Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 6
fimmtudagur 27. nóvember 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Hann er ekki heima,“ sagði hrein- gerningakona Friðjóns Þórðar- sonar við blaðamann þegar hann bankaði upp á hjá honum í gær- dag. Friðjón hefur verið kærður fyr- ir auðgunarbrot og peningaþvætti ásamt æskuvini sínum, Matthíasi Ólafssyni borgarstarfsmanni. Friðjón var forstöðumaður verðbréfasviðs Virðingar hf., en hann og Matthías hafa verið sak- aðir um markaðsmisnotkun auk peningaþvættis og auðgunarbrota. Æskuvinirnir neita ásökunum, en alls eiga þeir að hafa millifært 250 milljónir á milli reikninga sinna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem DV hefur undir höndum, halda þeir uppi þeim vörnum að hinar gríð- arháu millifærslur séu tilkomnar vegna bílaviðskipta og fasteigna- kaupa. Ljósatæknir með tugi milljóna Það var í júní síðastliðnum sem banki tilkynnti um óvanalegar háar millifærslur. Í kjölfarið kom í ljós að millifærslur upp á 250 millj- ónir króna hafi staðið yfir á tíma- bilinu október á síðasta ári fram í september síðastliðinn. Upphæð- irnar voru millifærðar frá Virðingu hf., þar sem Friðjón starfaði, yfir á reikning Matthíasar, sem sjálfur vinnur sem ljósatæknir hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Eftir að pening- arnir voru færðir yfir á reikning Matthíasar millifærði hann stóran hluta upphæðarinnar yfir á reikn- ing Friðjóns. Þá áttu sér einnig stað háar millifærslur á milli Virðingar hf. og FHM, sem er eignarhaldsfé- lag í eigu æskuvinanna tveggja og bróður Friðjóns. Milljónir vegna bílaviðskipta Sjálfur segir Friðjón, samkvæmt úr- skurði héraðsdóms, að millifærsl- urnar eigi sér eðlilegar skýringar. Hann vísar til þess að hann annist að miklu leyti verðbréfa- og gjald- eyrisviðskipti fyrir hönd Matthí- asar, sem starfar sem ljósatæknir hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þess vegna hafi hann millifært milljón- ir á reikninginn og svo eigi Matthí- as að hafa millifært á reikning Frið- jóns vegna bílaviðskipta og skulda þeim tengdum. Þetta telur lögregl- an afar ólíklegt og í raun beri mik- ið á milli framburðar Matthíasar og Friðjóns. Varðar allt að sex ára fangelsi Friðjón er sonur forstjóra Kaup- hallarinnar, Þórðar Friðjónsson- ar, sem sjálfur er sonur fyrrverandi dómsmálaráðherra Íslands, Frið- jóns Þórðarsonar. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Friðjón yngri Sé kærður fyrir að hafa brotið gegn 249. grein hegningarlaganna sem hljóðar svo: Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem ann- ar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsing- una, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi. Hreingerningakona til varnar Að sögn hreingerningakonu Friðjóns var hann ekki heima þeg- ar blaðamaður bankaði upp á hjá honum. Aftur á móti mátti finna þar tvo bíla, annars vegar forláta Audi-jeppa, sem kostar um ellefu milljónir króna. Síðan var glæsileg Benz- bifreið einnig á hlaðinu. Bíllinn er skráður á Av- ant hf. Héraðsdóm- ur féllst ekki á gæsluvarðhalds- kröfu ríkislög- reglustjóra; til þess þótti þeim ekki næg heimild þó viðurkennt væri að útskýringar þeirra væru ótrúverðugar. Ekki náðist í Matthías þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir frekar en Frið- jón. Æskuvinirnir Matthías Ólafsson, ljósatæknir Orkuveitu Reykjavíkur, og verðbréfa- salinn Friðjón Þórðarson halda því fram að 250 milljóna króna millifærslur séu til- komnar vegna bifreiðaviðskipta og fasteignakaupa. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á gæsluvarðhald yfir Friðjóni en viðurkenndi í dómsorði að útskýringar þeirra væru ótrúverðugar. VaLur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is glæsilegir bílar fyrir utan heimili friðjóns Þórðarsonar mátti finna tvo glæsibíla. annar var í eigu hans en hinn væntanlega á kaupleigu. ÆSKUVINIRNIR DEILDU STÓRFé „Allt sem kemur fram til að skýra málið er til hins betra. Það ligg- ur í augum uppi,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskiptaskor Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, sem hvetur til aðgengis að upplýsingum. Seðlabankinn hefur enn ekki tek- ið afstöðu til þess hvort DV fær afrit af minnismiðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þar sem á að koma fram að hann hafi margsinnis fund- að með forsvarsmönnum viðskipta- bankanna fyrir bankahrunið og var- að þá við þenslu bankanna. DV hefur því lagt fram kæru á hendur bankan- um til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Í viðtali við Financial Times 23. október sagði Davíð að til væru minnismiðar sem sönnuðu að hann hefði varað bankamenn við en stjórnendur Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans ekki hlustað á hann. DV óskaði eftir minni- smiðunum fyrir mánuði, eða 24. október. Síðan þá hefur blaðamaður endur- tekið ítrekað ósk sína í símtöl- um við Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra á skrifstofu Seðla- bankans, sem sér um samskipti bankans við fjölmiðla. Svör Stefáns hafa verið á þá leið að vegna anna hafi ekki unnist tími til að taka afstöðu til beiðninnar. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Ís- lands, hvetur blaðamenn til að leita til úrskurðar- nefndar um upplýs- ingamál ef upplýs- ingabeiðnum er hafnað eða þær ekki afgreiddar. „Stjórnmálamenn og jafnvel seðla- bankastjóri hafa lýst því yfir að allt þurfi að vera uppi á borðum. Athafn- ir þurfa að fylgja þessum orðum,“ segir hún. Seðlabankinn heyrir undir upp- lýsingalög og ber að afgreiða upp- lýsingabeiðni eins fljótt og auðið er. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga þarf að skýra umsækjendum frá ástæðum tafarinnar og sömuleið- is gera grein fyrir hvenær ákvörðunar er að vænta. Þetta hefur Seðlabank- inn ekki gert. Seðlabankinn þarf nú að gefa upp afstöðu sína til upplýsinga- beiðninnar. Ef DV verður synj- að um upplýsingarnar er næsta skref að kæra þá ákvörðun Seðlabankans. erla@dv.is Seðlabankinn svarar ekki beiðni DV um minnismiða Davíðs oddssonar: dv kærir Seðlabankann Leynir upplýsingum davíð Oddsson segir minnismiða sína sanna að hann hafi varað forsvarsmenn viðskiptabankanna við þenslunni. MynD steFán KarLsson Þrífa Ísafjörð Ísafjarðarbær fær heldur betur góða aðstoð næsta sumar en þá ætla sjálfboðaliðar í félagasam- tökunum Veraldarvinir að hjálpa við umhverfisþrif. Veraldarvin- ir hafa unnið að umhverfis- og menningartengdum verkefnum um allt land en þeir hafa meðal annars staðið fyrir skipulegri hreinsun strandlengju Íslands. „Við hreinsum allt sem hægt er að taka með höndum og kort- leggjum síðan með GPS-tækjum þau stykki sem ekki er hægt að fjarlægja nema með stórvirkum vinnuvélum. Hugmyndin er síð- an að fjarlægja þau stykki síðar meir,“ segir í bréfi sem Veraldar- vinir hafa sent Ísafjarðarbæ. Orkuveitan hægir á Í haust réðst Orkuveita Reykja- víkur í gerð nýs fráveitukerf- is fyrir Borgarnes, Akranes og Kjalarnes. Ákveðið hefur verið að draga úr framkvæmdahraða þessara verka vegna efnahags- ástandsins. Seinkun þessi nem- ur tæpu ári og framkvæmdum mun ljúka síðari hluta árs 2010 í stað ársloka 2009. Ístak sér um verktökuna fyrir Orkuveit- una og hefur byggingafyrirtæk- ið samþykkt að draga úr hraða framkvæmda. Upprunaleg verk- áætlun við gerð hreinsistöðva á Bifröst, Varmalandi, Hvanneyri og í Reykholti stendur þó enn. Áhyggjur af niðurskurði Bæjarráð Sandgerðisbæjar lagði fram bókun um mál- efni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á fundi sínum í fyrradag. Í bókuninni segir að bæjarráð lýsi yfir miklum áhyggjum af sparnaðartil- lögum sem fram hafa komið að undanförnu. Bæjarráðið telur nauðsynlegt að leiðrétta framlög HSS þar sem ekki hafi verið tekið tillit til mikill- ar íbúafjölgunar í umdæm- inu frá árinu 2005. „Niður- skurður mun bitna harkalega á meðal annars skurðstofu HSS. Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu telur bæjarráð ótækt að skerða framlög til heilbrigðsþjónustu á Suður- nesjum.“ segir í bókuninni. Enginn pabbatími Niðurskurður ríkisins á starfsemi Heilbrigðisþjónustu Suðurnesja á sér margar birtingarmyndir. Sú nýjasta snýr að verðandi foreldr- um landsins en vegna niður- skurðarins þarf að hætta við tvo síðustu tíma foreldranámskeiðs sem haldið er reglulega á sjúkra- húsinu. Annar af þessum tímum er svokallaður „pabbatími“ þar sem verðandi feður fræðast um ýmislegt er viðkemur litlu krílun- um. Kostnaður við námskeiðið var sex þúsund krónur en hefur nú verið lækkaður í fimm þús- und krónur. Matthías Ólafsson Ljósatæknir Orkuveitu reykjavíkur sat í gæsluvarðhaldi frá föstudegi til mánudags. Friðjón Þórðarson neitar ásökunum um að hafa framið auðgunarbrot með því að millifæra 250 milljónir frá virðingu hf. til matthíasar vinar síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.