Lögmannablaðið - 01.12.2010, Page 13

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Page 13
Úr MyndAsAfni Í SÍðaSta töluBlaði lög­ mannablaðsins var sagt frá fyrsta knattspyrnumótinu á vegum lmfÍ sem haldið var árið 1995. Jafnframt var umfjöllun um kærunefnd teina og tótu og sagt að hún hefði aldrei þurft að koma saman enda sýndu lögmenn félögum sínum vinsemd og virðingu í hvívetna. Það gerðist þó einu sinni að kærunefndin kom saman og fer hér á eftir dramatísk frásögn Þórunnar Guðmundsdóttur sem er annar helmingur tvíeykisins sem skipar nefndina. Þegar kom að haustmóti lmfi í knattspyrnu 1997 hafði liðið „Reynsla og léttleiki“ sem leitt var af Jóni Steinari Gunnlaugssyni unnið nokkur mót í röð. Jón Steinar var í liðinu (reynslan) og svo safnaði hann að sér 25­27 ára gömlum hlaupagikkjum (léttleikinn). JSG stóð allan leikina á markalínunni og öskraði á hlaupagikkina: „Hingað með boltann“, gikkirnir voru út um allan völl að sækja boltann, gáfu hann svo á Jón Steinar, sem þrusaði honum í markið. Þessi leikaðferð gafst mjög vel vegna þess að liðið stóð uppi sem sigurvegari mót eftir mót, og gott ef Jón Steinar var ekki markahæstur í einhverjum mótum. Því miður man ég ekki hvað liðið hét sem vann haustmótið 1997, en það var ekki lið Reynslu og léttleika. eftir mótið uppgötvaði Jón Steinar að í liðinu sem vann var Steinar Þór Guðgeirsson landsliðsmaður í fótbolta, sem var að vísu búinn að ljúka laganámi en hann átti ekki að útskrifast formlega fyrr en í lok október 1997. mótið var haldið fyrir þann tíma. Jón Steinar taldi að þar með væri Steinar Þór ekki löglegur leikmaður og krafðist þess að titillinn væri hirtur af vinningsliðinu og afhentur Reynslu og léttleika sem var í öðru sæti. Það skal tekið fram að kæran var ekkert grín. Kærunefndin hlustaði ekki á þetta og neitaði að breyta úrslitunum, Steinar Þór var talinn löglegur leikmaður. Úrslitin stóðu. EI Úr knattspyrnusögu lMfí sigurvegarar á fyrsta fótboltamóti lMfí utanhúss var lið Jóns steinars gunnlaugssonar, reynsla og léttleiki. efri röð f.v. Bjarki diegó, Jón ármann guðjónsson, Jóhannes karl sveinsson, Jón steinar gunnlaugsson og ragnar Baldursson. neðri röð f.v.: ásgeir ragnarsson, Jónas Þór guðmundsson og Jóhannes Bjarni Björnsson. lögMannaBlaðið tBl 04/10 13

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.