Lögmannablaðið - 01.12.2010, Page 9
lögMannaBlaðið tBl 04/10 9
Á léttUM nótUM
líf leynist í lögmönnum
föStudaGinn 22. oKtÓBeR 2010
fór fram í fyrsta sinn síðan árið 2006
meistaramót lmfÍ í knattspyrnu utan
húss. mótið lagðist af á sínum tíma
vegna áhugaleysis lögmanna og lélegs
forms og var ekki fyrirséð að það yrði
endurvakið fyrr en Jóhannes eiríksson
ákvað að við svo búið mætti ekki
standa: „fram þjáðir menn“, „Íslandi
allt“, „gerumokkargerumokkar besta“
kallaði hann kotroskinn og viti menn.
líf leyndist í lögmönnum sem spruttu
upp af skrifborðsstólunum, greiddu yfir
þunnan hvirfilinn, sóttu fótboltaskóna
inn í geymslu og mættu á staðinn. Hinn
aldni formaður knattspyrnudeildar lmfÍ,
Smári Hilmarsson, var einnig mættur
í KR gallanum sem saumaður var á
öndverðri 20. öld og svo mátti þekkja
ýmis andlit manna sem höfðu sparkað
í tuðrur frá barnsaldri. var ekki að sjá
annað en að menn væru í fantaformi
og svo var tekist á innan vallar af festu
en fyllstu háttvísi eins og jafnan þegar
lögmenn eiga í hlut.
fimm lið mættu til leiks; leX,
loGoS fC, lögfræðistofa Reykjavíkur/
mörkin lögmannsstofa, Regula og vinir
og S18. að venju fór mótið fór fram á
gervigrasvelli Íþróttafélagsins fram, sem
löngum hefur verið kallað Wembley
okkar knattspyrnumanna í lmfÍ. liðin
kepptu öll innbyrðis og spiluðu fjóra
leiki hvert.
Úrslit leikJa
leX – Regula og vinir 03
loGoS fC – S18 31
lR/mörkin – leX 41
Regula og vinir – loGoS fC 50
S18 – lR/mörkin 14
loGoS fC – leX 20
Regula og vinir – lR/mörkin 12
leX – S18 05
lR/mörkin – loGoS fC 00
S18 – Regula og vinir 35
lOkastaða
Sæti Lið Mörk Stig
1 lR/mörkin 10 3 10
2 Regula og vinir 14 4 9
3 loGoS fC 5 6 7
4 S18 10 12 3
5 leX 1 14 0
dómarar frá KSÍ dæmdu alla leiki
og kom ekki til neinna eftirmála. Því
reyndi ekki á kærunefnd teina og tótu
sem ekki hefur verið kölluð saman síðan
árið 1997.
lið lögfræðistofu Reykjavíkur/
markarinnar bar sigur úr bítum en með
liðinu spiluðu gestaspilararnir og KR
ingarnir Gunnar Guðmundsson og Smári
Hilmarsson. aldur sumra liðsmanna
lR/markarinnar þótti heldur í hærri
kantinum og fengu þeir glósur um hvort
spilað væri í sérstakri öldungadeild.
Heldur dró úr gríninu þegar hvert liðið
á fætur öðru laut í gervigras fyrir lR/
mörkinni sem stóð að lokum uppi
sem sigurvegari. „lengi leynist líf í
lögmönnum“ hafði kammerjómfrúin
á orði þegar hún afhenti verðlaunin í
lokin og útdeildi verðlaunapeningum,
kossum og hóli á þakkláta og sveitta
sigurvegara.
Þau tímamót áttu sér einnig stað að
Jóhannes eiríksson tók formlega við
formennsku í íþróttanefnd lmfÍ af Smára
Hilmarssyni, sem gegnt hefur stöðunni
frá 1995. (eða var það 1395?) Bjóðum
við Jóhannes sérstaklega velkominn til
starfa og væntum við mikils af vinnu
hans á komandi árum.
Fótboltanefndin.
Barist um boltann.