Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Aðalfundur LMFÍ 12. maí 2010 síðastliðinn var fjölmennur sem var skemmtileg tilbreyting frá fundum undanfarinna ára. Ástæðan er for- manns kosning sem félagar stóðu frammi fyrir í fyrsta skipti síðan árið 1994. Skýrsla stjórnar Þar sem Lárentsínus Kristjánsson hrl., formaður, forfallaðist flutti Hildur Friðleifsdóttir hdl., varaformaður, skýrslu stjórnar. Á árinu hélt stjórnin 14 fundi og á þeim voru 272 dagskrárliðir bókaðir. Hildur taldi að næsta stjórn þyrfti að skoða hvernig hún gæti gert starf stjórnar meira sýnilegt en einungis með umfjöllun í Lögmannablaðinu. Hildur greindi ennfremur frá samstarfi LMFÍ við lögmannafélög erlendis og mikilvægi þess að fá aðstoð að utan í tengslum við hugsanlegt afnám trúnaðarskyldu lögmanna við umbjóðendur sína. Að lokum tók hún fram að innan félagsdeildar hefði verið unnið mjög gott starf og nefndi sem dæmi námskeiðahald og skipulag lagadags sem hefði heppnast mjög vel. Lækkun árgjalds Ársreikningar og ársskýrsla var send félagsmönnum fyrir fundinn en í ræðu Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra LMFÍ, kom fram að afkoma félagsins og félagsdeildar af starfsemi síðasta árs hefi verið ágæt. Afkoma lögbundna hlutans var jákvæð um rúmar 6,9 milljónir króna og félagsdeildar um rúmar 1.6 milljónir króna. Ingimar sagði afkomu félagsins af reglulegri starfsemi og félagsdeild viðunandi og það væri fjárhagslega öflugt. Hildur Friðleifsdóttir kynnti tillögu stjórnar að lækka árgjaldið í 42.000 krónur og var það samþykkt samhljóða. Stjórnarkosning Tveir buðu sig fram til formanns, þeir Heimir Örn Herbertsson hrl. og Brynjar Níelsson hrl. Á kjörskrá voru 840, en af þeim kusu 236. Heimir Örn Her berts- son hrl. fékk 59 atkvæði og Brynjar Níelsson hrl. fékk 176 atkvæði. Einn seðill var auður/ógildur. Fundarstjóri lýsti því Brynjar réttkjörinn formann félagsins. Tveir nýir stjórnarmenn voru sjálf- kjörnir, þeir Jónas Þór Guðmundsson hrl., og Ólafur Eiríksson hrl., en Hörður Felix Harðarson hrl. og Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. sátu áfram í stjórn. Í varastjórn voru sjálfkjörin þau Óskar Sigurðsson hrl., Borgar Þór Einarsson hdl., og Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. Brynjar Níelsson hrl., nýkjörinn formaður, kvaddi sér hljóðs og þakkaði félagsmönnum traustið. Brynjar sagði að það hefði ekki verið ágreiningur á milli hans og Heimis Arnar sem hefði leitt hann út í formannsframboð heldur væri ætlun hans að stuðla að öflugu félagi sem stæði vörð um réttarríkið á Íslandi þó það kunni að vera í andstöðu við tíðarandann. Önnur mál Lára V. Júlíusdóttir hrl. kvaddi sér hljóðs og ræddi um minnismerkið á Breiðabólsstað í Vesturhópi sem reist var af félaginu 1974. Hvatti Lára næstu stjórn til að lagfæra minnismerkið sem væri í niðurníðslu. Formannskosning í fyrsta skipti í 16 ár

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.