Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 2
fimmtudagur 27. nóvember 20082 Fréttir StjórnlauS reiði felldi formann Tölvupóstsamskipti milli valins hóps framsóknarmanna og Jóns Sigurðs- sonar undirstrika alvarlegan klofn- ing innan flokksins. Jón hefur að undanförnu staðið í tölvupóstsam- skiptum við valinn hóp manna þar sem hann greinir meðal annars frá því af hverju hann hafi ekki mætt á miðstjórnarfund Framsóknar sem var haldinn um miðjan mánuðinn. Það er ekki bara slegist um Evrópu- málin heldur einnig efnahagshrunið en Jón segir sér hafa mislíkað það að Guðni væri að „gera sig eitthvað sak- lausan á kostnað annarra sem voru í fyrri ríkisstjórn“. Þetta er persónulegt „Átti ég að senda þjóðinni þetta eða hvað?“ segir Jón Sigurðsson að- spurður af hverju aðeins valinn hóp- ur manna hafi fengið tölvupóstinn fáeinum dögum fyrir miðstjórnar- fundinn. Í honum segir Jón meðal annars fram að Guðni teldi það ein- hvers konar tilræði við sig sem for- mann ef hann væri að skrifa í blöð eða hafa sig í frammi á fundum í flokknum. Aðspurður hvort það væri kalt á milli hans og Guðna sagði Jón ekki svo vera af sinni hálfu. „Ég veit að hann var farinn að álíta það að ég mætti hvergi skrifa í blöð, koma fram eða láta sjá mig á fundi, að það væri alltaf eitthvað á móti honum, en það er algjörlega úr lausu lofti gripið.“ Þegar Jón er spurður aftur af hverju ákveðinn hópur hafi feng- ið þennan tölvupóst segir Jón: „Ég sendi hann þeim einstaklingum sem ég kærði mig um. Þetta er persónu- legt á milli okkar Guðna því hann tók þetta eitthvað til sín.“ Talaði af sér Í fyrstu hélt Jón að blaðamaður DV hefði komist yfir annan trúnaðarpóst en raun bar vitni. Þann tölvupóst hafði Jón einnig sent völdum flokksfélög- um sínum. Jón gerði þau mistök að upplýsa blaðamann um efni hans en í honum vildi Jón að valdir flokksfélagar sínir kæmu í veg fyrir það á miðstjórn- arfundi að Guðni næði að skella skuld- inni vegna hruns bankanna á fyrri rík- isstjórn. „Þessi tölvupóstur er ekki um Guðna eða deilur við Guðna,“ sagði Jón og hélt áfram að útskýra innihald hans: „Mér mislíkaði það að hann væri að gera sig eitthvað sak- lausan á kostn- að annarra sem voru í fyrri ríkisstjórn, mér fannst það ómak- legt og ódrengilegt,“ segir Jón. Valgerð- ur Sverrisdóttir, núverandi formaður flokksins, staðfesti við blaðið að hafa fengið umræddan póst. Þann tölvupóst segist Jón aðeins hafa sent þremur „persónu- legum“ vinum sínum. „Ég var að reyna að leiða rök að því að at- burðarásina þarf ekki að rekja svo langt aft- ur. Atburðarásin verður í mesta lagi rakin aftur um tólf til fjórtán mán- uði frá deginum í dag. Mér fannst það ómaklegt af Guðna að hann teldi sig að einhverju leyti stikk- frí.“ segir Jón. Missti stjórn á sér Tölvupósturinn sem barst DV fjallaði hins vegar ekkert um efnahag þjóð- arinnar eða hrun bankanna. „Þá ert þú með einhvern annan póst, ég er kannski að ruglast á þessum pósti við annan,“ sagði Jón þegar blaða- maður spurði hann út í efni hans. Sá póstur fjallaði um samskipti þeirra Guðna sem Jón segir persónulegt og viðkvæmt mál sem væri illa til fallið að taka upp í blöðunum. Þrátt fyr- ir það sendi Jón þennan tölvupóst, sem fjallaði um persónuleg mál, til ellefu flokksfélaga Framsóknar. „Ég segi þér það að þetta er per- sónuleg útskýring af minni hálfu og hún á ekkert erindi í blaðið. Þetta er bara einkamál sem þarna er.“ Spurður af hverju Guðni hafi beðið hann að mæta ekki á fund- inn sagði Jón: „Hann vildi það síð- ur að ég mætti á fundinn því hann taldi það einhverja ögrun við sig því ég væri ekki sammála honum í ein- hverjum málum.“ Hvað afsögn Guðna varðar hafði Jón þetta að segja: „Eftir mínum upplýsingum kveður hann stjórn- málin vegna þess að honum mislík- aði það sjálfum að hafa misst stjórn á sér.“ Þegar blaðamaður sagði það hafa farið framhjá alþjóð svaraði Jón: „Það fór ekki framhjá þeim sem voru á miðstjórnarfundinum, svo mikið er víst.“ Spurður um hugsanlegt framboð hans í næstu kosningum sagði Jón að hann myndi ákveða það þegar að því kæmi. Ekki formlegur hópur „Ég veit ekki hvernig þessi hópur verður til en hann er ekkert form- legur á neinn hátt, þetta er eitthvað sem honum (Jóni) hefur dottið í hug í þetta skiptið,“ segir Valgerður Sverris- dóttir aðspurð af hverju hún væri ein þeirra útvöldu sem fengi tölvupóst frá Jóni Sigurðssyni. „Það er allt of stórt orð að tala um klofning en hins vegar eru mismun- andi skoðanir í flokknum. Guðni tal- aði um það opinberlega á miðstjórn- arfundum og taldi að þessar skoðanir myndu rúmast innan flokksins. Hann kom með sáttaleið sem varðar Evr- ópumálin og það var mikil ánægja með það. Svo er ekki því að neita að sumum fannst hann ekki fylgja þeirri stefnu þegar hann fór að tala um á Al- þingi að Samfylkingin hrærði í blóði sjálfstæðismanna og að umræða um ESB ætti ekki við nú eftir þetta mikla ATli Már GylfAson blaðamaður skrifar atli@dv.is Jón sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sendi völdum flokksfé- lögum sínum að minnsta kosti tvo tölvupósta þar sem hann sagðist meðal annars ekki mæta á miðstjórnarfund flokksins vegna Guðna ágústssonar. Á þeim fundi segir Jón að Guðni hafi misst sig og þess vegna sagt af sér. Valgerður sverrisdóttir er ein þeirra sem fengu tölvupóstana en hún viðurkennir að einhverjum aðilum innan Framsóknar hafi mislíkað afstaða Guðna til ESB. Jón segir málið persónulegt milli hans og Guðna. siv friðleifsdóttir er úti í kuldanum og fær engan tölvupóst. Blæs köldu fyrrverandi formenn framsóknar, Jón Sigurðsson og guðni Ágústsson, eru langt í frá sáttir við hvor annan ef marka má tölvupóst- sendingar til útvalinna flokksmanna. Valgerður sverrisdóttir viðurkennir að hafa fengið póstinn og segir að sumum innan flokksins hafi mislíkað afstaða guðna til eSb. siv friðleifsdóttir Situr í kuldanum og fær engan póst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.