Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 27. nóvember 200814 Bækur Spennusaga Íslenska glæpasagan er karlaveldi þar sem mest fer fyrir miðaldra löggupungum sem fara fyrir litlum hópum lög- reglufóks sem brjóta flókin sakamál til mergjar. Í þeirra röðum eru að sjálfsögðu konur en þær keyra allajafna ekki söguna áfram. Arnaldur Indriðason lék að vísu sterk- an leik þetta árið með því að gefa Erlendi sínum frí og tefla undirmanni hans, henni Elínborgu, fram í fremstu víglínu í Myrká. Frá því glæpasagan varð að tískufyrirbæri í íslensk- um bókmenntum hafa þó aðeins tvær konur látið að sér kveða svo heitið geti og hafa hvor með sínum hætti hrist upp í karlaveldinu. Þetta eru lögfræðingarnir Stella Blóm- kvist og Þóra Guðmundsdóttir sem hefur slegið hressi- lega í gegn í glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur. Báðar eru þessar konur hinar mestu breddur og láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Þá er áhugavert að hvorug þeirra er lögga og þær eru því ekki fulltrúar svifaseinna yf- irvalda heldur sjálfstæðir einstaklingar sem eru miklu lík- legri til að ná árangri en staðnaðir kerfiskallar. Þar sleppir hins vegar samanburðinum þar sem himinn og haf skilja Stellu og Þóru að þegar kemur að gæðum. Bækur Yrsu eru metnaðarfullar glæpasögur en sög- urnar af Stellu eru groddalegar sjoppubókmenntir, hrein- ræktað pulp. Ódýr afþreying sem getur aðeins öðlast gildi séu þær lesnar sem einhvers konar paródía á glæpasög- una. Þá er Stella svo átakanlega leiðinleg persóna að þeg- ar verst lætur er píslarganga að fara með henni í gegn- um eitt sakamál eða svo. Þóra hefur aftur á móti ekki gert neitt annað en vinna á með hverri nýrri bók. Annaðhvort venst daman svona vel eða hún er að taka út einhvern smá andlegan þroska á milli bóka. Hún er þó enn sem betur fer nett óhemja en Yrsu hefur tekist að temja skass- ið þannig að nú fylgir maður henni möglunarlaust hvert sem er. Jafnvel á hjara veraldar á Grænlandi. Eiginlega er eini ljóðurinn á ráði Þóru að hafa bundið trúss sitt við þýska snobbhænsnið og þurrpumpuna Matthew en góðu heilli má stundum hlæja að þeim náunga. Auðnin er fjórða bók Yrsu um Þóru sem getur aldrei verið kyrr á sama stað lengi. Í Þriðja tákninu þvældist hún um á kafi í eldgömlu máli, í Sér grefur gröf leysti hún morðmál á Snæfellsnesi, í fyrra fór hún til Eyja í Ösku og nú fer hún með hópi fólks lengst út í óbyggðir Grænlands til að grennslast fyrir um afdrif starfsmanna verktakafyr- irtækis sem eru horfnir sporlaust. Ekki er hægt að útiloka morð eða glæpsamlegt athæfi að baki mannshvörfunum enda væri Þóra varla annars að þvælast svona út í bu- skann. Yrsa gæti vart fundið sér drungalegra og því heppi- legra sögusvið en ísauðn Grænlands ekki síst þar sem maður hefur það einhvern veginn á tilfinningunni að vart sé hægt að hugsa sér betri stað til þess að kála einhverj- um og fela líkið. Yrsa spilar skemmtilega á einangrun- ina, kuldann og myrkrið sem grúfir yfir staðnum og ekki skemmir fyrir að innfæddir eru frekar fjandsamlegir og samkvæmt gömlum sögum þeirra hvílir bölvun á staðn- um þar sem verktakafyrirtækið vann að jarðborunum. Og það er ekki að sökum að spyrja. Aðkoman er hroll- vekjandi og enginn skortur er á óþægilegum og ógn- vekjandi uppákomum. Tónninn sem Yrsa gefur strax í upphafi er skyldari hryllingssögu en klassískum reyfara. Þessari hryllingsmyndastemningu heldur hún svo með stæl fram eftir sögunni og stundum líður manni eins og maður sé staddur í miðri The Thing og bíður bara eftir að skrímslið skjóti upp kollinum. Samkvæmt kúnstarinnar reglum eykst spennan jafnt og þétt og flettingarnar verða hraðari eftir því sem á líður þannig að í raun er fátt út á þessa prýðilegu spennusögu að segja. Stíll Yrsu er þó svolítið lopalegur og hún er ekk- ert að spara orðaflauminn. Ekki alvarlegur ágalli en verð- ur því miður stundum til þess að maður finnur sig knúinn til þess að skauta yfir síðurnar til þess að detta ekki úr takt við annars spennandi söguna. Haldi Yrsa hins vegar áfram á sömu braut er fram- tíðin björt og Þóra fer að verða jafnómissandi gestur í skammdeginu og sjálfur Erlendur sem að vísu skrópaði í ár svo kona fengi að njóta sín með fínum árangri. Kon- ur eru greinilega alveg málið í íslenskum krimmum og sjálfsagt mættu fleiri táfýlukallar en Erlendur taka sér frí svo Þóra, Elínborg og aðrar valkyrjur geti notið óskiptrar athygli þegar þær leysa morðgátur eins og hörkukellum sæmir. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Ískaldur hrollur AuðNIN Yrsa SigurðardóttirSamkvæmt kúnst- arinnar reglum eykst spennan jafnt og þétt og fletting- arnar verða hraðari eftir því sem á líður þannig að í raun er fátt út á þessa prýðilegu spennu- sögu að segja. Útgefandi: Veröld Fyrri dómar MyRká eftir Arnald Indriðason Sallafínn Arnaldur. Hann hefur þó gert betur og mun örugglega gera betur síðar. ÓdáðAhRAuN eftir Stefán Mána Mann hungrar í meira um leið og síðasta blaðsíðan hefur verið lesin. SkApARINN eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Guðrún Eva er einn af okkar bestu rithöfundum. VONARStRætI eftir Ármann Jakobsson Einkennilega tímabær skáldsaga. SkuggAMyNdIR úR feRðAlAgI eftir Óskar Árna Óskarsson „Óskar Árni sýnir á köflum sínar bestu hliðar.“ láRuS pálSSON leIkARI Þá þögn sem lukið hefur um nafn Lárusar Pálssonar var löngu kominn tími til að rjúfa. leItIN Að bARNINu í gjáNNI eftir Guðberg Bergsson Bráðfyndin allegorísk barnasaga handa fullorðnum. AlkASAMfélAgIð eftir Orra Harðarson Heittrúað AA-fólk mun varla kunna Orra miklar þakkir fyrir þetta uppátæki. 10 Ráð tIl Að ... Eftir Hallgrím Helgason Prýðileg bók en Hallgrímur hefur oft áður verið fyndnari, beittari og safaríkari. ég – ef MIg SkyldI kAllA Eftir Þráin Bertelsson Merkileg bók um svall og svartnætti, en með heiðríkju yfir. eRlA, gÓðA eRlA Eftir Erlu Bolladóttur Nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja læra af lífinu. AMtMAðuRINN á eINbúA- SetRINu Eftir Kristmund Bjarnason Verð undrandi ef betri ævisaga kemur út á þessu ári. dÓttIR MyNdASMIðSINS Eftir Kim Edwards Snertir lesandann í hjartastað þannig að verkjar. fuNdIð fé Eftir Jens Lapidus Skemmtilegur, vel skrifaður og raunsær krimmi. StebbI RuN - ANNASAMIR dAgAR Og öguRStuNdIR Eftir Óskar Þór Karlsson Stórfróðleg bók sem tvímæla- laust á erindi við fjölmarga Íslendinga. göNgIN Eftir Roderick Gordon og Brian Williams Eftir að hafa lesið þessa bók vil ég gjarnan fá meira að heyra. Mörgum spurningum er enda ósvarað. Barna- og unglingabók MyRkt æVINtýRI Blekhjarta er ævintýrabók. Þessi geiri hefur orðið sívinsælli síðasta áratuginn. Ungur krakki, helst munaðarlaus eða á aðeins eitt foreldri, býr yfir sérstökum hæfileika og þarf að finna ein- hvern töfragrip og fræðist á leið- inni um hugrekki, vináttu og kærleika. Hún fjallar um unga stúlku (stig 1) sem býr með pabba sín- um eftir að móðir hennar hvarf (stig 2), hún býr yfir sérstök- um hæfileika sem snertir bækur (stig 3) og þarf að finna bókina Blekhjarta sem geymir marga yfirnáttúrulega leyndardóma (stig 4) og leitar að henni, og uppgötvar margt um sjálfa sig í leiðinni (stig 5). Meggí, líkt og faðir hennar Mó, elskar bækur á nánast óheilbrigðan hátt. Bækur fylla hvern krók og kima í íbúðinni þeirra og ekki kemur það á óvart að faðir hennar vinnur við að binda inn bækur. Eitt kvöldið birtist dularfull- ur, ókunnugur maður fyrir utan húsið þeirra og með því byrjar sagan. Meggí kemst að því að faðir hennar er með í vörslu sinni dularfulla bók sem kall- ast Blekhjarta og að illmennið Steingeitungur ásælist hana. Og það má sko kalla hann illmenni. Í setningu sem ég las yfir nokkrum sinnum til að fullkomlega ná henni mætti lýsa illsku hans í hnotskurn. Eftir að Meggí segist vera tólf ára svarar hann: „Tólf? Tvö, þrjú ár til viðbótar og hún er orðin nothæf og fín.“ Það fór hrollur um mig þegar ég las þetta. Einnig er í bókinni eitt frumlegasta og hræðilegasta skrímsli sem ég hef lesið um, Skugginn, böðull Steingeitungs. Risastórt, andlitslaust og búið til úr ösku fórnarlamba Steingeitungs, fullt af hatri, reiði og sársauka. Jahérna hér. Þýðingin á köflum lætur mann glotta út í annað, svo sem þegar vitnað er í C.S. Lewis og talað um bókina Ljónið, tígrisdýrið og skápurinn. Þetta ætti náttúrlega að vera Ljónið, nornin og skápurinn ... en þið vissuð það örugglega. Bókin er allt í allt mjög skemmtileg og er kjörin um jólin fyrir þau sem hafa gaman af svona bókum en eru ekki of viðkvæm fyrir dekkri hliðum æv- intýra. Bókin er partur af þríleik, hinar bækurnar heita Blekálög (Inkspell) og Blekdauði (Inkdeath) og sjálfur hlakka ég til að lesa þær. úlfAR öRN kRIStjáNSSON, 15 áRA blekhjARtA Cornelia FunkeMjög skemmtileg bók. Kjörin fyrir þau sem eru ekki of viðkvæm fyrir dekkri hliðum ævintýra. Þýðandi: Hafliði Arngrímsson Útgefandi: Bjartur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.