Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 21
Fréttir Yfirmaður rannsóknar á hvarfi Madeleine ómyrkur í máli. Segir foreldra vera ábyrga Goncalo Amaral, sem fór fyrir rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann, er sannfærður um að Mad- eleine hafi dáið í íbúðinni sem fjöl- skylda hennar bjó í í Portúgal þegar hún hvarf. Þetta sagði Amaral í við- tali við danska dagblaðið Ekstrablad- et. Goncalo Amaral leiddi rannsókn- ina til 2. október á síðasta ári en var þá settur af vegna þess að talið var að rannsóknin væri komin í strand. Hann sagði upp í portúgölsku lög- reglunni í byrjun júlí til að geta nýtt sér tjáningarfrelsi vegna málsins. Síðan þá hefur hann notað tímann til að skrifa bók um rannsókn málsins. Amaral fer ekki í grafgötur með þá skoðun sína að foreldrar Madeleine hefðu átt að sæta ítarlegri rannsókn þegar þau höfðu stöðu grunaðra í málinu. Hann segist vera áttatíu pró- sent viss um að foreldrarnir hafi ver- ið viðriðnir hvarf stúlkunnar. Að sögn Goncalo voru foreldrar Madeleine ekki endilega valdir að dauða hennar en báru engu að síður ábyrgð á því að börn þeirra voru skil- in eftir eftirlitslaus. Í bók sinni skrifar Goncalo um hvarf Madeleine og rannsókn máls- ins. Bókin heitir Maddie – sann- leikurinn um lygina. Í bókinni telur hann upp það sem hann telur vera vísbendingar um aðild hjónanna. Til dæmis nefnir hann írska fjölskyldu á sumarleyfisstaðnum sem sá föður Madeleine fara úr íbúðinni með litla stúlku á handleggnum kvöldið sem Madeleine hvarf. Talið er að Amaral muni fá fjölda lögfræðinga á bakið vegna útgáfu bókarinnar en hann telur að ónafn- greindir menn innan raða lögregl- unnar og ákæruvaldsins hafi viljað loka málinu vegna þess ósættis sem upp kom á milli bresku og portúg- ölsku lögreglunnar. Foreldrar og börn Foreldrar Madeleine höfðu um tíma stöðu grunaðra. VESTURRjúpnaskot í VesturröstRemington og Winchester Plastmódel í miklu úrvali Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.