Lögmannablaðið - 01.12.2003, Side 11
11
mótið er haldið. Er von til þess að mótið verði
veglegt afmælismót þar sem dómstólum
landsins mun sérstaklega boðið til leiks.
Einnig hefur framkvæmdastjóri LMFÍ hug á
því að auglýsa mótið meðal kollega á Norður-
löndum en framkvæmdastjórinn mun vinna
ötullega að markaðssetningu mótsins meðal
norrænna kollega sinna. Er því aldrei að vita
nema hingað komi norræn knattspyrnulið til
leiks!
Smári Hilmarsson
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Sigursælt lið Reynslu
og léttleika með bikar
í hendi og gull á
bringu. Efri röð f.v.:
Grétar Jónasson,
Bjarki Diegó, Anton
Björn Markússon, Jón
Steinar Gunnlaugsson
og Karl Ó. Karlsson.
Neðri röð f.v. Sigurður
Valgeir Guðjónsson,
Jóhannes Bjarni
Björnsson, Gylfi Jens
Gylfason og Jón
Ármann Guðjónsson.
Að lokum sveif ungmennafélags-
andinn í burtu og menn brögðuðu
á gylltum mjöði að hætti
fornmanna. Ekki er gott að segja
hvort þessir kappar hafi verið að
kveða rímur um Gunnar á
Hlíðarenda en hver veit! F.v.
Smári Hilmarsson, Tómas Jónsson,
Jóhannes Albert Sævarsson og
Stefán Hrafn Stefánsson.