Lögmannablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 26

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Qupperneq 26
26 málafyrirtækinu er heimilt að stunda þá starfsemi sem lögin taka til í viðkomandi ríki svo framar- lega sem hún er fyrirtækinu heimil í heimaríki þess. Þessi regla stuðlar að samræmdri lagasetn- ingu á evrópska efnahagssvæðinu, enda felur hún í sér að það þjónar takmörkuðum tilgangi fyrir aðildarríkin að setja strangari reglur en tilskipanir Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Ákveðnar hömlur eru á meðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum skv. VI. kafla laga nr. 161/2002. Áskilið er fyrirfram samþykki Fjár- málaeftirlitsins ef aðilar hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki eins og hann er nánar skilgreindur í lögunum. Sama regla gildir reyndar einnig um vátryggingastarfsemi skv. lögum nr. 60/1994, sbr. lög nr. 69/2001. Fjármála- eftirlitið leggur mat á hæfi umsækjanda en sæki aðili ekki um leyfi, eða eignast virkan eignarhlut þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi hafnað umsókn hans, fellur niður atkvæðisréttur sem fylgir þeim hlutum sem eru umfram leyfileg mörk. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beita dag- sektum til að knýja á um sölu hlutar. Ákvæði X. kafla laganna um laust fé og eigið fé og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja, svokall- aðar CAD reglur eru lykilatriði þegar kemur að samræmingu reglna á fjármálamarkaði. Markmið þeirra er að styrkja eigið fé banka með því að gera auknar kröfur til eigin fjár einkum þegar um áhættusamar lánveitingar er að ræða. Reglur um eiginfjárhlutfall eru nánar skilgreindar í reglum nr. 530/2003. 4 / 2 0 0 3

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.