á einni viku. Ekki alveg veganestið sem Wenger vill fá í leikinn á móti Englandsmeisturunum á laugardag- inn. Arsenal er samt sem áður efst í G-riðli með 8 stig og ætti að komast auðveldlega áfram upp úr riðlinum. magnaður Del Piero Juventus heimsótti stjörnum prýtt lið Real Madrid á Bernabeau. Heimamenn voru ívið sterkari í leiknum, héldu boltanum vel, en náðu ekki að ógna marki Juventus að neinu ráði. Gestirnir, sem voru vel skipulagðir í leik sínum, áttu líka sínar sóknir og á 17. mínútu skoraði ítalska „undrið“ Alessandro Del Piero gull af marki með glæsi- legu skoti. Heimamenn reyndu að svara en fyrir sig en gerðu sig seka eins og oft áður um að klappa bolt- anum fullmikið án þess að úr því kæmi neitt af viti. Í seinni hálfleik var svipuð saga. Real Madrid með boltann og Juventus varðist vel. Það var svo Del Piero sjálfur sem tryggði sér fyrirsagnirnar á Ítalíu með stór- glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu. Staðan orðin 0-2 og þar við sat. Glæsilegur útisigur hjá drengj- um Ranieris. Skottæknin hjá leik- manninum er í hæsta gæðaflokki og í þessum leik sýndi hann og sann- aði að hann er einn af bestu skot- mönnum Meistaradeildarinnar þótt „háaldraður“ sé. Meistaradeildin: Þegar sömu lið léku saman í 3. umferðinni var markamet Meistara- deildarinnar í hættu. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi. Leikmenn ensku liðanna lentu í kröppum dansi líkt og kollegar þeirra kvöldið áður. SEINNA STRÍÐIÐ JAFNT Sveinn waaGe blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Gamli góði ryan giggs fagnar jöfnunarmarki sínu með félögum sínum í manchester united

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.