Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 12
fimmtudagur 27. nóvember 200812 Fréttir Breskur karlmaður sem frá árinu 1980 og fram til febrúar á þessu ári misnotaði og nauðgaði dætrum sín- um með þeim afleiðingum að þær urðu 19 sinnum ófrískar á nú yfir höfði sér ævilangt fangelsi. Hinn 56 ára maður, sem breskir fjölmiðl- ar treysta sér ekki til að nafngreina, játaði á sig 25 nauðganir og fjórar ósæmilegar árásir þegar mál hans var tekið fyrir. Mál hans minnir óneitanlega á mál austurríska skrímslisins Josephs Fritzl sem eignaðist sjö börn með dóttur sinni sem hann geymdi í læst- um kjallara svo árum skipti og vakti mál hans heimsathygli í upphafi árs. En ólíkt Fritzl hafði breski faðir- inn stjórnað fórnarlömbum sínum með áratugalöngum andlegum pynt- ingum. Dætur hans voru of skelfingu lostnar til að segja móður sinni frá þeim hræðilegu pyntingum sem fað- ir þeirra lagði á þær en sneru sér loks til félagsráðgjafa í upphafi árs. „Hann má rotna í helvíti. Þrátt fyr- ir að börnin okkar hafi fæðst í hatri elskum þau og munum ávallt gera,“ hefur The Sun eftir annarri dóttur- inni. Hún segir jafnframt að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana þegar hún var um fimm ára göm- ul. Sú misnotkun varði í mörg ár en hún segist ekki hafa vitað að yngri systir hennar sætti sömu viðbjóðs- legu meðferð og hún fyrr en miklu seinna. „Ég veit ég þarf að segja börnun- um mínum frá þessu, en það á eftir að verða mjög erfitt,“ segir dóttirin. Faðir systranna gætti þess að flytja fjölskylduna ótt og títt víðs vegar um landið, svo stúlkurnar myndu ekki eignast neina vini sem þær gætu trú- að fyrir svörtum leyndarmálum fjöl- skyldunnar. Saksóknarinn í málinu, Nicholas Campbell, greindi frá því að stúlkurn- ar hefðu margoft misst fóstur. Mörg- um fóstrum var þar að auki eytt eftir að ýmiss konar afbrigðileiki kom í ljós við rannsóknir. mikael@dv.is Breskur faðir á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir hrottafengið ofbeldi: Innflytjendur í jólatré Fjórir menn sem hugðust koma til Bretlands í leit að betra lífi völdu heldur óvenjulega aðferð til að koma sér inn í landið. Mennirnir földu sig í tæplega tíu metra háu jólatré. Það voru toll- gæslumenn í Northampton-skíri sem komu upp um mennina, en tveir þeirra eru frá Írak og tveir frá Íran. Mennirnir voru í flutn- ingabíl en vel faldir innan um jólatrén. Ökumaður flutninga- bílsins, sem er franskur, er ekki grunaður um að hafa vitað um mennina í bílnum. Mannanna bíður nú afgreiðsla hjá útlend- ingayfirvöldum í Bretlandi en þeim verður væntanlega snúið aftur til síns heima. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Hvað á barnið að heita? Lítill hægrisinnaður stjórnmála- flokkur á Ítalíu, Movimento Soc- iale-Fiamma Tricolore, býður eitt þúsund og fimm hundruð evrur, um 270.000 krónur, þeim foreldrum sem skíra barn sitt í höfuð einræðisherrans Mussol- inis eða konu hans. Tilboðið gildir á fimm svæð- um í suðurhluta Ítalíu og er sagt eiga að vera hvatning til að taka á lágri fæðingatíðni. Að sögn talsmanns flokksins réð tilviljun því að nöfnin Benito og Rachele urðu fyrir valinu og að flokkurinn hneigist ekki til fasisma eða rasisma. Flokkurinn setur þó það skilyrði að allavega annað foreldrið sé ítalskt. Sekir gervilima- smiðir Tveir karlmenn, sem framleiddu gervigetnaðarlimi sem gerðu karlmönnum kleift að svindla á lyfjaprófi, játuðu sig seka um samsæri frammi fyrir alríkis- dómstóli í Bandaríkjunum. George Wills og Robert Cat- alano höfðu selt tækið, Whizz- inator, gegnum netið um þriggja ára skeið. Netfyrirtæki mannanna bauð upp á tvær tegundir gervigetnað- arlima sem voru mjög raunveru- legir og gerðu mönnum auðvelt að svindla á lyfjaprófum. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm og sekt upp á 500.000 bandaríkjadali. barnaði dætur sínar nítján sinnum Breskur Fritzl 56 ára breskur karlmaður nauðgaði dætrum sínum í 28 ár með þeim afleiðingum að þær urðu 19 sinnum óléttar. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. ÞRIÐJA HVER BAR- IN EÐA MISNOTUÐ Sameinuðu þjóðirnar hvetja þjóðir heims til að taka til hendinni í baráttunni gegn of- beldi í garð kvenna. Konur á aldrinum fimmtán til fjörutíu og fjögurra ára eru í meiri hættu á að sæta ofbeldi af einhverjum toga en að fá krabbamein eða lenda í bílslysi. Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, hefur sagt að al- þjóðasamfélagið verði að leggja harðar að sér í baráttunni gegn misnotkun kvenna og stúlkna. Hann lét ummæli sín falla á sama tíma og stofnanir víða um heim héldu upp á alþjóðlegan dag sem tileinkaður er útrýmingu ofbeldis gegn konum. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum verður að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum fórnarlamb bar- smíða, kynlífsþrælkunar eða ann- arrar misnotkunar á ævinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt leiðtoga og þjóðir um allan heim að taka á því sem stofnunin kallar „alheimsfaraldur“ misnotkunar. Líklegra en krabbamein eða umferðarslys Konur á aldrinum fimmtán til fjörutíu og fjögurra ára eru líklegri til að verða nauðgað eða sæta of- beldi innan veggja heimilisins en að fá krabbamein, lenda í bílslysi, fá malaríu eða lenda í styrjöld. Ofbeldi gegn konum hefur ver- ið staðfest á öllum stríðssvæð- um, hvort sem um er að ræða á alþjóðavettvangi eða staðbundin átök. Samkvæmt Sameinuðu þjóð- unum er helmingur þeirra kvenna sem myrtar eru drepinn af sambýl- ismanni, fyrrverandi eða þáver- andi. Að sögn Ban Ki-moon er slíkt of- beldi til þess fallið „að grafa undan þróun, friði og öryggi heilla samfé- laga“. Hann sagði að nauðsynlegt væri að gera betur í að framfylgja lögum og vinna gegn refsileysi í slíkum málum. „Við verðum að berjast gegn viðhorfum og hegðun sem lætur ofbeldi gegn konum óátalið eða umber, afsakar eða horfir framhjá því,“ sagði Ban Ki-moon. Ofbeldi færist í aukana Oxfam-stofnunin er að ýta úr vör herferð í Keníu, en þar hefur um helmingur kvenna tilkynnt um heimilisofbeldi. Carol Thiga, sem leiðir herferðina, sagði í viðtali við BBC að vonir þeirra stæðu til að hægt væri að draga úr þeim við- horfum að ofbeldi gegn konum sé ásættanlegt. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Kambódíu sent frá sér viðvörun þess efnis að konur landsins séu í aukinni hættu vegna nauðgana eða annars kynferðislegs ofbeldis. Að sögn ríkisstjórnarinnar stend- ur um fjórðungur kvenna í land- inu frammi fyrir heimilisofbeldi og gamalgrónum fordómum. Andfélagsleg hegðun í Kamb- ódíu, sem hefur tekið á sig nýjar myndir með neyslu fíkniefna og áfengis, veldur sérstakri ógn fyrir ungar konur og stúlkur. Írakskar konur í skugga upplausnar Í sérstakri skýrslu á vegum Sam- einuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum í Írak kemur fram að sorfið hefur að réttindum þeirra á öllum sviðum. Skýrslan er unnin af Yak- in Erturk og sagði hún að daglegt líf írakskra kvenna litaðist af yfir- standandi átökum, miklu öryggis- leysi, landlægu refsileysi, hrund- um efnahag og öðrum þáttum. Að sögn Erturk eru írakskar konur í auknum mæli berskjaldað- ar gagnvart hvers kyns ofbeldi inn- an veggja heimilisins og utan. Ert- urk sagði að hún væri sérstaklega áhyggjufull vegna fjölgunar á svo- nefndum „ærudrápum“ sem fram- in væru af fjölskyldumeðlimum og þeim fjölda kvenna sem velur að binda enda á eigið líf í stað þess að verða fórnarlamb ofbeldis. Þjóðir eiga eitt sameiginlegt Kostnaður vegna ofbeldis gegn konum er „gífurlega mikill“ að því er Sameinuðu þjóðirnar greina frá. Þá er ekki aðeins átt við beinan fjár- hagslegan kostnað sem er til kom- inn, til dæmis, vegna þeirrar að- stoðar sem veita þarf konum sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Minni framleiðni er einnig fylgi- fiskur þessa ofbeldis að ógleymd- um „hinum mannnlega sársauka og þjáningu“. Sameinuðu þjóðirnar báru lof á það átak sem sumar þjóðir hafa staðið fyrir, en segja að betur megi ef duga skal, og sterkari forystu og pólitísks vilja sé þörf. „Það sem virkar í einu landi ber kannski ekki þann ávöxt sem vænst er í öðru landi. Hver þjóð verður að ákveða sína aðferð,“ sagði Ban Ki- moon. Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna sagði að þjóðir heims byggju að „einum alheimssann- leika“ með tilliti til landa, menn- ingar og samfélaga; „ofbeldi gegn konum er aldrei viðunandi, aldrei afsakanlegt, aldrei þol- andi“. Ein aF hvErjum ÞrEmur kOnum vErður FórnarLamB BarsmÍða, kynLÍFsÞræLkun- ar Eða annarrar misnOtk- unar á ævinni. Ein aF hvErjum Fimm vErður FórnarLamB nauðgunar Eða tiLraunar tiL hEnnar. áttatÍu prósEnt Fórnar- LamBa mansaLs Eru kOnur. um 130 miLLjónir kvEnna haFa mátt ÞOLa umskurð. kOLBEinn ÞOrstEinssOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er helm- ingur þeirra kvenna sem myrtar eru drepn- ar af sambýlismanni sínum, fyrrverandi eða þáverandi. Ofbeldi mótmælt Írakskir Kúrdar mótmæla ofbeldi gegn konum í tilefni alþjóðlegs dags gegn því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.