Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 4
fimmtudagur 27. nóvember 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Þetta er hræðilegt, sonur minn þor- ir varla út úr húsi,“ segir Guðbjörg Hjaltadóttir, móðir Óskars Arnar. Óskar Örn hefur fengið að líða fyrir barsmíðar samnemenda sinna þrátt fyrir það að hann tengist málinu ekki á nokkurn hátt fyrir utan það að vera nemandi í Njarðvíkurskóla. Ástæðan er sú að Óskar Örn ber sama fornafn og einn af þeim pörupiltum sem réð- ust á samnemanda sinn með höggum og spörkum. Myndband af árásinni var síðan sett á vefinn YouTube og er talið að þúsundir Íslendinga hafi horft á það. Myndbandinu var fljótt kippt út af YouTube en nokkrir virð- ast hafa vistað það á tölvunni hjá sér því það fór í mikla dreifingu á verald- arvefnum og er hægt að finna það á fjölmörgum vefsíðum í dag. Grímuklæddir á þakinu „Í fyrrakvöld var bankað á útidyra- hurðina heima hjá okkur og við fór- um til dyra en sáum engan. Ég fór þá að ganga í kringum bílinn minn og heyrði þá eitthvað þrusk. Þá sá ég tvo menn uppi á húsþakinu hjá okkur og voru þeir búnir að hylja andlit sín,“ segir Guðbjörg sem var skiljanlega mikið brugðið. „Þegar þeir sáu mig hoppuðu þeir niður. Við búum í einbýlishúsi og það er auðvelt að fara upp á þak. Þetta er rosalega leiðinlegt mál,“ segir Guð- björg og bætir við að sonur hennar sé eyðilagður vegna misskilningsins. „Auðvitað er hann eyðilagður. Hann er saklaus drengur sem verð- ur fyrir því að einn skólabróðir hans, sem er nýr og óþekktur í Njarðvík, heitir sama fornafni og hann. Þetta er fljótt að berast í gegnum netið og nafnið hans hlýtur að hafa villst inn á einhverja vefsíðu,“ segir Guðbjörg. Múgæsingur í bænum Svo virðist sem mikill múgæsingur sé að byggjast upp í kringum ofbeldis- málið suður með sjó og er Óskar Örn fórnarlamb þess. Fjölmargir þekkt- ir bloggarar hafa skrifað um málið og birt nöfn þeirra sem tóku þátt í árásinni. „Óskar Örn er bara þekktur sem góður strákur, duglegur að læra og er góður í fótbolta. Hann hefur aldrei verið í neinu svona,“ segir Guðbjörg en hún telur það nánast öruggt að allir í Njarðvíkurskóla viti um mis- skilninginn og því séu þeir sem fóru upp á húsþak heimilisins úr öðru bæjarfélagi. „Já, það held ég alveg örugglega, frekar úr öðrum bæjarfélögum og Reykjavík. Misskilningurinn er fljótur að berast. Þetta gætu ekki hafa verið nemendur úr Njarðvíkurskóla, ekki nema þá kannski yngri nemendur,“ segir Guðbjörg. Hún hafði ekki haft samband við lögreglu vegna málsins þegar DV heyrði í henni í gær. „Nei ég hef ekki gert það en geri það að sjálfsögðu ef þetta held- ur áfram. Ég talaði við stjórnend- ur Njarðvíkurskóla og þeir ætla að tala við skólastjórana í öðrum skól- um bæjarins. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta en þetta er ömurlegt ástand.“ Hálfhrædd „Það er agalegt ef hann fær slæmt orð á sig fyrir einhvern annan. Þetta er lítið samfélag og það er ömurlegt ef sonur minn fær á sig einhvern stimpil út af þessu,“ segir Guðbjörg og bætir við að henni líði heldur ekk- ert vel. „Ég er bara eyðilögð yfir þessu og hálfhrædd því ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir Guðbjörg. Grímuklæddu menn- irnir á hús- þakinu eru ekki það eina sem Ósk- ar Örn og fjölskylda hans hafa þurft að þola því alls stað- ar á netinu er hon- um hótað barsmíð- um og að það verði „gengið frá honum“ við fyrsta tækifæri. Lögreglan á Suð- urnesjum hefur ekki fengið nein hótunar- mál inn á borð til sín en þar á bæ segja menn þó að slíkar hótanir verði ekki teknar neinum vett- lingatök- um. Óskar Örn Óskarsson, fimmtán ára nemandi Njarðvíkurskóla, á ekki sjö dagana sæla því yfir hann rignir hótunum úr öllum áttum og það allt saman fyrir misskilning. Ástæð- an er sú að nafni Óskars var einn af þeim sem gengu hrottalega í skrokk á samnemanda sínum á lóð Njarðvíkurskóla. Tveir grímuklæddir menn gerðu dyraat heima hjá Óskari Erni í fyrrakvöld og klifruðu þeir meðal annars upp á húsþak. Móðir Óskars Arnar, Guðbjörg Hjaltadóttir, segir son sinn varla þora út úr húsi. Hóta saklausum pilti Atli Már GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is ofbeldishneigðir einn af þeim pörupilt- um sem réðust á samnemanda sinn var nýbyrjaður í njarðvíkurskóla og heitir óskar. Það er hins vegar ekki óskar Örn. saklaus óskar Örn er fyrirmyndarnemandi sem stundar knattspyrnu af kappi. Hann átti engan þátt í ofbeldinu á skólalóð njarðvíkurskóla en er í staðinn fórnarlamb múgæsings í bæjarfélaginu. Bjorn Richard Johansen, norski spunameistarinn sem Geir H. Haarde forsætisráðherra fékk til liðs við sig í kjölfar bankahrunsins í október, gisti í lúxússvítum Hilton hótelsins og Rad- isson SAS 1919 á meðan hann sinnti verkefnum sínum við samræmdar almannatengslaaðgerðir fyrir ríkis- stjórnina. Fyrri hlutanum eyddi hann á Hilton en þeim seinni á 1919. Eins og kom fram í DV í gær hefur hann nú lokið verkefnum sínum og heldur brátt af landi brott, rúmum fimm vik- um eftir að hann hóf störf. Orðróm- ur hefur verið uppi um að ríkið hafi borgað lúxussvítudvöl Johansens í þennan rúma mánuð, en svo mun ekki vera. „Ríkið mun borga fyrir venjulegt herbergi, Björn Richard Johansen borgar sjálfur það sem kostar auka- Bjorn richard Johansen lét fara vel um sig í lúxussvítum Hiltons og 1919: Spunameistarinn í lúxussvítum lega fyrir hann að fá betra herbergi,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Að sögn Kristjáns hefur Johansen ótal sinnum gist á Hilton og því fær hann sjálfkrafa uppfærslu í betra herbergi. Eins og kom fram í DV í gær starfaði Johansen áður sem yfirmaður al- þjóðlegra fjárfestatengsla fyrir Glitni í Noregi um þriggja ára skeið áður en hrunið varð og ríkisstjórnin kall- aði hann til. Hann hefur því oft dval- ið hér á landi áður í tengslum við at- vinnu sína. Hann er nú nágranni fyrrverandi yfirmanns síns Bjarna Ármannssonar í auðmannahverfi í Bærum. Samkvæmt skattframtali í Noregi þénaði Johansen tæplega 50,5 milljónir íslenskra króna á síðasta ári, eða um 4,2 milljónir á mánuði og munar því víst ekki um að leyfa sér þann munað færa sig úr venjulegu hótelherbergi upp í lúxussvítu. DV hefur óskað eftir upplýsingum um þau laun sem Norðmaðurinn fékk fyrir störf sín hjá forsætisráðuneytinu en þær upplýsingar höfðu ekki borist þegar þessi orð eru skrifuð. mikael@dv.is Í lúxus á Hilton og 1919 Íslenska ríkið greiddi fyrir venjulegt hótelherbergi undir bjorn richard Johansen þann rúma mánuð sem hann starfaði fyrir forsætisráðuneytið. Hann borgaði sjálfur mismuninn til að færa sig upp í lúxussvítur. Bíður enn eftir Össuri Smári Garðarsson, starfsmaður á vélaverkstæði Eimskips, hefur enn ekki heyrt frá Össuri Skarp- héðinssyni iðnaðarráðherra sem á borgarafundi í Háskólabíói á mánudag stakk upp á því að þeir færu saman á skrifstofu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þar sem þeir krefðust þess að Dav- íð upplýsi um ástæðu þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga. „Hann hefur ekki gert það ennþá en maður veit aldrei hvað verður,“ segir Smári aðspurður hvort Össur hafi haft samband. DV sagði frá því í gær að Smári ætlaði að taka Össur á orðinu. Össur hefur heldur ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um hvort hann ætli að standa við orð sín. Ritstjórinn kaupir Viðskiptablaðið Á starfsmannafundi Viðskipta- blaðsins síðasta föstudag til- kynnti Ásmundur Tryggvason, stjórnarformaður Framtíðar- sýnar og núverandi eigandi Við- skiptablaðsins, í sem stystu máli að Exista hefði ákveðið að leggja ekki inn meira fé í Framtíðar- sýn. Á fundinum var einnig rætt um það að Haraldur Johannes- sen muni líklegast í samstarfi við fjárfesta kaupa blaðið og gefa út helgarblað með um tíu starfs- mönnum. Óvíst er hvort ein- hverjir aðrir aðilar muni reyna að eignast Viðskiptablaðið. Óvíst með laun í uppsagnarfresti Óvissa ríkir um það hvort starfsmenn Viðskiptablaðsins fái greidd laun í uppsagnar- fresti. Öllum starfsmönnum var sagt upp í síðasta mánuði og er útgáfufélag blaðsins nú í greiðslustöðvun. Líklegt þykir að það verði gjald- þrota og Exista, aðaleigandi blaðsins, hyggst ekki leggja meiri peninga í starfsemina. Samkvæmt heimildum DV, meðal annars frá fyrrver- andi starfsmanni Viðskipta- blaðsins, er alls ekki öruggt að starfsmenn fái borgaðan uppsagnarfrest sinn. Hann segir að seinasta föstudag hafi starfsmönnum verið lofað því að þeir myndu fá borgað fyrir nóvembermán- uð en starfsmenn viti ekki um næstu mánuði. Flestir starfsmannanna höfðu upp- sagnarfrest upp á þrjá til fjóra mánuði. 260 báðu um mat 260 manns komu til Fjölskyldu- hjálparinnar í gær að sögn Ás- gerðar Jónu Flosadóttur. Á hverjum miðvikudegi hefur Fjölskylduhjálpin aðstoðað fólk og gefið matvæli til þeirra sem þarfnast þeirra mest. Forsvars- menn Fjölskylduhjálpar Íslands segjast hafa fengið eina og hálfa milljón frá ríkinu í fyrra. Ásgerð- ur segir að þegar nóg sé af mat nái þau að afgreiða um 250 fjöl- skyldur á miðvikudögum. Það var því ansi lítið eftir fyrir þá sem komu seinastir. Ásgerður býst við meiri fjölda eftir viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.