Lögmannablaðið - 01.12.2003, Page 22

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Page 22
22 HIÐ íslenska sjóréttarfélag varstofnað 1982. Frá upphafi hefur félagið haldið reglulega fræðafundi um ýmis viðfangsefni sjóréttar og skyldra greina. Hafa framsögumenn verið bæði frá Íslandi og hinum Norð- urlöndunum. Fljótlega eftir stofnun félagsins hófst útgáfa tímaritsins Njarðar en hún hefur legið niðri frá 1992. Síðustu ár hafa fræðafundir verið fátíðir en síðast var haldinn fundur í apríl 2003. Þar hafði Magnús K. Hannesson, Ph.d., framsögu um undirbúning nýs alþjóðasáttmála um eininga- eða stykkjavöruflutninga, sem ætlað er að leysa Haag- Visby reglurnar og Hamborgarreglurnar af hólmi. Í undirbúningi er nú uppsetning heimasíðu félagsins á vefnum og fleiri nýjungar. Í stjórn félagsins sitja Jón Finn- björnsson héraðsdómari, sem er jafn- framt formaður félagsins, Jón H. Magnússon hdl., varaformaður, Magn- ús Helgi Árnason hdl., gjaldkeri, Aðal- steinn Jónasson hrl., Einar Baldvin Axelsson hrl., Garðar Briem hrl., og löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóna, og Magnús K. Hannesson sendifulltrúi. Rúmlega 100 einstaklingar eru nú félagar, auk nokkurra fyrirtækja. Félagið er opið öllum áhugamönnum um sjórétt og skyldar greinar, svo og fyrirtækjum sem starfa á þessu sviði. Þeir sem óska eftir aðild að félaginu geta kynnt einhverjum stjórnarmanna vilja sinn. Nauðsynlegt er að gefin sé upp kennitala viðkomandi. For- maður félagsins hefur netfangið jon@sjorettur.is. 4 / 2 0 0 3 Hið íslenska sjóréttarfélag Jón Finnbjörnsson héraðsdómari

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.