Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2013, Page 141

Húnavaka - 01.05.2013, Page 141
H Ú N A V A K A 139 hann inn í skála er hann notaði sem geymslu fyrir amboð og fleira. Þar var taðhlaði en gólf yfir í skemmunni í hæð Eiríks í risinu. Þar seildist Einar niður í kistu og tók upp tólgarskjöld ásamt harðfiski og bauð honum að borða eins og lystin leyfði. Eiríkur var með vasahníf eins og flestir í þá daga og ætlaði að stinga utan úr tólginum en þá sagði Einar: „Bíttu heldur í tólginn en skera hann, það kann að kvarnast út úr.“ Eiríkur hafði ekki vanist að bíta í nema það sem hann borðaði. Einar gaf honum einnig stóran kandísmola. Þeir virtust brúa vel aldursmuninn. Síðan hélt Einar áfram: „Auðvitað hefðir þú þurft að fá eitthvað heitt að drekka, því það er komið frost úti en ég hef ekki kveikt upp í hlóðunum í dag enda ekki svo kalt. Það var tímaeyðsla og best að spara taðið svo það sé vel nóg handa mér. Það er betra að láta aðra fá í poka en vera að biðja sjálfur um það, svo fær konan á hinum bænum ríflegan skammt þegar hún bakar brauð fyrir mig. Það kemur sér vel að eiga tölvert volga uppsprettu hér framan í árbakkanum þó aðgangur að henni sé frekar erfiður, þar þvæ ég fötin mín og ullina af kindunum. Mislitu ullina hef ég heima, kembi, spinn og hef hana í prjónles sem sjómenn kaupa. Þetta er ekki fínn tóskapur en þeir kunna að meta að þetta er sterkt og hlýtt. Í kyrru veðri að vetrinum, er ég stend hjá kindunum í beitinni, get ég prjónað með því að hafa prjónana hálfgert upp í ermunum á mussunni. Ég sé að þér mun, Eiki minn, búnast vel þegar þú ferð að hirða skepnur og eignast þær. Ég sá til þín í réttinni þegar þú læddist á milli kindanna eða stóðst kyrr að athuga mörk. Það er reynsla mín að kindur sem eru óöruggar eða hræddar, þurfi meira fóður og þær verða ekki eins afurðamiklar. Það er tölvert talað um hvað ég eigi gott og afurðamikið fé og ég er beðinn um lambhrúta en það er lítið gagn af góðum erfðum ef fóður og umgengni er ekki upp á það besta. Það er talinn besti kosturinn séu ærnar mjólkurlægnar. Það er ekki búsvelta þar sem fært er frá vel fóðruðum ám. Ég á venjulega tvær til þrjár ær í kvíaánum hjá hjónunum á hinu búinu. Þau láta mig fá ærmjólk í tunnu til vetrarins en um sauðburðinn mjólka sumar ærnar mínar of mikið og þá hef ég mjólk út á grautinn og draflaábrystir og álít að ég sé hraustari af þessu og losni við vorslenið sem hrjáir svo marga. Ég gef kindunum mínum nýja heyið frá sumrinu áður og geymi fyrningarnar áfram. Þær geymast nokkuð vel undir torfinu og mér finnst öruggara að eiga eins til tveggja ára fyrningar ef illa árar. Ég hef alltaf farið á sama tíma til kindanna í húsin enda hafa þær glöggt tímaskyn og gef ég þeim að minnsta kosti eitt fang á garðann áður en þær fara út til beitar á frosna jörð. Ég tala alltaf í vinalegum tón við þær, hvar sem ég sé þær og samvistir við þær eru mín lífsfylling. Ég hef oft farið til þeirra í beitinni, þá eru þær allra duglegastar að bíta og við förum ekki heim fyrr en í myrkri ef veður er gott. Stundum leggst ég í hey í tóftardyrunum og hlusta á ærnar éta og jórtra í ró og næði, þvílíkur friður. Ég mun eyða minni heyjum en sumir þeir bændur sem ég hef heyrt af, fyrir stundvísi mína og hlýlega umgengni.“ Öll þessi ræða var Eiríki sterk í minni í fyrstu af því hann var ómótaður krakki og þetta hafði einhver áhrif á hann, því mörgum árum seinna kom upp í huga hans setningin: „Bíttu heldur í tólginn en skera hann, það kann að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.