Lögmannablaðið - 01.11.2008, Side 15

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Side 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 15 Það fór kaldur hrollur um lögmenn þegar þeir áttuðu sig á að námskeiðsframboð haustannar sagði til um efnahagshrunið mikla. Boðið var upp á skiptastjórn þrotabúa, uppsagnir starfsmanna, fjárskipti hjóna og sambúðarfólks, kokteilagerð og loks skipti dánarbúa. Það er kaldur vetur í spákortum völvu félagsdeildar en lögmenn bíða spenntir eftir að sjá hvaða námskeið verða í boði á vorönn ... mun þar leynast von um betri tíð og blóm í haga? Námskeið haustannar Á vegum félagsdeildar voru skipulögð tíu námskeið til ársloka og þrjú í ársbyrjun 2009. Fimm námskeiðum er þegar lokið: Matsgerðir með Einari Karli Hallvarðssyni. Nokkur hugtök lögfræðinnar með Ásu Ólafsdóttur sem var sérstaklega ætlað starfsfólki lögmannsstofa og heppnaðist afar vel. Einnig var haldið námskeið í skiptastjórn þrotabúa með Kristni Bjarnasyni og sóttu það 27 þátttakendur. Fámennt var á námskeiðum í uppsögnum starfsmanna sem Hrafnhildur Stefánsdóttir kenndi og í samkeppnisrétti sem Heimir Örn Herbertsson kenndi. Námsferð til Winnipeg Sú hefð hefur skapast að fara annað hvert ár í námsferð til að kynnast réttarkerfi annarra þjóða, hitta kollega og víkka sjóndeildarhringinn almennt. Í októberbyrjun hélt 25 manna hópur á Íslendingaslóðir í Kanada. Haldið var til Winnipeg þar sem Vestur-íslenskir lögmenn og dómarar voru sóttir heim. Frásögn af ferðinni er annars staðar í blaðinu en óvenju margir heltust úr lestinni áður en haldið var af stað. Fótbolti Dálítið drama er búið að vera í gangi vegna fótboltamóta sem Smári Hilmarsson hefur skipulagt árum saman af mikilli samviskusemi og fórnfýsi. Smári fann vænlegan eftirmann í fótboltanefndina sem stóð ekki undir væntingum þegar á reyndi. Þetta er búið að valda angist hjá mörgum en nú er hægt að gleðja fótboltaunnendur með því að haldið verður fótboltamót rétt fyrir jólin. Þetta verður svona „í kjól fyrir jól“ mót fyrir strákana sem þurfa vegna þrenginga á fjármálamarkaðinum að nota sparifötin frá því í fyrra. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Völvan og veturinn

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.