Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 16
fimmtudagur 6. nóvember 200816 Vesturland „Það taka allir skólar bæjarins þátt í hátíðinni, allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla,“ segir Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranes- stofu og skipuleggjandi menningar- og lista- hátíðarinnar Vökudaga sem nú standa yfir á Akranesi. Vökudagar, sem haldnir eru á hverju ári og standa yfir í rúma viku, eru að verða ein stærsta hátíðin sem haldin er á Vesturlandi ár hvert. „Það er fólk á öllum aldri úr öllum stétt- um sem undirbýr sína aðkomu að hátíðinni sem hefur aldrei verið jafnstór og í ár.“ BæjarBúar þátttakendur Þátttakendur hátíðarinnar eru langflest- ir bæjarbúar og er það, að sögn Tómasar, ein forsenda þess að hægt sé að gera hátíðina svo glæsilega. „Þó að það sé mikilvægt að vera með fjölbreytta dagskrá og fá sem flesta til að koma og taka þátt þá erum við líka að byggja upp grasrótarstarf og búa til grunn fyrir hátíð hér á Akranesi. Leikskólarnir eru til dæmis með ljósmyndasýningu, kennarar í grunnskólan- um með myndlistarsýningu og eldri borgarar eru meira að segja með sitt innlegg. Fólk tekur meira að segja þátt í fleiri en einum atburði. Mikil aðsókn Tómas segir aðsóknina gríðarlega og fullt sé á nánast flesta dagskrárliði. Aðspurður hvort fólk komi úr öðrum landshlutum segir hann að talsvert sé um að fólk komi annars staðar frá. „Það komu margir hingað um síðustu helgi í tengslum við djass- og blúshátíðina. Sú hátíð gekk mjög vel og var mikill metnaður lagður í umgjörðina. Landsliðið okkar í músík steig þarna á svið og það gekk mjög vel,“ segir Tóm- as. Hátíðin hefur nú staðið yfir í eina viku og margt verið í boði. Að auki standa yfir alla há- tíðina hinar ýmsu listasýningar víðs vegar um bæinn, tónlistarhátíðir, kaffisamsæti og hátíð- arguðþjónustur. Enn er þó nóg eftir því hátíð- in mun standa fram á næstkomandi sunnudag. Fram undan eru tveir stórir atburðir. stórviðBurðir fraM undan „Það má segja að það séu tveir hápunktar á hátíðinni á fimmtudeginum og föstudegin- um. Annars vegar er verið að frumsýna söng- leikinn Vítahring sem byggður er á bók eftir Kristínu Steinsdóttur. Það eru elstu krakkarn- ir úr Grundaskóla sem setja hana upp. Kenn- ararnir semja alla músíkina og diskur mun verða gefinn út í kjölfarið. Hitt atriðið eru tónleikar með Herði Torfa og Þjóðlagasveit- inni en þeir verða á föstudaginn í Tónbergi. Í Þjóðlagasveitinni eru 17 stelpur á aldrin- um 12 til 17 ára sem spila á fiðlu og hefur hún vakið mikla athygli hér á landi og erlendis,“ segir Tómas. Vinsælir Vökudagar á Akranesi Það sem ber hæst á Vesturlandi um þessar mundir eru svokallaðir Vökudagar á Akranesi. Dagskráin, sem aldrei hefur verið jafnumfangsmikil og nú, ber með sér blómlegt menningarlíf á Akranesi og segir Tómas Guðmunds- son, verkefnastjóri Akranesstofu, að fleiri hundruð manns mæti á menningartengda viðburði frá degi til dags. Frá Opnunarhátíð Vökudaga Opnunarhátíðin fór fram í Hafbjargarhúsi á breið. menningarverðlaun akraness 2008 voru afhent, sýningin Skagalist 08 var opnuð, nýjar kynningarstuttmyndir voru frumsýndar auk þess sem boðið var upp á tónlistaratriði frá nemendum tónlistarskólans á akranesi. Þá voru flutt brot úr vítahringnum og Skáldum á Skaga. Menningarverðlaun Akranesbæjar Kristján Kristjánsson tekur við verðlaunum fyrir hönd bókaútgáf- unnar uppheima en hún hlaut menningarverðlaunin. Upplestur í Kirkjuhvoli 7 kennarar úr brekkubæjar- skóla héldu listasýningu í Kirkjuhvoli. Sýningin er opin alla daga á meðan á hátíðinni stendur. Tónlistarkeppni FVA tónlistarkeppni var haldin síðasta föstudag og komu sex hljómsveit- ir fram. Kynnar voru frosti og máni á X-inu. Opnun listasýningar á Dvalarheimilinu Höfða mikið var um dýrðir á Höfða föstudaginn síðasta en þar voru þrjár sýningar opnaðar. Steini í dúmbó og Steina söng fyrir dvalargesti auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar. Það sem auga mitt sér nemendur úr leikskólanum garðaseli tóku ljósmyndir af því sem vakti áhuga þeirra. Sýningin fer fram á afgreiðsluhæð Sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar akraness, bónus, apótekinu og fleiri stöðum. Vítahringur tveir af leikendum í söngleiknum vítahringur sem frumsýndur verður á fimmtu- deginum 6. nóvember í bíóhöllinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.