Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 22
Svarthöfði lærði einfalda skil-greiningu á lýðræðinu þegar hann gekk í barnaskóla. Hann vissi ekki fyrr en í dag að lýð- ræðið væri eins og jólasveinninn og Guð, meiri táknmynd en raunveru- leiki. Að trúa á lýðræðið er eins og að trúa á Guð; í staðföstu trausti þess að það sé til, þótt aldrei sjáist til þess. Lýðræðið er trúarbrögð, eða hug- myndafræði, ekki stjórnskipulag. Í skólanum lærði Svarthöfði að lýðræðið þýddi einfaldlega: Lýð-urinn ræður. Rétta skilgreining-in er hins vegar: Lýðurinn ræður einn dag á fjögurra ára fresti, hver af fimm flokksleiðtogum ræður land- inu, alls ekki um vetur og alls ekki þegar mikið liggur við eða mikið er að gera hjá ráðamönnum. Svarthöfði lærði nýju skilgreininguna af Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þau hafa útskýrt í þaula hversu hættulegt það sé að fólk fái að kjósa. „Það fer allt í vaskinn,“ segir Geir. Það má ekki kjósa um hávetur, í miðjum björgunarleiðangri og svo framvegis. Það má ekki kjósa því það liggur svo mikið við. Orðræða Geirs er stórmerki-leg. Því hann hefur komist að þeirri konunglegu nið-urstöðu að hann einn geti útvegað íslensku þjóðinni lán hjá Al- þjóðagjald- eyrissjóðn- um, það sem kalla mætti fé- lagslegu aðstoð heimsins. „Ég er að hringja í alla kollega mína á Norður- löndum í dag út af þess- um lánamálum og það er alveg ljóst ...“ sagði Geir alvöruþrunginn um hvað gerist við kosningar. „... Þá verða engin lán á boðstólum frá þeim sem boðist hafa til að lána okkur!“ Færa má rök fyrir því að eng-inn þekki vandann betur en Geir, því Geir var maðurinn sem bjó til vandann. Og sá sem þekkir vandann best hlýtur að vera bestur í að leysa hann, ekki satt? Og sá sem er eini maðurinn sem getur leyst stærsta vanda íslensku þjóðarinnar ætti með réttu aldrei að fara frá völdum. Það væri afskap- lega óráðlegt að kjósa aðra, því aðrir munu láta allt fara í vaskinn. Einnig er óráðlegt að slíkur maður þurfi að þola gagnrýni sem raskar vinnufriði hans. Enda er gagnrýni óþörf, þegar hinn eini útvaldi lántakandi þjóðar- innar er við völd. Eins og Geir sagði er lýðræðið „glapræði“, sérstaklega þegar fólk ætlar ekki að kjósa hann. Svarthöfði vill breytt þjóð-skipulag. Hann vill sannleik-ann upp á borðið og skipta út orðinu lýðveldi fyrir upplýst einveldi í stjórnarskránni. Val hans nú stendur á milli þess að trúa Geir eða sturlast í eigin áhrifaleysi. Hann kýs að trúa Geir í því að lýðræðið sé hættulegt. Því vill Svarthöfði að fjögurra ára kosningum verði sleg- ið á frest í ljósi efnahagskreppunn- ar, sem mun í það minnsta teygja anga sína til ársins 2025. Efna- hagskreppan sem Geir olli ætti alls ekki að verða til þess að hann missi valdastöðu sína, heldur þvert á móti á hann að vera við völd eins lengi og hægt er, því hann er hinn eini útvaldi. Stefna ætti að því að ganga næst til kosninga í maí 2025, með þeim fyrirvara að við verðum komin yfir versta hjallann. En þá verða aðstæður líka að vera hagfelldar fyrir kosningar. Við þurfum að setja þann fyrirvara á kosningarnar 2025 að ráðamenn hafi mikið tilfinningalegt svigrúm og þurfi ekki vinnufrið það vorið. Ellegar gæti öll þeirra vinna farið í vaskinn og þjóðin steypist í glötun eigin glap- ræðis. Það væri í reynd óðs manns æði að hætta á kosning-ar, þegar þær stefna í voða þeirri hagfelldustu niður- stöðu sem nú er orðin, að þjóðin er leidd af hinum útvalda lántakanda, þeim eina sem getur tekið lán og ráð- stafað því þannig að efnahagslegur stöðugleiki hljótist af. Ef lýðræðið er eins og Guð, hlýtur Geir H. Haarde að vera fulltrúi þess hér á jörðu. Hann er Jesús endurborinn. En eins og á biblíutímum vill lýður- inn krossfesta son Guðs. „Hví hef- urðu yfirgefið mig!?“ kallar Geir nú af krossinum til lýðsins. En það er í lagi. Því þótt Geir hafi verið krossfestur og sviptur lýðræðislegu lífsmarki, vantar ekki að hans eigin María Magdalena, sú sem seldi uppgerðarblíðu sína þjóðinni, komi honum til bjargar og tryggi dýrðlega upprisu hans. fimmtudagur 27. nóvember 200822 Umræða Burt með lýðræðið svarthöfði spurningin „Ég var svo sem að horfa á margt annað en á krossinn í þetta skiptið,“ segir matthías Ásgeirsson, formaður vantrúar, sem í dv í gær lýsti því yfir að það orkaði tvímælis að Matthildur Magnús- dóttir, þula ríkissjón- varpsins, skartaði myndarlegum krossi að kristnum sið í útsendingu á laugardaginn var. trúðir þú ekki eigin augum? sandkorn n Eftirlaunaþeginn Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráð- herra, hefur sýnt því mikinn áhuga að komast í framlínu íslenskra stjórnmála að nýju. Hann hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri og farið mik- inn. Þannig boðaði hann í þættinum Reykjavík síðdegis vilja sinn til rót- tækra breyt- inga á kosn- ingakerfinu þar sem forsetinn hætti að vera puntudúkka en fengi raunveruleg völd eins og í Bandaríkjunum. Nú hefur verið stofnuð grúppa á Face- book sem hefur það eitt á dagskrá að fá gamla hugmyndafræðinginn aftur í pólitík. n Eins og DV sagði frá í ítarlegri grein Jóhanns Haukssonar þá var Styrmi Gunnarssyni, þáverandi ritstjóra Moggans, hótað því á sín- um tíma að óyfirstíganlegar skuld- ir hans við Landsbankann og fleiri banka yrðu gjaldfelld- ar ef hann héldi áfram að veita Sverri Her- mannssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbank- ans, skjól á síðum Moggans. Styrmir telur sjálfur að hótunina megi rekja til ráðherranna Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnason- ar en uppi voru sögur um að alls skuldaði ritstjórinn 120 milljónir króna. Ekki varð af gjaldfellingu skuldanna þrátt fyrir hótanirnar. n Eftir að Björgólfur Guðmunds- son eignaðist Landsbankann og síðar Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, er hermt að hann hafi safnað saman skuldum Styrmis undir Landsbankann. Ekki var um að ræða 120 milljónir eins og söguburður gaf til kynna heldur 82 milljónir króna. Ljóst er að skuldirnar hafa ekki verið greidd- ar upp en hermt er að Björgólfur hafi á endanum afskrifað þær að fullu án þess að ganga að eignum Styrmis. Það gæti verið forvitnilegt fyrir fjölmiðla að komast í þennan hluta lánabókar gamla Lands- bankans og fá á hreint hvort rit- stjórinn hafi fengið aðra meðferð en almennir viðskiptavinir. n Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur notað tím- ann frá því hann gaf sjálfum sér frí frá þingstörfum til að skrifa bókarbrot. Bjarni kom í viðtal við Helga Seljan í Kastljósinu af þessu tilefni og lýsti miklum upp- ljóstrunum um hótanir og spillingu í Framsókn- arflokknum. Heldur var þó hótanasagan rýr því Bjarni fékkst ekki fyrir nokkurn mun til að segja hverjir hefðu hótað hon- um. Spillingin í flokknum er vænt- anlega sú helst að Bjarni og Guðni Ágústsson eru á fullum launum í sjálftökufríi. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv Á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hún mætti alveg hugsa um það með hverju hún skreytir sig í útsend- ingu.“ Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar um það að Matthildur Magnúsdóttir, þula Ríkissjónvarpsins, hafi skartað krossi á síðustu laugardagsvakt. – DV „Réttlátt, jafnt og húmorískt þjóðfélag.“ Verkalýðskonan Margrét Pétursdóttir sem sló í gegn á borgarafundinum í Háskólabíói síðastliðinn mánudag aðspurð hver draumurinn sé. – DV „Hann stakk upp á þessu. Þetta er mitt eina tækifæri til að krefja Davíð svara.“ Smári Garðarsson ætlar að taka Össur Skarphéðinsson á orðinu og fara með honum á skrifstofu Davíðs Oddssonar og krefjast svara um ástæður þess að Bretar beittu hryðjuverkarlögun- um. – DV „Því miður er það bláköld staðreynd að ofbeldi gegn konum viðgengst í öllum löndum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á morgunverðarfundi UNIFEM í fyrradag. – Morgunblaðið. „Hó, hó, hó. Svo eru menn að segja Bó einhvern jólaboða.“ Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður hefur fjórðu jólin fengið uppsagnarbréf frá útvarpsstöð. Í þetta skiptið frá Rás 2. – Fréttablaðið. Kúgarar Grænlands Leiðari Grænlendingar hafa stigið það gæfuspor í kosningum að brjót-ast að miklu leyti undan oki Dana. Næstum tveir þriðju grænlenskra kjósenda samþykktu að taka upp aukna sjálfsstjórn og brjótast þannig undan ný- lenduveldinu sem haldið hefur þessari vina- þjóð Íslendinga undir oki sínu. Íslendingar hafa langa reynslu af því að vera undir einok- un Dana en náðu sínu sjálfstæði eftir að Dan- mörk var hernumin. Sem þjóð hljótum við að fagna því að Grænlendingar eru nú á sömu braut og eru að brjóta af sér hlekkina. Kúg- un Dana á Grænlendingum er ekki bein og sýnileg. Hún er helst fólgin í því að yfirgnæf- andi hluti embættismannastéttarinnar er mannaður af herraþjóðinni sem hrifsað hef- ur til sín bestu störfin á Grænlandi. Danska hefur lengst af verið ráðandi tungumál í kerf- inu og grænlenskunni hefur verið ýtt til hlið- ar. Danir hafa traðkað á sjálfsvirðingu þjóðar og stjórnað Grænlandi. Nú verður þar breyt- ing á og þeir Danir sem vilja búa og starfa í Grænlandi þurfa væntanlega að læra tungu- mál heimamanna. Það hefur staðið Græn- lendingum fyrir þrifum að Danir hafa stjórn- að samfélaginu. Kúgurunum dönsku er ekki um það gefið að nýlenduþjóðin verði sjálf- bjarga. Það er þeim í hag að halda þjóðinni niðri og stjórna henni eins og þrælum. Stjórn Dana á Grænlandi hefur þannig drepið nið- ur sjálfsbjargarviðleitni, stöðvað nýsköpun og haldið niðri frumkvæði í landinu. Áríð- andi er að treysta vinabönd við þessa ná- granna okkar í vestri. Grænland býr að fjölda náttúruauðlinda sem ættu að skjóta styrkum stoðum undir sjálfstæði þeirra. Ísland verður að taka upp nána samvinnu við Grænland og stuðla þannig að hagsæld beggja vinaþjóða. reynir traustason ritstjóri skrifar Danir hafa traðkað á sjálfsvirðingu þjóðar. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.