Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 28
fimmtudagur 27. nóvember 200828 Fókus Fyrirsögnin á þessum tölvuleikja- dómi hlýtur að gefa það í skyn að hér sé á ferðinni algjör snilld og sú er raunin. Mortal Kombat-serían er sá slagsmálaleikur sem kemst hvað næst því að vera trúarbrögð og því gátu aðdáendur seríunnar varla hald- ið vatni þegar það fréttist að snilling- arnir hjá DC Comics kæmu að gerð nýjasta leiksins. Vinahópurinn minn var engin undantekning. Fyrir ykk- ur hin sem vitið ekki um hvað MK- leikirnir snúast eru þetta slagsmál með tilheyrandi takkaslætti. Ef það er gert á einhvern ákveðinn hátt beit- ir persónan brögðum en allar hafa sína sérstöðu. Súperman getur til að mynda brennt andstæðinga sína með rauðum augum sínum og Sub- Zero getur fryst sína andstæðinga og síðan kýlt þá í litla klakamola. Í leiknum eru tuttugu og tvær frægar ofurhetjur og skúrkar úr bæði MK-heiminum og DC Comics. Þar af eru tvær ofurhetjur læstar þangað til þú klárar ákveðin borð í „sóló“-hluta leiksins. Meðal persóna eru Baraka, Bat- man, Captain Marvel, The Flash, The Joker, Scorpion, Raiden, Liu Kang, Kano og Jax - sem sagt rjóminn af þeim skemmtilegustu. Samt finnst mér vanta menn á borð við Kung Lao, Johnny Cage og Cyrax en það tengist söguþræði gömlu leikjanna. Johnny Cage átti til dæmis að hafa dáið í MK3. Töluverðar nýjungar eru í leikn- um. Nú geta leikmenn slegist í loft- inu en það gerist þegar annar aðilinn kastar hinum yfir brúnina á leikvell- inum. Þá falla menn til jarðar en sá sem nær flestum höggum (fljótastur að ýta á þá takka sem birtast á skján- um) endar ofan á hinum þegar á jörðina er komið og veldur því mesta skaðanum. Þá er einnig hægt að fara í „close combat“ en þá er slegist í nærmynd. Á vissum bardagavöllum er einn- ig hægt að hlaupa með andstæðing sinn í gegnum veggjaröð en þá þarf að ýta á alla takkana og er skaðinn mældur í því. Rage Mode er líka nýtt en þá verð- ur persónan gul að lit. Persóna í Rage Mode veldur miklu meiri skaða og er nánast ónæm fyrir öðrum höggum á meðan. Í leiknum er mælistika en við hvert högg sem þú færð fyllist á mæl- inn. Á endanum fyllist hann og þá „búmm“ - þú ert orðinn gulur og get- ur svarað fyrir þig. Grafíkin er mjög skemmtileg, þrívíddarglans án þess þó að tapa þessu sérstaka útliti sem MK-leikirnir hafa. Í heildina litið er Mortal Kombat hin fínasta skemmtun. Fyrir aðdá- endur seríunnar, eins og mig, er leik- urinn algjört „must buy“. Atli Már Gylfason á f i m m t u d e g i Hvað heitir lagið? „fingur mínir halda áfram að smella í takt við hjartslátt minn.“ Bryndís scHram, KafKa og Hallgrímur Lesið verður úr fimm nýjum bókum á Te & kaffi á annarri hæð bókabúð- ar Máls og menningar við Laugaveg klukkan 20 í kvöld. Bryndís Schram les úr ævisögu sinni Í sól og skugga, fulltrúi Forlagsins les úr bók Kristj- önu Friðbjörnsdóttur, Fjóla Fífils – Lausnargjaldinu, Erla Bolladóttir lesa úr ævisögu sinni Erla, góða Erla, Ástráður Eysteinsson les úr þýðingu sinni á Bréfi til föðurins eftir Franz Kafka og að lokum les Hallgrímur Helgason úr nýrri skáldsögu sinni, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp. Bækurnar verða allar með tuttugu prósenta afslætti meðan á upplestri stendur. tvísKinna davíðs Út er komin bókin Tvískinna eftir Davíð A. Stefánsson með myndum eftir Hugleik Dagsson. Bókin er um hlutverk tungumáls og táknfræði í samfélaginu. Ótal texta- og myndskilaboð dynja á okkur daglega og oft er erfitt að greina bullið frá ruglinu, að því er segir í tilkynningu, enda meltum við skilaboðin bæði meðvitað og ómeðvitað. Hér er meðal annars leitað fanga í auglýsingum, kvik- myndum, ljóðum og misfyndn- um glærusýningum til að gramsa í undirdjúpum tungumálsins. Bókin hefur þegar verið tekin til kennslu í íslensku og lífsleikni í nokkrum grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Nykur gefur út. leitin Hefst á ný Aðventusýning Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, fer nú á fjalirnar fjórða árið í röð. Fyrsta sýning verð- ur núna á laugardaginn en sýnt er allar helgar á aðventunni. Höfundur verksins er Þorvaldur Þorsteinsson en tónlistina semur Árni Egilsson. Tveir skrýtnir og skemmtilegir ná- ungar, Raunar og Reyndar, taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng vítt og breitt um leikhúsið. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðs- son og leikarar eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. s B-Zero súperman Það er ótrúlegt hvað hönnuðum og hugsuðum í heimi tölvuleikj- anna hefur tekist að framkvæma. Fallout 3 er enn eitt dæmið um að afþreying hafi náð einhverskonar fullkomnun með þriðju kynslóð leikjatölva. Um er að ræða hlut- verkaleik, með skotleikjaívafi, ekki ósvipaður The Elder Scrolls: Obli- vion. Þessi gerist árið 2277, þrjátíu árum eftir að leikur tvö kláraðist og tvö hundruð árum eftir að kjarn- orkustríð kaffærði heiminum. Sagan í leiknum er margslung- in og í raun óþarfi að útlista henni hér. Það eina sem fólk þarf að vita um dæmið er að söguhetjan þarf að leggja á djúp kjarnorkuauðnar- innar í leit að föður sínum. Auðn- in sjálf, rústir Washington D.C., er næstum endalaus. Borgir, bæir, rústir, persónur. Allar eru þær mis- munandi og vilja gefa þér verkefni, upplýsingar eða eitthvað því um líkt. Frelsið í leiknum og valmögu- leikarnir opna svo nýjar víddir upp á gátt. Allt hefur áhrif, hvort sem það er hegðun, svör við spurning- um, eða kostir sem maður hefur valið sér. Það virðast vera þúsund leiðir til að komast að endalokum leiks- ins þó varla sé það rétt. Grafíkin í leiknum er bæði vond og góð. Hins vegar koma fyrir leiðinda hikst og hik, sem eiga ekki að viðgangast í leikjum af þessari stærð. Þó mætti færa rök fyrir því að svona hikst sé nauðsynlegt, einfaldlega til þess að maður gleymi því örugglega ekki að um sé að ræða tölvuleik. Skotkerfið í leiknum er rosalega flott. Bardagar geta verið erfiðir, þar sem skotvopn eyðileggjast eftir lítið hnjask og ei- líf vöntun virðist vera á skotfærum. Óvinir, bandamenn, ógurleg flóra af allkyns vinum og vættum. Fallout 3 er æðislegur leikur, að minnsta kosti fyrir þá sem vilja fá eitthvað meira en hefðbundna út- rás við spilun. En fyrir þá sem lesa rýni eins og þessa til að auðvelda sér jólainnkaupin þá er Fallout 3 alls ekki ætlaður yngri spilurum, innihald hans er einfaldlega ætl- að þeim eldri. Það væri óskandi ef hægt væri að sýna þeirri leiðu og brúnaþungu kynslóð sem ól mig í heiminn galdurinn og töfrana á bakvið tölvuleiki eins og Fallout 3. Hér er eitthvað massíft á ferðinni, sublime-upplifun, eins og þegar maðurinn stendur frammi fyrir óg- vænlegri fegurð náttúrunnar. Nema í þessu tilviki er það tæknin sem ber mann ofurliði. Dóri DNA ógnvænleg fegurð tölvuleikja Svar: Jungle Drum með Emilíönu Torrini vs tölvuleikir Mortal KoMbat Tegund: Slagsmálaleikur Spilast á: PS3 - X360 tölvuleikir FalloUt3 Tegund: Hlutverka-/ævintýra-/skotleikur Spilast á: PS3 - X360 - PC Massíft „Hér er eitthvað massíft á ferðinni, sublime-upplifun“ Trúarbrögð mortal Kombat-serían er sá slagsmálaleikur sem kemst hvað næst því að vera trúarbrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.