Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 10
fimmtudagur 27. nóvember 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr. Skeifunni verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 175,9 kr. Skógarhlíð verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín við Kænuna verð á lítra 144,1 kr. verð á lítra 170,3 kr. Bæjarlind verð á lítra 144,2 kr. verð á lítra 170,4 kr. Fellsmúla verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 175,9 kr. Skógarseli verð á lítra 148,0 kr. verð á lítra 178,1 kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður og alþingismaður, segir að lífið haldi áfram þótt fólk verði gjaldþrota eða lendi á vanskilaskrá. Skuldafangelsi séu liðin tíð og að ekki sé hægt að gera kröfu í laun fólks. Lífið eftir gjaLdþrot „Það á enginn að missa æruna vegna gjaldþrots eða vanskila, það eru svo margir sem lenda í þessu nú á tím- um. Fólk heldur áfram að vinna vinn- una sína, ef það hefur vinnu, og lífið heldur áfram,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður og alþingis- maður. Hann vann um skeið sem að- stoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og þekkir því ágætlega ferlið sem fer í gang þegar fólk getur ekki greitt skuldir sínar. Engin réttarhöld „Það fyrsta sem gerist er að fólk fær sent innheimtubréf, oftast frá ein- hverjum lögfræðiskrifstofum eða öðrum sem sjá um slíkar rukkanir. Ef því er ekki sinnt er málinu stefnt fyr- ir dóm,“ segir Höskuldur en í flestum tilvikum er gerður svokallaður útivist- ardómur. „Dómarinn áritar málið þar sem ástæða vanskila er í langflestum tilvikum sú að skuldarinn á ekki pen- inga. Því fara engin réttarhöld fram, heldur stimplar dómarinn einungis kröfuna,“ segir Höskuldur en telji sá sem skuldar sig hafa einhverjar varnir er hægt að höfða einkamál. Eignir boðnar upp Þegar dómarinn hefur áritað kröfuna þarf að fara með hana til sýslumanns. „Þá er kannað hvort sá sem skuldar á eignir og þá hvort þær eru veðsettar eða ekki,“ segir Höskuldur en sjaldn- ast er um miklar eignir að ræða. Ein- ungis bílar og hús eru tekin fjárnámi, ekki innbú, fatnaður eða laun. Ef skuldarinn á hús sem ekki er að fullu veðsett er húsið selt á uppboði og kröfuhafinn fær peningana sína, að viðbættum dráttarvöxtum, en skuld- arinn restina, ef einhver er. Ef viðkomandi á engar eignir ger- ir sýslumaður árangurslaust fjárnám og viðkomandi lendir á vanskila- skrá. „Það er ekki spennandi plagg að lenda á,“ segir Höskuldur en þar get- ur hver sem kaupir aðgang hjá Cred- itinfo séð að viðkomandi er á van- skilaskrá. Þetta ferli getur tekið mjög mismunandi mikinn tíma, allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Á nær öllum stigum málsins er hægt að semja um greiðslur eða niðurfell- ingu lánsins. Það er þó undir velvilja bankans eða kröfuhafans komið. Hafa ber í hug að nú er rætt um að Íbúðalánasjóður taki hugsanlega yfir einhvern hluta húsnæðislána bank- anna en sjóðurinn hefur fengið aukn- ar heimildir til að minnka greiðslu- byrðar fólks. Til dæmis með lengingu lánsins. Vanskilaskrá ekki endalokin Höskuldur segir að þó sá sem skuld- ar fari á vanskilaskrá þá falli krafan ekki niður. Kröfur fyrnast hins veg- ar á fjórum árum, nema kröfuhafinn haldi henni lifandi og stefni málinu aftur fyrir dóm áður en krafan renn- ur úr gildi. Ef sá einstaklingur eða fyrirtæki sem skuldar á miklar eignir, þá er skipaður sérstakur skiptastjóri sem tekur yfir öll fjármálin og reynir að selja eignir upp í kröfurnar. „Það er ekki hægt að gera kröfur á laun fólks. Gjaldþrot eða vanskil hafa enga eft- irmála aðra en þá að fólk getur ekki eignast bíl eða hús á meðan krafan er til staðar,“ segir hann. Fólk haldi heimilum sínum Höskuldur segir að stjórnvöld eigi að líta á það sem forgangsverkefni að koma í veg fyrir gjaldþrot og að fólk missi heimilin sín. „Þetta er það sem ég óttast mest í þjóðfélaginu. Við eigum að fara varlega í innheimtu- aðgerðir og gefa fólki rýmri tíma, en hingað til hefur verið, til að gera upp sínar skuldir,“ segir hann. Um ára- mótin munu ný lög taka gildi þar sem kveðið er á um að hægt verði að semja um, eða fella niður að hluta, vangreidda skuld. „Þetta er jákvætt en það fær þó enginn núllstillt og það mun enginn græða á því að fara þessa leið,“ segir Höskuldur að lokum. n Móðir fór á Taco Bell á Höfðanum um daginn. Dætur hennar fóru í röð á Subway og voru búnar með sína báta áður en hún fékk matinn, þrátt fyrir að lítið sem ekkert væri að gera á Taco Bell. Hún sagði auk þess að maturinn hefði vægast sagt verið mjög naumt skammtaður. Við kvörtun fékk hún undarlegt viðmót og litlu var bætt við skammt- inn. n Kona sem fór í verslunina Kiss í Kringlunni, hafði samband og sagðist þar hafa fengið bestu þjónustu sem hún hefði fengið í langan tíma. Hún sagði að í Kiss væri tekið á móti manni með bors á vör og maður fengi ró og næði til að máta föt án þess að vera hundeltur um búðina. Búðin væri auk þess falleg og vörurnar góðar. Sif Ingólfsdóttir segir útför ekki þurfa að kostar hálfa milljón: HelminGi ódýrari útFör „Jarðarför þarf ekki að kosta 400 til 500 þúsund. Vel er hægt að komast af með um helmingi lægri upphæð,“ segir Sif Ingólfsdóttir, hláturjóga- kennari og fjölfræðingur á sviði nátt- úrulækninga. Á þriðjudaginn birtist í DV viðtal við útfararstjórann Rúnar Geirmundsson þar sem fram kom að jarðarför kostaði allt að hálfri milljón króna. Sif ritaði í fyrrahaust grein í tíma- ritið Heilsuhringinn þar sem hún birt- ir útreikninga sína um kostnað vegna útfarar. „Eitt sinn var ég við dauðans dyr. Þá varð mér það allt í einu ljóst að ég óskaði þess að jarðarför mín yrði eingöngu hlýleg og látlaus. Ég leitaði þá upplýsinga hjá presti og út- fararstjóra,“ skrifaði Sif sem segir að við kistulagningu þurfi hvorki org- elleik né söng. Einungis þurfi ein- söngvara við útförina og ef Fossvogs- kirkja yrði notuð þyrfti ekkert gjald að greiða fyrir athöfnina í kirkjunni. Hún segir sjálfgefið að nota sæng, kodda og fatnað hins látna enda hafi fæstir áhuga á því að nýta slíka hluti eftir fráfallið. Þá séu blómaskreyting- ar óþarfar, eins og sannaðist við útför Sigurbjörns Einarssonar biskups, fyrr á árinu, sem hafði óskað eftir því að kistan yrði einungis sveipuð íslenska fánanum. Loks segir Sif að erfidrykkj- ur séu ekki nauðsynlegar og bendir á að útför í kyrrþey sé um 15 þúsund krónum ódýrari. Þá sé ekkert gjald tekið fyrir líkbrennslu. baldur@dv.is nauðSynleGt að Sjóða Ef þú þværð þvott alltaf við lágan hita fjölgar bakteríum og óhrein- indum í þvottavélinni þinni. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Neytendablað- ið framkvæmdi á þvottavélum á árinu. Bakteríur getur skapað við- varandi vonda lykt úr vélinni og af þvottinum. Lausnin við þessu er að stilla vélina reglulega á suðu og leyfa henni að hreinsa sig. Sumir ráðleggja fólki að nota þá í leiðinni dálítið af bleikiefni eins og klór. Gættu þess bara að þvo ekki jólakjólinn í það skiptið. ein matSKeið duGar Enn af þvotti. Kannanir hafa leitt í ljós að Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, nota of mikið af þvotta- efni. Ert þú einn af þeim? Flestir setja jafnmikið þvottaefni og þeir telja nægilegt en bæta svo til ör- yggis við slatta, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Staðreyndin er sú að í flestar vélar dugar ein mat- skeið af þvottaefni. Restin skolast út og rennur í sjóinn eða festist í þvottinum ef þvottakerfið er stutt. Gjaldþrot á ekki að vera ærumissir segir Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður og alþingismaður. „Einungis bílar og hús eru tekin fjárnámi, ekki innbú, fatnaður eða laun.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is eF SKuld er eKKi Greidd 1 skuld lendir á gjalddaga 2 skuld lendir á eindaga 3 Ítrekun send og tilkynnt um að lögfræðistofa annist málið 4 lögfræðistofan sendir innheimtubréf og aðvörun. 5 lögfræðistofan útbýr stefnu 6 dómari áritar kröfuna ef ekki er tekið til varna 7 Kröfuhafi fer með dóminn til sýslumanns 8 sýslumaður boðar skuldara á fund 9 sýslumaður gerir fjárnám í eignum 10 skuldari lendir á vanskilaskrá 11 eignin boðin upp 12 andvirði sölunnar greitt upp í kröfur 13 skuldari fær afgang, ef einhver er 14 ef eftir stendur skuld er gerð ný krafa 15 almennar kröfur fyrnast á 4 árum nema þær séu endurnýjaðar 16 samið um greiðslu eða niðurfellingu 9 sýslumaður gerir árangurslaust fjárnám 10 skuldari lendir á vanskilaskrá 11 Krafan fyrnist á fjórum árum ef hún er ekki endurnýjuð 12 samið um greiðslu eða niðurfellingu a B útreiKninGar SiFjar n góð kista 95.000 kr. fæst hjá Útfararstofu Íslands n vandaður einsöngur 35.751 kr. n orgelleikur 21.536 kr. n stefgjald 2.000 kr. n Hvítur kross með skilti á leiðið 15.000 n Hvítt sængurverasett utan um sæng og kodda hins látna 2.650 kr. n blæja sem er venjulega stór, hvítur vasaklútur 200 kr. n Útfararkostnaður, vegna kistulagningar og jarðarfarar 91.000 n samtals 263.137 kr. sendið lof eða last Á neYtendur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.