Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 25
fimmtudagur 27. nóvember 2008 25Sport Haukar sigruðu í toppslagnum Leikur Hauka og Keflavíkur í iceland ex- press-deild kvenna stóð undir væntingum. Leikið var á Ásvöllum og gestirnir frá Keflavík byrjuðu betur og höfðu yfir, 35-46, í hálfleik. Í seinni hálfleik dró saman með liðunum og sigu Haukastúlkur fram úr í blálokin og tryggðu sér nauman sigur, 80-77. Krist- rún Sigurjónsdóttir var stigahæst Hauka með 28 stig en birna ingibjörg valgarðs- dóttir var stigahæst gestanna með 31 stig. Haukar eru sem fyrr á toppnum með 14 stig en Keflavík datt niður í 3. sætið. Íslensku stúlkurnar mættu Lettlandi í gær eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð. Reikna mátti með tiltölu- lega auðveldum sigri Íslands þar sem Lettland er áberandi lakasta lið- ið í riðlinum. Yfirburðir íslenska liðs- ins voru áberandi strax frá byrjum og fljótlega voru stúlkurnar komnar með þægilegt forskot og voru yfir 18- 11 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru yfirburðirnir enn meiri en þá fór að bera á einbeit- ingarskorti íslensku leikmannanna sem virtust slaka á, í vörninni sér- staklega. Lettarnir skoruðu 16 mörk í seinni hálfleik á móti 19 íslenska liðs- ins. Lokatölurnar 37-27, en betur má ef duga skal gegn sterkari þjóðum. Hanna G. Stefánsdóttir var mað- ur leiksins og langmarkahæst í ís- lenska liðinu með 17 mörk, Arna Sif Pálsdóttir var með 5 og Dagný Skúla- dóttir skoraði 4 mörk. Íslensku mark- verðirnir vörðu 27 skot. Berglind Íris Hansdóttir tók 19 bolta og Guðrún Maríasdóttir varði 8 skot. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, var ekkert of sáttur þrátt fyrir sigurinn í samtali við DV eftir leikinn .„Þetta var hálfdapurt hjá okkur bæði varnarlega og sóknarlega. Vörnin var sýnu verri en sóknarleikurinn ekki góður heldur. Við duttum svolítið niður á þeirra plan. Þetta er klárlega lakasta liðið. Þær voru um of með- vitaðar um getumuninn á liðunum og þá er þetta ekki eins skemmtilegt. Það er ekkert of spennandi að fá á sig 27 mörk frá þessu liði en aðalatriðið var auðvitað að vinna leikinn.“ Varðandi næsta leik gegn Sviss og hvað þurfi að laga sagði Júlíus: „Við höfum sólarhring til að laga hjá okk- ur aðallega varnarleikinn fyrir leik- inn gegn Sviss. Við þurfum að spila betur til að landa þeim leik. Það þarf líka að koma inn meiri vilji hjá liðinu og ég vonast til að fá þær sterkari á morgun,“ sagði Júlíus að lokum. swaage@dv.is Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Lettland, 37-27, í undankeppni HM: tíu marka sigur íslands umSjón: tómaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / Sveinn Waage, swaage@dv.is í D-riðli mætti Liverpool franska lið- inu Marseille á Anfield. Liðin höfðu mæst fimm sinnum áður, Liverpool unnið tvo, Marseille tvo og eitt jafn- tefli. Liverpool ætlaði að kára verk- efnið og sótti þar til fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði glæsilegt skallamark á 23. mínútu. Eftir markið jafnað- ist leikurinn en heimamenn sterk- ari. Leikurinn opnaðist talsvert í seinni hálfleik og bæði lið reyndu sig við mark andstæðinganna og voru gestirnir síst hættuminni. Um miðj- an hálfleik dundu sóknir gestanna á Liverpool og Pepe Reina var vel á verði. En gestirnir náðu ekki að jafna þrátt fyrir að vera mun betri og Liver- pool verður að teljast heppið með sigurinn. Í hinum leiknum í D-riðli, sem leikinn var fyrir luktum dyr- um, virtist Atletico Madrid ætla að ganga frá sínum málum tímanlega gegn PSV og voru komnir í 2-0 eft- ir hálftímaleik með mörkum Sima- os og Maxis. En hollensku gestirnir neituðu að gefast upp og í upphafi seinni hálfleiks minnkaði Koeverm- ans muninn í 2-1. Tólf mörk í C-riðli Eiður Smári var í liði Barcelona sem búið var að tryggja sig upp úr riðl- unum þegar liðið mætti í hörku- formi til Lissabon í Portúgal. Henry og Picue skoruðu sitt hvort markið á 14. og 17. mínútu. Og veislan hélt áfram í seinni hálfleik þegar Messi bætti við þriðja markinu. Ætla mætti að þar með væri sagan öll en heima- menn í Sporting skoruðu þrjú mörk á þremur mínútum en eitt af þeim í eigið mark og staðan skyndilega 2-4. Bojan bætti svo við 5. marki Barce- lona úr víti. Í hinum leiknum tryggðu Shakhtar Donetsk sér þriðja sæti rið- ilsins og sæti í UEFA Cup með því að slátra Basel 5-0, Jadson með þrennu og Kristinn Jakobsson eldklár á flaut- unni. Allt opið í A-riðli Spennan var öll í A-riðli og í Frakk- landi mátti Chelsea þakka markverði sínum Peter Cech að lenda ekki marki eða mörkum undir gegn Bordeoux í fyrri hálfleik, sem var eign franska liðsins. Chelsea fékk varla færi en þrjú gul spjöld og var stálheppið að staðan var 0-0 í háfleik. Í seinni hálfleik vöknuðu liðsmenn Chel- sea til lífsins og hver nema Nicolas Anelka kom þeim yfir á 60. mínútu? Heimamenn lögðu ekki árar í bát og jöfnuðu 1-1 með marki Diarras á 83. mínútu. Chelsea þarf því sigur gegn Cluj í lokaleik riðlakeppninnar. Roma þurfti ekki síður sigur en hin liðin í riðlinum og byrjaði með látum og Brighi og Totti skoruðu tvö mörk áður en heimamenn í Cluj náðu að minnka muninn á 30. mínútu. Brighi var svo aftur á ferðinni á 64. mínútu og Roma komið í 1-3 og þar við sat. Inter tapaði heima Inter Mílanó þótti líklegt til að tryggja sig auðveldlega áfram þegar liðið tók á móti Panathinaikos. Það voru aft- ur á móti gestirnir sem komust yfir með marki Sarriegis á 69. mínútu og þannig endaði leikurinn. Inter er því ekki öruggt áfram og þarf sigur í síð- ustu umferð gegn Werden Bremen. Í Grikklandi tók Anorthosis á móti lánlausu Werden Bremen sem ekki hafði enn unnið leik. Ekki leit út fyr- ir að það myndi breytast þegar Ni- colaou kom heimamönnum yfir á 62. mínútu. Og þegar Savio bætti við öðru marki 6 mínútum síðar leit út fyrir að lánleysi Bremen héldi áfram. En Diego minnkaði muninn fyr- ir Þjóðverja úr vítaspyrnu skömmu seinna og rétt fyrir leikslok tryggði Hugo Almeida gestunum jafntefli. Gerrard kom LiverpooL áfra sveInn wAAge blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Fyrirliðinn magnaði Steven gerrard tryggði Liverpool sigur á marseille. vörnin veik Úr leik Íslands og rúmeníu. Laga þarf vörnina fyrir leikinn gegn Sviss. Seinni átta leikir fimmtu umferðar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fóru fram í gær. Allt var galopið í A- og B-riðli þar sem öll liðin áttu mögu- leika á að komast áfram í útsláttar- keppnina. Liverpool kláraði sinn leik en jafntefli dugði ekki Chelsea. meistaradeildin a riðill Bordeaux - CHelsea 1-1 0-1 Nicolas Anelka (‘60), 1-1 Alou Diarra (‘83) rautt spjaLd: Frank Lampard (‘86) Cluj - roma 1-3 0-1 Matteo Brighi (‘11), 0-2 Francesco Totti (‘23), 1-2 Yssouf Kone (‘30), 1-3 Matteo Brighi (‘64) staðan lið l u j t m st 1. roma 5 3 0 2 10:6 9 2. Chelsea 5 2 2 1 7:4 8 3. bordeaux 5 2 1 2 5:9 7 4. Cluj 5 1 1 3 4:7 4 B riðill Famagusta - werder Bremen 2-2 1-0 Nikos Nikolaou (‘62), 2-0 Savio (‘68), 2-1 Diego (‘72, víti), 2-2 S. Boenisch inter milan - panatHinaikos 0-1 0-1 Josu Sarriegi (‘69) staðan lið l u j t m st 1. inter milan 5 2 2 1 7:5 8 2. Panath. 5 2 1 2 7:7 7 3. famagusta 5 1 3 1 8:7 6 4. bremen 5 0 4 1 5:8 4 C riðill sporting lisBon - BarCelona 2-5 0-1 Thierry Henry (‘14), 0-2 Anderson Polga (‘17,sjálfsmark), 0-3 Lionel Messi (‘49), 1-3 Miguel Veloso (‘65), 2-3 Liedson (‘66), 2-4 Marco Caneira (‘67, sjálfsmark), 2-5 Bojan Krkic (‘72) sHakHtar donetsk - Basel 5-0 1-0 Jádson Rodriguez (‘32), 2-0 Willian (‘51), 3-0 Jádson Rodriguez (‘65), 4-0 Jádson Rod- riguez (‘73), 5-0 Evgen Seleznyov (‘75) staðan lið l u j t m st 1. barcelona 5 4 1 0 16:5 13 2. Sporting L. 5 3 0 2 7:8 9 3. Shakhtar d. 5 2 0 3 8:5 6 4. basel 5 0 1 4 2:15 1 d riðill liverpool - marseille 1-0 1-0 Steven Gerrard (‘23) atHletiCo madrid - psv 2-1 1-0 Simão (‘14), 2-0 Maxi Rodríguez (‘28), 2-1 Danny Koevermans (‘47) staðan lið l u j t m st 1. atl. madrid 5 3 2 0 9:4 11 2. Liverpool 5 3 2 0 8:4 11 3. marseille 5 1 0 4 5:7 3 4. PSv 5 1 0 4 4:11 3 iCeland express deild kvenna valur - Fjölnir 79:59 Haukar - keFlavík 80:77 snæFell - Hamar 52:80 staðan lið l u j t m st 1. Haukar 8 7 0 1 574:509 14 2. Hamar 8 6 0 2 633:507 12 3. Keflavík 8 5 0 3 642:538 10 4. Kr 8 5 0 3 534:497 10 5. valur 8 4 0 4 489:479 8 6. grindavík 8 3 0 5 543:554 6 7. fjölnir 8 1 0 7 444:641 2 8. Snæfell 8 1 0 7 482:616 2 NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.