Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2008, Blaðsíða 19
Váfugl er söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar. Sagan hefst í Brüssel, berst til Íslands, Kaupmannahafnar, Berlínar og endar í Rómaborg. Inn í fl éttast stórvið- burðir Íslandssögunnar í bland við evrópskt sögusvið um átök og völd. Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. eftir Hall Hallsson VÁFUGL Bókaútgáfan Vöxtur — www.vafugl.is „Þegar spennan byrjaði greip Váfugl mig algerlega. Hallur nær alveg tökum á því að vera þriller-höfundur.” Bjarni Harðarson, fyrrv. alþingismaður. „Hallur ritar fallega íslensku; hraður stíll og skemmti- legur. Bókin fer hægt af stað en rífur sig upp og lokin eru verulega spennandi.” Soff ía Ófeigsdóttir, bókmenntafræðingur. „Váfugl er sagnfræði, samtímasaga, framtíðarsýn og spennutryllir. Afar áhugaverð bók um áhugavert efni.” Jón Kr. Snæhólm, stjórnmála- og sagnfræðingur. „Ótrúlega tímabær umræða um Evrópumál.” Ingvi Hrafn Jónsson, ÍNN. Í skáldsögu minni Váfugli  alla ég um stærsta álitaefni okkar samtíma; samskipti Íslands og Evrópusambandsins. Á 19. öld var Ísland við ysta haf, en reif sig undan danskri stjórn á 20. öld, komst í þjóðbraut og lykilstöðu í Kaldastríðinu. Ísland varð áhrifamesta smáríki í heimi. Nú er Ísland aftur á áhrifasvæði Evrópu. Getur Ísland staðið á eigin fótum út við ysta haf? Vill þjóðin standa utan Evrópusambandsins? Verður Evrópa bandalag þjóða eða sameinast álfan? Hvernig líður Íslandi í evrópsku stórríki; útkjálki eða dýnamískt hérað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.