Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 18
Áhugamannastarfið er merkilegt fyrirbæri í íslensku leikhúsi. Það er að talsverðu leyti sá jarðvegur sem atvinnuleiklistin er sprottin upp úr. Sumir af helstu frumherjum leik- listarinnar á fyrri hluta síðustu ald- ar settu að vísu markið svo hátt í upphafi að þeir verða ekki kallaðir áhugamenn í venjulegum skilningi. Þó að Leikfélag Reykjavíkur yrði ekki fullgilt atvinnuleikhús fyrr en eftir 1960, starfaði það alla tíð á öðr- um grunni en önnur leikfélög: sýndi fleiri verk á hverjum vetri, vandaði betur til verkefnavals og leitaðist við að gera eins miklar listrænar kröfur og frekast var unnt. Þar var stefnan í raun og veru tekin á Þjóðleikhúsið strax við stofnun árið 1897. Annars staðar var leikstarfið fyrst og fremst tómstundagaman, kærkomin dægrastytting fyrir þátt- takendur ekki síður en áhorfend- ur. Menn hafa oft furðað sig á því hversu skjótt sjónleikahald hefst í bæjum og byggðum landsins á síð- ari helmingi 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Skýringarnar eru ugg- laust ýmsar. Eftir að baðstofumenn- ing sveitasamfélagsins leið und- ir lok þurfti eitthvað í staðinn, ekki síst áður en útvarp kom til sögunn- ar; það var erfiðara að eyða kvöld- stundunum innan heimilisveggj- anna eftir að flutt var á mölina. Svo má ekki heldur gleyma því að leik- sýningar gátu gefið nokkuð í aðra hönd, ef ekki var of miklu til þeirra kostað. Því var gjarnan leikið til ágóða fyrir ýmis þjóðþrifamál: nýja barnaskóla, kirkjubyggingar, hljóð- færakaup, samgöngubætur eða ein- faldlega til hjálpar bágstöddum. Tekjumöguleikarnir ýttu undir leik- starf hjá öflugum félagasamtökum á borð við stúkur og ungmennafé- lög, en á hinn bóginn voru forystu- menn þeirra ekki alltaf hrifnir af því, þegar metnaðarfullir eldhugar vildu fara að stofna sjálfstæð leikfélög og verja hagnaðinum í hið listræna starf: vanda til leiktjalda, búninga, leikmuna – svona eins og tíðkaðist í henni Reykjavík. Átti sú togstreita eflaust sinn þátt í því hversu seint leikfélög koma víða fram, jafnvel í stærri kaupstöðum landsins. Bjarni Guðmarsson fer ekki ítar- lega í sauma þessarar forsögu í Allt fyrir andann, nýútkomnu söguriti sínu um Bandalag íslenskra leikfé- laga, BÍL, en gerir þó nokkra grein fyrir henni. BÍL (ekki rugla því saman við Bandalag íslenskra listamanna sem hefur sömu skammstöfun) er heildarsamband áhugaleikfélag- anna sem var stofnað árið 1950 og hefur haldið uppi kröftugu starfi allt fram á þennan dag. Vera má að Bjarna, og ritnefnd þeirri sem sett var af hálfu Bandalagsins honum til ráðuneytis, hafi ekki þótt þörf á því; það myndi nægja að draga upp al- menna mynd af þeirri þróun sem var undanfari Bandalagsins. Bókin fjalli enda fyrst og fremst um starf þess, ekki þeirra félaga sem hafa haldið því uppi. Ég hygg þó að rit- ið hefði orðið bitastæðara hefði höf- undurinn reynt að kafa eilítið dýpra í þennan aðdraganda og nýtt sér þá betur þær rannsóknir sem til eru á honum, einkum í hinum miklu rit- um Sveins Einarssonar sem Bjarni vísar reyndar lítillega til. Annars er þetta yfirleitt samviskusamlega unnið verk. Höfundur hefur að sjálfsögðu notfært sér tiltæk skjala- gögn í fórum Bandalagsins og rætt við heimildamenn, sem muna langt aftur. Þeir hefðu þótt vel mátt vera fleiri; mér þykir skráin yfir þá æði stutt. Bjarni rekur upphafið að tilurð Bandalagsins skilmerkilega og lýsir þætti manna eins og Ævars R. Kvar- ans og Lárusar Sigurbjörnssonar, en Ævar var sá sem fyrstur hreyfði hug- myndinni um stofnun samtakanna fyrir alvöru og var síðan formaður þeirra fyrstu átta árin. Bjarni veit bersýnilega að svona stofnana- og félagssögur vilja verða þurr lesning og leitast því við að krydda frásögn- ina með ýmsum skemmtilegheitum sem leynast meðal annars í göml- um bréfum frá félögunum til skrif- stofunnar í Reykjavík. Þar má rekast á sitthvað kostulegt, eins og þegar Eyfirðingur nokkur spyr hvort skrif- stofan geti útvegað þeim fuglasöng, hundgá og veðurhljóð á segulbandi. Séu slík hljóð ekki til þar syðra, verði bændur bara að drífa sig út í móa með sínar eigin græjur. Gamli hrepparígurinn hefur líka skilið eftir sín spor, sum heldur brosleg í okkar augum. Á þessum fyrstu árum hugs- uðu menn hátt, stundum allmiklu hærra en síðar varð. Það er augljóst að forsprakkarnir í Reykjavík töldu sér skylt að kynda undir listræn- um metnaði félaganna; sjálfsagt var það einnig meginhvatinn að þessu brambolti þeirra. Hugmyndir voru uppi um að sérstakur leikstjóri ferð- aðist um landið á vegum Banda- lagsins og menn höfðu jafnvel á prjónunum að koma á fót föstum leikflokki sem færi um landið með góðar leiksýningar, eins konar fyr- irmyndarleikhúsi sem amatörarnir gætu lært af. Ein tilraun var gerð til þess um 1960, en tókst ekki björgu- lega og er næsta spaugileg lesning. Trúlega var slíkt einfaldlega ekki tímabært og rétt að muna að Þjóð- leikhúsið sinnti þá enn allvel þeirri skyldu að flytja landsbyggðinni sýn- ishorn af sinni bestu leiklist, nokk- uð sem því miður hefur dregið úr á síðari árum. En þó að brosa megi að þessari viðleitni nú, er ástæðu- laust að gera lítið úr henni. Sjálfur hef ég lengi verið þeirrar skoðun- ar að það hafi verið ein mesta gæfa íslensks amatörleikhúss hversu margir af okkar bestu fagmönnum, leikarar og leikstjórar, hafa verið fúsir að vinna með því alla tíð. Eft- ir að hér varð til sérstök leikstjóra- stétt (sem reyndar var lengi í fæð- ingu) hafa menn aldrei talið fyrir neðan virðingu sína að vinna með amatörunum, öðru nær, sem hefur að sínu leyti hvatt amatöra til vand- aðri vinnubragða og verkefnavals. Starfið með fagmönnunum hef- ur eflt sjálfstraust þeirra, fært þeim dýrmæta reynslu og þekkingu og á stundum skilað sér í afar vönduðum sýningum. Þó að leikstjórnarnám- skeið fyrir heimamenn séu góðra gjalda verð, og sjálfsagt nauðsynleg að vissu marki, mega þau ekki verða til að þessi tengsl rofni. Þegar á allt er litið hefur starf- semi BÍL að flestu leyti þróast á far- sælan hátt. Lög voru sett um áhuga- leikhúsið sem styrktu það mjög í sessi, fyrst árið 1965. Til skrifstof- unnar í Reykjavík hafa valist dug- miklir og hæfir starfskraftar. Fyrsti framkvæmdastjóri Bandalagsins, Sveinbjörn Jónsson, var vafalaust ötull starfsmaður, sem kom ýmsu til leiðar, en samskipti hans og stjórn- arinnar voru lengi vel afar stirð sem vitaskuld hafði ekki góð áhrif á starfið. Þetta breyttist mjög þeg- ar kom fram á áttunda áratuginn og nýtt fólk og ný kynslóð tók við merkinu. Hugmyndirnar um verk- svið Bandalagsins höfðu skýrst og menn einbeittu sér að því sem var raunhæft og samstaða um. Þjón- ustumiðstöðin var byggð markvisst upp og um langt skeið var haldið úti sérstöku blaði, Leiklistarblað- inu, eina leiklistartímariti landsins sem kom út reglubundið. Á síðari árum hefur ágæt heimasíða, leiklist. is, leyst það af hólmi. Handritasafn Bandalagsins hefur orðið æ betra og er nú hið þarfasta þing, aðgengilegt öllum sem á þurfa að halda, ekki að- eins þeim sem eru formlegir félag- ar í Bandalaginu. Hið gróskumikla leikstarf framhaldsskólanna hefur, svo dæmi sé tekið, notið góðs af því. Viðbúið er að bók af þessu tagi rati aðallega í hendur þeirra sem tek- ið hafa þátt í áhugastarfinu. Það er hreint ekki lítill hópur, þó að sögu- legur áhugi innan hans sé sjálfsagt mismikill. Hún er svo sem enginn skemmtilestur, en mjög gott að eiga slíka samantekt á einum stað og geta gripið til hennar þegar þörf er á. Það er helst að ég sakni þess að ekki skuli í lokin reynt að taka betur saman þræði og gera grein fyrir al- mennri stöðu hreyfingarinnar í dag. Hvaða mál brenna helst á henni að dómi þeirra, sem nú standa fremst í henni, hvaða framtíðarsýn hafa þeir fyrir hönd amatörleikhússins? Slíkt stöðumat hefði getað gefið verk- inu aukið gildi, en höfundur dregur ákveðið tímamörk við árið 2000 og hættir sér ekkert aftur fyrir þau. Það hefði hann þó vel mátt gera á stöku stað, til dæmis hefði verið gaman að fá skrá til dagsins í dag yfir leiklist- arhátíðir BÍL, svo og þær leiksýn- ingar, sem Þjóðleikhúsið hefur val- ið áhugamannasýningar ársins. Það hefur stofnunin gert í fimmtán ár og á lof skilið fyrir. JÓN VIÐAR JÓNSSON Fimmtudagur 20. nóvember 200818 Bækur Af a atörum Allt fyRIR ANdANN: BANdAlAg íSleNSkRA leIkfélAgA 1950 – 2000 Bjarni GuðmarssonYfirleitt sam- viskusamlega unnið verk. Mjög gott að eiga slíka samantekt á einum stað. Útgefandi: BÍL Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur „Bjarni veit bersýnilega að svona stofnana- og félagssögur vilja verða þurr lesning og leitast því við að krydda frásögnina með ýmsum skemmtilegheit- um,“ segir í dóminum um bók Bjarna. Sagnfræðirit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.