Lögmannablaðið - 01.11.2008, Síða 19

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Síða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 19 Court of Queen’s Bench skiptist í Family Division og General Division. Family Division fjallar um hjóna- skilnaðar-, forsjár-, ættleiðingar- og barnaverndarmál. General Division fjallar um önnur mál s.s. einkamál, t .d. skaðabóta- og slysamál, fasteigna mál og alvarleg sakamál en unnt er að kveðja til 12 manna kviðdóm í síðastnefnda málaflokkn- um. Unnt er að áfrýja úrlausnum Provincial Court of Manitoba í saka- málum til Court of Queen’s Bench. Einnig má skjóta þangað tilteknum ákvörðunum valdsmanna í smærri málum. Manitoba Court of Appeal fer með æðsta dómsvald í Manitoba. Skjóta má úrlausnum Court of Queen’s Bench og Provincial Court of Mani- toba til dómstólsins. Við dómstólinn eru skipaðir sjö dómarar og dæma yfirleitt þrír í hverju máli en fimm í hinum veigamestu málum. Auk þessara þriggja dómstóla þá fjallar alríkisdómstóll kanadíska ríkisins um málefni á hendur kana- díska ríkinu eða sem fjallað er um í alríkisreglum. Hæstiréttur Kanada er æðsti dómstóll kanadíska ríkisins og unnt er að skjóta ákvörðunum lægra settra dómstóla, þ.e. héraðs- og alríkisdómstólsins, en rétturinn ákveður hvaða mál eru tekin til meðferðar. Heimsóknin í dómhúsið var síðasti viðburðurinn í hinni skipulögðu dagskrá. Því er ekki að neita að alvarlegar fréttir af efnahagsvandanum á Íslandi höfðu sín áhrif á þátttakendur á meðan á ferðinni stóð. Eftir stendur þó að ferðin var afar áhuga- verð og skemmtileg, allt skipulag til fyrirmyndar og gestrisni og mót- tökur einstakar. Ferðin var að sumu leyti ólík öðrum fræða ferðum Lög- mannafélagsins vegna þeirrar áherslu sem eðlilega var lögð á sögu og menningu Vestur – Íslendinga en allir þeir sem tóku á móti hópn- um voru af íslenskum uppruna. Ljóst er að aðlögunarhæfni, dugn- aður og hugrekki íslensku frum- byggjanna verður lengi í minnum haft. Víst má telja að ferðin verði ógleymanleg öllum þeim sem þátt tóku. Guðmundur Þór GuðmundssonKris Stefanson dómari. Neil bardal útfararstjóri sýndi hópnum afar nýtískulega útfararstofu sem hann er að byggja.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.