Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 38
fimmtudagur 6. nóvember 200838 Fólkið
Dr. Gunni heldur áfram að koma
með góð kreppuráð til lesenda á
bloggsíðu sinni. Fyrir atvinnulausa
mælir hann nú með því að þeir gangi
í Vinstriheyfinguna - grænt framboð.
Sjálfur gekk Doktorinn í flokkinn fyr-
ir skemmstu og segir tölvupósta frá
flokknum flæða inn. „Allskonar gigg
sem manni stendur til boða að mæta
á, stundum matur og allt í boði. Svo
í staðinn fyrir að veltast um í sjálfs-
meðaumkun og peningaáhyggjum í
atvinnuleysinu er bara að skella sér
í VG og éta súpu og hlusta á röfl um
málefni,“ segir Dr. Gunni á blogginu
sínu, skynsamur að vanda.
Í nýjasta tímariti Séð og heyrt sem
kemur út í dag er talað við eigin-
konu Bjarna Ármannssonar, Helgu
Sverrisdóttur hjúkrunarfræðing,
sem fagnar fertugsafmæli á næstu
dögum. Bjarni er þar sagður fljúga
heim frá Noregi til að fagna með
eiginkonunni og nánustu vinum og
vandamönnum. Helga tekur fram
að veislan verði frekar látlaus. Jak-
ob Frímann Magnússon, tónlistar-
maður með meiru, segir Stuðmenn
ekki bókaða í afmælisveisluna.
„Það væri dálítið 2007,“ segir Jakob
í samtali við Séð og heyrt. Stuð-
menn eru ein uppáhaldssveit
bankastjórans fyrrverandi.
Svo 2007
700 erlendir
eve-Spilarar
„Þetta er í fimmta skipti sem við
höldum FanFestið en það hefur
stækkað með hverju árinu og nú
erum við að halda það í Laugar-
dalshöllinni í annað skipti,“ seg-
ir Elísabet Grétarsdóttir, mark-
aðsstjóri fyrir Evrópumarkað
hjá íslenska tölvuleikjarisanum
CCP.
„Tilgangurinn er bæði fyr-
ir spilarana að hitta hver ann-
an sem getur oft orðið mjög
skemmtilegt þar sem þeir eru
kannski búnir að vera að tala
saman og spila saman á hverj-
um degi en hafa ekki hist fyrr en
hérna og til að hitta okkur sem
störfum hjá CCP og fræðast um
það sem er að gerast næsta árið
hjá okkur,“ segir Elísabet. Sjálf
hefur hún starfað hjá CCP frá
árinu 2006 en til marks um það
hversu ört vaxandi fyrirtækið er
var hún hundraðasti starfsmað-
urinn til að hefja störf hjá fyr-
irtækinu en nú tveimur árum
seinna eru þeir orðnir fjögur
hundruð.
„Í dag eru um tvö hundr-
uð og fimmtíu þúsund spilarar
sem spila EVE og borga fimmt-
án dollara á mánuði. Þetta eru
aðallega útlendingar sem eru að
spila en af þessum fjölda eru um
þúsund íslenskir spilarar,“ segir
Elísabet sem sjálf spilar leikinn.
„Já, maður kemst nú ekki hjá
því að spila leikinn þegar mað-
ur vinnur hérna þótt maður
hafi klárlega ekki mikinn tíma
til þess þar sem vinnan gengur
fyrir.“
CCP styður við bakið á góð-
gerarsamtökunum Child’s
Play sem aðstoðar veik börn á
barnaspítölum um heim allan.
„Child’s Play reiðir sig á stuðn-
ing frá fyrirtækjum í leikjabrans-
anum og við höfum verið að
styrkja þau í mörg ár. Við höfum
meðal annars verið með þög-
ult uppboð á ýmsum hlutum
og uppátækjum tengdum EVE
Online í fjáröflunarskyni. Í ann-
að skiptið í ár buðum við upp
skoðunarferð um höfuðstöðvar
CCP og eins og í fyrra var það
spilari að nafni Bryan Haines,
fastagestur á FanFest, sem bauð
hæst, tvö þúsund dollara.“
Bryan er sjálfur bundinn við
hjólastól sem stöðvar hann ekki
í að mæta til Íslands og hitta fé-
laga sína úr leiknum. „Hann er
með vöðvarýrnum og er í hjóla-
stól og svo hefur hann sjálf-
ur verið að styrkja Child’s Play
undanfarin ár og finnst þetta
bara tilvalið tækifæri til að slá
tvær flugur í einu höggi. Hann
er var hérna hjá okkur í skoð-
unarferð í gær þar sem Hilmar
framkvæmdastjóri sýndi hon-
um svæðið sem hefur stækkað
og breyst mikið frá því að Bryan
kom í fyrra.“
Á FanFestinu verður mikið
um skemmtilegar uppákomur
tengdar tölvuleiknum og verða
nýjungar í EVE Online kynntar
auk þess sem hér er á ferðinni
tilvalinn vettvangur fyrir spil-
ara leiksins að hitta meðspilara
sína annars staðar úr heimin-
um. FanFestið stendur yfir fram
á sunnudag og geta áhugasam-
ir mætt í Laugardalshöllina og
keypt sig inn á alla hátíðina fyrir
5.250 krónur.
krista@dv.is
Í dag hefst FanFest tölvuleiksins EVE Online hér á landi. Von er á sjö hundruð
erlendum gestum og spilurum leiksins gagngert til að hitta aðra spilara og fræð-
ast um það sem er á döfinni hjá EVE Online. Meðal fastagesta á FanFestinu er
Bryan Haines sem annað árið í röð bauð hæst í skoðunarferð um höfuðstöðvar
CCP úti á Granda, tvö þúsund dollara. Ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakanna
Child’s Play sem styrkja barnaspítala um heim allan.
Lagið Þú komst við hjartað í mér
sem Hjaltalín fékk að láni hjá Páli
Óskari sem fékk lagið frá Togga
sem upprunalega samdi það,
hefur nú enn einu sinni verið
fært í nýjan búning. Í þetta skipt-
ið var það gleðisveitin Retro Stef-
son sem tók lagið upp í heima-
húsi og skellti myndbandinu á
YouTube.
„Þetta kom nú bara þannig til
að Logi bróðir leysti Guðmund
Óskar, bassaleikara Hjaltalín, af í
þættinum Logi í beinni því Guð-
mundur Óskar var á tónleika-
ferðalagi. Logi kunni þess vegna
alveg lagið og við ákváðum að
taka þetta lag og covera. Þá erum
við í rauninni allir búnir að cov-
era hver annan,“ segir Unnsteinn
Manuel Stefánsson söngvari í
Retro Stefson. „Núna er þetta
eiginlega komið í hálfgerðan þrí-
hyrning þar sem Sprengjuhöllin
coveraði lagið okkar Medallion,
við coveruðum Þú komst við
hjartað í mér með Hjaltalín og
Hjaltalín coveraði Worrie till
Spring með Sprengjuhöllinni.“
Hann segir að lagið muni þó
ekki fara í frekari spilun og ekki
standi til hjá sveitinni að fara
að taka sína útgáfu af laginu á
tónleikum. „Nei, nei, þetta var
bara svona smágrín til að setja á
YouTube og verður bara þar.“
krista@dv.is
ÍSlenSkur hljómSveita-trekantur
Hljómsveitin Retro Stefson hefur nú sett sína útgáfu af Þú komst við hjartað í mér á YouTube:
Allir búnir að „kovera“ hver annan
unnsteinn segir að með þeirra útfærslu
á Þú komst við hjartað í mér sé búið að
mynda ákveðinn þríhyrning.
EVE OnlinE:
Súpa
Í boði vG
Fastagestur á FanFest bryan
Haines, fyrir miðju, bauð tvö þúsund
dollara í góðgerðarskyni í skoðunar-
ferð um höfuðstöðvar CCP á Íslandi.
Elísabet Grétarsdóttir, markaðs-
stjóri fyrir Evrópumarkað hjá
CCP að sögn elísabetar eru um tvö
hundruð og fimmtíu þúsund spilarar
að eve-tölvuleiknum í dag.
Hitta aðra spilara og spjalla við
starfsfólk um sjö hundruð erlendir
spilarar auk hundrað erlendra
blaðamanna koma til landsins vegna
árlegs fanfests eve Online.