Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 27. nóvember 200816 Bækur Mannkynssaga – uppsláttarrit Fátt er jafnheillandi og skemmtilegt og saga mannkyns- ins og má þá einu gilda, hvort litið er til sögunnar í heild eða einstakra tímabila eða atburða. Alltaf má finna nýj- an fróðleik og nýja vitneskju og velta annarri eldri fyrir sér, skoða mál frá nýjum og nýjum hliðum. Sumir þeirra sem hafa sökkt sér niður í söguna hafa ekki orðið samir eftir og sögugrúskið hefur fylgt mörgum ævilangt, orðið að ástríðu. Í þeim hópi er höfundur þessara lína og þyk- ist bæði sæll og stoltur af. Hinir fjölmörgu áhugamenn um sögu og sögulegan fróðleik víða um heim eru bæði kröfuharðir og vand- fýsnir og þurfa sífellt nýjan fróðleik eða annan eldri framreiddan á nýjan hátt. Höfundar og útgefendur reyna að koma til móts við þessar kröfur og nú um stundir er meira gefið út um sögulegt efni á Vesturlöndum en um nokkurn annan efnisflokk. Margir góðir menn og konur hafa á öllum öldum tek- ið sér fyrir hendur að skrifa um sögu mannkynsins frá upphafi og fram á sína daga. Aðferðirnar eru margvís- legar og hafa löngum ráðist af kröfum lesenda á hverj- um tíma. Sumir hafa skrifað söguna í mörgum bind- um og hlotið lof fyrir, eins og t.d. Carl gamli Grimberg á liðinni öld, aðrir hafa samið yfirlitsverk í einu bindi, þar sem frásögnin hefst á upphafi manns og menningar og lýkur á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Enn aðrir hafa tekið saman uppsláttarverk og þannig mætti áfram telja. Aðferðirnar og afurðirnar eru nærri því jafnmargar og höfundarnir. Bókin sem hér er til umfjöllunar er með nokkuð öðru sniði en ég minnist að hafa áður séð. Hún fjallar um gjörvalla sögu mannkynsins, frá upphafi til okkar daga, og er í senn lestrarbók og uppflettirit. Efninu er þannig skipað að lesendur geta sjálfir valið hvort þeir vilja lesa bókina frá fyrstu síðu til hinnar síðustu eða fletta upp á einstökum efnisþáttum. Efnisyfirlit er með þeim hætti að þeir, sem velja síðarnefndu aðferðina, eru fljótir að finna það sem þeir leita að. Allt efni bókarinnar er skýrt og vel sett fram. Hún hefur að geyma gífurlegan fróðleik og er prýdd miklum fjölda mynda, sem margar segja mikla sögu. Myndatextar eru og góðir og bæta oft miklu við meginmál. Þá er það að minni hyggju kostur við þessa bók að hún er þýsk að uppruna og höfundarnir þýskir fræðimenn. Af því leiðir að sjónarhornið er víðara og ekki jafnleiðinlega engilsaxneskt og oft vill brenna við í breskum og amerískum söguritum, sem algengust eru á markaði hérlendis. Hér er t.d. fjallað allrækilega um sögu annarra heimsálfa en Evrópu og Norður-Ameríku og ýmis minni ríki í sunnan- og austanverðri Evrópu fá viðlíka umfjöllun og hin stærri. Sjálfur hefði ég þó kosið meira efni um Norðurlöndin og lítið sem ekkert segir af Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Allur frágangur bókarinnar er vandaður og falleg- ur og ekkert hef ég við þýðinguna að athuga. Þýðendur eru margir og vel hefur tekist að samræma texta þeirra. Hinu er hins vegar ekki að neita, að á stundum bregð- ur fyrir sérviskulegri stafsetningu, sem helst minnir á Fjölnismenn. Þannig kann ég illa við ritháttinn „Tjíle“ í stað Chile og tel hann vart til annars fallinn en að rugla lesendur í ríminu. Er þó varla ástæða til að rugla land- ann í stafsetningu. Að minni hyggju er mikill og góður fengur að þessari glæsilegu bók og full ástæða til að óska aðstandendum hennar til hamingju með góðan árangur og vel unnið verk. Jón Þ. Þór Sagan heillar Illugi Jökulsson, ritstjóri Sögu mannsins Bókin er með nokkuð öðru sniði en gagnrýnandi minnist að hafa áður séð. MYND RÓBERT REYNISSON Minningabók Strákurinn okkar í Bagdad Hvað gerir ungur Íslendingur sem þarf að redda fjármálunum með hraði? Börkur Gunnarsson fékk sér ekki teinótt jakkaföt og sótti um vinnu í banka. Hann sótti um inngöngu í íslenska herinn, fékk brakandi mæjors- úniform og var sendur til Bagd- ad. Sem talsmaður Nató, hvorki meira né minna. Hann var sam- anlagður liðsafli okkar í Írak. Áður en lengra er hald- ið. Þetta er ekki bók um stríð- ið í Írak. Þetta er ekki bók um ástandið í Írak meðan Börkur mæjor var þar. Sögusviðið fer tæpast út fyrir það rammgerða vígi sem var aðsetur hinnar örsmáu herdeildar Nató. Börkur minnist á það í aukasetn- ingu að hann hafi verið viðstaddur réttarhöldin yfir Saddam Hússein, en þykir það greinilega ekki í frásögur færandi. Þetta er fyrst og fremst angistarfull skemmtibók. Angistin snýst um stúlkuna sem Börkur elskar. Hún er á Íslandi og finnst þunnur þrettándi að eiga kærasta sem er fastur í fjarlægu stríði, jafnvel þótt tilgangurinn sé göfugur: að borga skuldir. Hún ýmist elskar hann eða elskar hann alls ekki, elskar hann. Jafnvel héluð hjörtu hljóta að hrærast til samúðar með sögu- hetjunni. En mestanpart er þetta skemmtifrásögn þar sem Börkur gerir stólpagrín að öllum og öllu – einkum sjálfum sér. Við fáum innsýn í það hvernig hern- aðarvél virkar (virkar ekki) og kynnumst sæg af borðalögðum stertimenn- um, sem fæst eru traustvekjandi, svo vægt sé að orði kveðið. Stíll Barkar er fljúgandi hraður og lipur, hann hefur auga fyrir hinu spaugilega og fáránlega og er algerlega ósmeykur við að gera stólpagrín að sjálfum sér. Þetta er einhverskonar rammíslenskt sambland af Catch 22 og Góða dátanum Svjek, saga um ungan og glaðbeittan pilt úr Garðabæ sem allt í einu er orðinn tannhjól í stríðsvél, án þess að passa á sinn stað. Auðvitað hefði verið gagnlegt að kynnast aðeins betur bakgrunni mála í Írak, en það var aldrei tilgangur höfundar. Tilgangur hans, að því er best verður séð, er að draga upp mynd af ungum Íslendingi sem allt í einu er orðinn mæjor án þess að hafa lágmarksáhuga á byssum. Og þarf í hvelli að kynnast skrifræðisheimi hersins, bjórleysi, sprengjudrunum og þyt flug- skeyta. Og (ekki síst) fjarlægðinni frá ástinni. Hrafn JökulSSon Hvernig ég Hertók Höll SaddamS Börkur GunnarssonFyrst og fremst ang- istarfull skemmtibók. Fljúgandi hraður og lip- ur stíll. Útgefandi: Sögur útgáfa Vonarstræti Saga mannSinS. frá örófi fram á Þennan dag Ritstjóri: Illugi JökulssonMikill og góður fengur að þessari glæsilegu bók. Útgefandi: Skuggi forlag Ljóðabók galdramaður Hefur orðið Svo gott sem ómögulegt er að finna að listaverki manns sem hefur svo mögnuð tök á list sinni að manni verður orða vant. Lítil ástæða er líka til að vera að orð- lengja umsögn um bók frá slík- um galdramanni sem Þorsteinn frá Hamri er. Galdurinn verður enda til þegar lesandinn heldur á orðum skáldsins í kjöltu sinni og innbyrðir þau með augum og huga, en hverfur jafnskjótt og töfrasprota sé veifað ef sjálf- skipaður dómari reynir að miðla töfrunum í dagblað með lítil- máttugan skrifsprota sinn einan að vopni. Hið eina sem kemur hér í veg fyrir fullt hús er hið sex ára gamla verk skáldsins, Meira en mynd og grunur, sem höfðaði ögn betur til mín og verður ekki toppað, hvorki ögn né um- talsvert, þótt jöfnun sé möguleg. Hugsanlega er það kunnara en frá þurfi að segja en Þorsteinn frá Hamri er einfaldlega í allra, allra fremstu röð ís- lenskra ljóðskálda, lífs og liðinna, og verður þar á meðan íslensk þjóð er til. Hvert orð er atvik er enn ein sönnun þess. kriStJán H. guðmundSSon Hvert orð er atvik Þorsteinn frá HamriÞorsteinn frá Hamri er ein- faldlega í allra, allra fremstu röð íslenskra ljóð- skálda, lífs og lið- inna. Hvert orð er atvik er enn ein sönnun þess. Útgefandi: Mál og menning * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.