Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 13
Í þessu þriðja bókablaði DV kreppu- haustið 2008 eru dómar um eina skáldsögur, tvær minninga- bækur, tvö sagnfræðirit, eina barnabók og eina ljóðabók. bækur dæmir... Saga Sæma Rokks er góð viðbót við ævi- sagnaflóruna. Ingólfur Margeirsson, einn fremsti ævisagnahöfundur landsins, skrifar bókina af alúð og vinnur með efnið eins vel og kostur er. Í lífi Sæma eru tvö tímabil þar sem hann öðlast landsfrægð. Hann tileink- aði sér danstakta sem ungur maður og varð þekktur fyrir mikil tilþrif á sviði sem slíkur. Fyrst var það dansparið Sæmi og Lóa en síðan Sæmi og Didda. Hann gerði út á það að fara um landið og til útlanda og dansa sig inn í hjörtu Íslendinga. Nokkru eftir að þessu tímabili í lífi hans lauk beið hans enn meiri frægð. Það var árið 1972 þegar Bor- is Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer tókust á um heimsmeistaratitilinn á Íslandi. Þetta var í skugga kalda stríðs- ins þar sem Sovétríkin og Bandaríkin voru helstu átakapólar í heiminum. Sæmi Rokk var á þessum tíma lögregluþjónn og örlög- in leiddu hann og Bobby saman. Sæmi var í embættiserindum að gæta Fischers þegar með þeim spratt vinátta svo þeir urðu óað- skiljanlegir. Reyndar þannig að Sæmi var í hlutverki lífvarðarins og þar með þjónn ólíkindatólsins Fischers. Þessi kafli bókar- innar er sá langmerkilegasti og greinilegt að höfundurinn leitar víða heimilda. Um tíma þynnist ævisögupersónan sjálf út og Bobby Fischer verður aðalsöguefnið, enda svo sem af nógu að taka. Kalda stríðið náði inn í Laugardalshöllina þar sem einvígið var haldið og loftið var rafmagnað. Hvað eftir annað var einvígið við það að fara í hund- ana vegna þess að Fischer var með alls kyns kröfur og reyndi á þolrif Rússanna. Stór hluti heimspressunnar fylgdist með átökunum sem báru það yfirbragð að ríki þeirra áttu í köldu stríði. Alltaf var Sæmi að baki Bobby og niðurstaðan varð sú að lífvörðurinn hefði í raun bjargað einvíginu með því að fá Bobby ofan af því hvað eftir annað að hætta og fara. Bókin varpar skýru ljósi á það sem gerðist að tjaldabaki þessa stóra atburðar í sögu landsins. Við lesturinn á vináttu og samleið Sæma og Bobbys kviknar samúð með Ásu, eiginkonu Sæma. Um nokkurra mánaða skeið er eiginmaðurinn nánast horfinn úr lífi fjölskyldunnar. Eftir einvígið bauð Fischer Sæma til Bandaríkjanna þar sem lífvörðurinn dvaldi launalaus í þjón- ustu meistarans í tvo mánuði. Þetta hefur örugglega reynt á samband hjónanna. Um leið og það er helsti kostur bókar- innar að varpa ljósi á atburðina árið 1972 er það veikleiki ef litið er til sögu Sæma Rokk. Eðlilegt hefði verið að gera út á það á for- síðu bókarinnar að hún væri öðrum þræði saga Bobbys Fischer sem reglulega dúkk- ar upp í gegnum alla bókina. Bókin heitir Sæmi Rokk með undirtitlinum Lífsdans Sæ- mundar Pálssonar. Öll lífshlaup eru í sjálfu sér merkileg en það fer eftir höfundinum í hvaða ljósi hann sýnir persónu sína. Sög- urnar af Sæma í hlutverki lögreglumannsins eru frábærar. Hann hafði sitt eigið lag á að stilla til friðar með einkar frumlegum hætti. Oft bauð hann snarvitlausum einstakling- um í nefið og róaði þannig niður ástandið. Þess voru líka dæmi að hann rokkaði innan um slagsmálahunda og kom þannig á friði í heimahúsi þar sem afmæli fór úr bönd- unum. Sæmi var umburðarlynd og réttsýn lögga. Hann ætti að vera öllum lögreglu- mönnum á Íslandi fyrirmynd í því hvernig halda á uppi reglu í samfélaginu án þess að beita ofbeldi. Í síðari hluta ævisögunnar kemur Fisch- er aftur inn í söguna eins og þjófur að nóttu. Sæmi barðist fyrir því að vinur hans fengi ríkisborgararétt og gæti þannig flutt til Ís- lands og átt áhyggjulaust ævikvöld. Þetta varð úr en vinátta þeirra varð fyrir alvar- legu hnjaski og Bobby tekur aðra fram yfir Sæma sem hverfur nánast úr lífi hans. Bókin bætir litlu við varðandi síðustu ár Fischers og dauða hans. Sæmi var út úr myndinni og fékk ekki einu sinni að vera viðstaddur leynilega útför gamla meistarans. Í heildina séð er bókin hin læsilegasta. Enginn verður svikinn af því að ferðast í gegnum lífið með Sæma Rokk. Þótt Sæmi hefði sjálfur mátt vera meira áberandi í eig- in sögu er það í raun aukaatriði. Allir ættu að hafa gaman af því að gægjast á bak við tjöld- in og lesa um duttlunga Fischers í kringum einvígi aldarinnar. Bókin fær þrjár og hálfa stjörnu. reynir TrausTason Löggan og óLíkindaTóLið Ingólfur MargeirssonGóð viðbót við ævisagnaflór- una. Ingólfur skrifar bókina af alúð og vinn- ur með efn- ið eins vel og kostur er. Útgefandi: Bókaútgáfan Æskan / Almenna útgáfan Löggan og ólíkindatólið Ævisaga Eftir Yrsu Sigurðardóttur Auðnin „Þóra fer að verða jafnómissandi gestur í skamm- deginu og sjálfur Erlendur.“ Hvernig ég hertók höll Saddams Eftir Börk Gunnarsson „Fyrst og fremst angistarfull skemmtibók. Fljúgandi hraður og lipur stíll.“ Sæmi Rokk Eftir Ingólf Margeirsson „Góð viðbót við ævisagnaflóruna.“ Hvert orð er atvik Eftir Þorstein frá Hamri „Þorsteinn frá Hamri er einfaldlega í allra, allra fremstu röð íslenskra ljóðskálda, lífs og liðinna.“ Saga mannsins „Mikill og góður fengur að þessari glæsilegu bók.“ Hvert orð er atvik Eftir Bjarna Guðmarsson „Yfirleitt samvisku- samlega unnið verk.“ Blekhjarta Eftir Corneliu Funke „Kjörin fyrir þau sem eru ekki of viðkvæm ...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.