Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 3
fimmtudagur 27. nóvember 2008 3Fréttir nauðgaði konu eftir sambandsslit í sms Kristinn Jens Kristinsson, fimmtugur Íslendingur, var dæmdur fyrir hrottalega nauðgun í Arviksand í Noregi. Hann áfrýjaði málinu sem í gær var síðan þingfest í lögmannsréttinum í Tromsö. Kristinn Jens var einnig fundinn sekur um brot á vopnalögum og fyrir að hafa ekið ökutæki undir áhrifum áfengis en hann var ölvað- ur þegar hann reyndi að stinga lögregluna af. Kristinn Jens Kristinsson var í mars á þessu ári dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir hrottalega nauðgun, brot á vopnalögum og ölvunarakstur. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu hundr- að þúsund norskar krónur eða tæp- ar tvær milljónir króna. Þá kemur einnig fram í dómnum að Kristinn Jens sé öryrki og fái 7.500 norskar krónur á mánuði vegna þess. Krist- inn Jens er ókvæntur, á fjögur upp- komin börn, eignalaus en skuldar sjö hundruð þúsund norskar krón- ur eða fjórtán milljónir íslenskra króna. Þá kemur einnig fram að hann hafi búið í Noregi undanfar- in ár. Nauðgunin átti sér stað í smá- bænum Arviksand í Noregi en þar búa um hundrað og fimmtíu manns. Kristinn var gestkomandi í húsi konu sem hann eitt sinn átti í ástarsambandi við. Konan grunaði hann hins vegar um framhjáhald og hafði bundið enda á sambandið í gegnum textaskilaboð einni viku fyrir ódæðið. Þau höfðu verið í sam- búð í eitt og hálft ár en konan hafði boðið Kristni Jens í heimsókn um- rætt kvöld. Jens tók ferju til Arvik- sand og tók með sér flösku af koní- aki og sex bjóra. Vissi um framhjáhald Kvöldið fór rólega af stað og lék Kristinn Jens meðal annars við hunda konunnar auk þess sem þau horfðu á sjónvarpið og spjölluðu saman. Í kringum miðnætti höfðu þau samfarir í svefnherbergi kon- unnar. Samkvæmt dómskjölum klæddu þau sig bæði eftir samfar- irnar, fóru úr svefnherberginu og héldu áfram að drekka. Konan taldi sig hafa nægar sann- anir fyrir því að Kristinn Jens væri að halda framhjá sér. Fyrir rétti kom fram að Kristinn Jens hafði búið til vefsíðu þar sem stóð að hann væri „fjörutíu ára og á lausu“ þrátt fyrir að vera í sambandi við konuna. Kristinn Jens bar fyrir dómi að konan hefði ráðist á hann þegar hann hefði sagt að það væri betra að stunda kynlíf með viðhaldinu. Dóminum þótti það hins vegar ekki trúverðugt. Þá mundi Kristinn Jens ekki eftir því hvað gerðist eftir það. Þóttist meðvitundarlaus Saga konunnar var af allt öðrum meiði. Konan segist hafa rætt við Kristin Jens um smokka sem hún fann á honum. Þau hefðu aldrei notað smokka í samförum og því hefði henni þótt það skrítið að finna smokka á honum. Þá reiddist Krist- inn Jens mjög og sló hana í gólf- ið. Því næst tók hann upp stól og fleygði honum svo hann brotnaði. Kristinn Jens tók bút af stólnum sem hafði brotnað af og hótaði konunni öllu illu. Hann bað hana að þegja en á meðan reyndi hún að skríða að útidyrahurðinni. Kristinn Jens dró hana þá aftur inn í stofu hússins. Konan reyndi að verja sig en Kristinn Jens hélt áfram að berja hana. Kristinn Jens sparkaði í bak hennar og kvið. Konan hélt á þessum tímapunkti að hún myndi deyja. Hún lék sig meðvitundarlausa í þeirri von að hann myndi hætta barsmíðunum. Það gerði Kristinn Jens hins vegar ekki. Barði og nauðgaði Kristinn Jens reyndi að ganga í skugga um það að konan væri meðvitundarlaus. Því næst klæddi hann konuna úr buxunum og hóf að nauðga henni. Á meðan hann nauðgaði konunni barði hann hana ítrekað í andlitið og kallaði hana hóru og píku. Nauðgunin átti sér stað á gólfinu í stofu hússins. Kon- an sagði að Kristinn Jens hefði um- turnast á nokkrum mínútum og að rödd hans hefði breyst. Þegar Kristinn Jens hafði lokið sér af fór hann inn á baðherbergi hússins. Konan hljóp þá út til ná- granna á bol einum fata. Samkvæmt áverkavottorði var konan illa farinn í andliti og á lík- ama. Dómnum þótti það hafið yfir allan vafa að Kristinn Jens hefði veitt konunni þessa áverka og að vitnisburður konunnar væri trú- verðugur. Eltingarleikur á leigubíl Lögreglan var kölluð til og mættu fjórir vopnaðir lögreglumenn á báti til Arviksand en það er eina samgönguleiðin í bænum. Þeir sáu Kristinn Jens keyra í burtu á bíl og hófu því lögreglumennirn- ir að elta hann. Lögreglan notað- ist við leigubíl í eltingarleiknum sem endaði eftir fjörutíu kíló- metra leið. Kristinn Jens var und- ir áhrifum áfengis og því ákærður og fundinn sekur um ölvunarakst- ur. Hann var því sviptur ökuleyfi í tvö ár. Við húsleit hjá Kristni Jens fundust tvær byssur í ólæstum skáp en samkvæmt norskum lög- um ber að læsa slík vopn inni í þar til gerðum byssuskápum og var hann því einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Kristinn Jens er annar Íslend- ingurinn, að því er vitað, sem fær dóm vegna ofbeldisverka í Noregi en DV fjallaði um barnaníðing- inn Ómar Ragnarsson í fyrradag. Ómar sat fyrir barni, grímuklædd- ur, vopnaður hnífi og reyndi að nauðga því. Kristinn Jens er nú í Tromsö þar sem áfrýjunin er tekin fyrir. Eftir því sem DV kemst næst er saksókn- ari þess fullviss að dómurinn verði staðfestur og jafnvel þyngdur. Atli Már GylfAson blaðamaður skrifar atli@dv.is Barði og sparkaði Kristinn Jens barði og sparkaði í konuna þegar hann réðst á hana og nauðgaði. Myndin Er sViðsEtt stjórnlaus reiði felldi formann áfall með bankana. Einhverjum mis- líkaði það,“ segir Valgerður sem vildi þó ekki fara nánar út í innihald tölvu- póstanna: „Ég get ekkert tjáð mig neitt frekar um þetta en kannast við að hafa fengið þetta bréf.“ DV hafði samband við Siv Frið- leifsdóttur, þingmann Framsóknar- flokksins, en hún er ein af þeim sem ekki hafa fengið tölvupóstana um- ræddu frá Jóni Sigurðssyni. Hún vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Þessir fengu tölvupóstinn: n valgerður Sverrisdóttir, núverandi formaður framsóknarflokksins n Páll magnússon, bæjarritari í Kópavogi gestur guðjónsson, situr í málefna nefnd flokksins n birkir Jón Jónsson, þingmaður framsóknarflokksins n magnús Stefánsson, þingmaður framsóknarflokksins n Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins n óskar bergsson, borgarfulltrúi framsóknarflokksins n Sævar Sigurgeirsson, gjaldkeri kjördæmaráðs framsóknarflokksins í reykjavík n Sigfús ingi Sigfússon, framkvæmda stjóri framsóknarflokksins í reykjavík n g. valdemar valdemarsson, formaður málefnanefndar flokksins n Helga Sigrún Harðardóttir, nýjasti þingmaður flokksins þegar bréfið er sent. „Þetta er per- sónulegt á milli okkar Guðna því hann tók þetta eitthvað til sín.“ lögmannsrétturinn Í noregi eru þrjú dómstig: þingréttur, lögmanns- réttur og hæstiréttur. mál Kristins Jens er nú fyrir lögmannsréttinum í tromsö þar sem hann áfrýjaði málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.