Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 29 Nýverið tók Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ, þátt í málstofu á fundi International Bar Association, um hlutverk lögmanna- félaga þegar hrun verður í samfél- aginu. Erindi Ingimars hét „The role of Bar Associations in responding to a crisis in the jurisdiction“ en auk hans hélt lögmaður frá Haíti erindi um þau vandamál sem réttarkerfið þar glímir við eftir algjört hrun í kjölfar jarðskjálftanna í janúar síðastliðnum. Að loknum framsögum voru umræður sem lögmenn alls staðar að úr heiminum tóku þátt. Hvernig kom til að þú hélst þetta erindi? IBA, líkt og önnur alþjóðleg samtök lögmanna fylgjast mjög vel með þróun mála og þáttum sem hafa eða haft geta áhrif á starfsumhverfi lögmanna. Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað hér á landi í kjölfar hruns íslensku bankanna hefur sviðsljósið því beinst að íslenskum lögmönnum og áhrifum hrunsins á störf þeirra og eftir atvikum lögmanna- félagsins. Þessi áhugi hefur m.a. komið fram í umfjöllun erlendra fagtímarita um efnið, þar sem m.a. hafa birtst viðtöl við íslenska lögmenn og lögfræðinga. Anne Ramberg, frá Svíþjóð, sem situr í framkvæmdastjórn IBA fékk mig til að taka þátt í þessari málstofu eftir að ákvörðun lá fyrir um að setja það á dag- skrá fundarins. Ég var reyndar upphaf- lega aðeins fenginn til að taka þátt í pallborðsumræðum um efnið, en var síðar beðinn um að vera annar af tveimur framsögumönnum málstof- unnar. Með sama hætti hefur IBA fylgst vel með stöðu lögmanna á Haiti eftir náttúrhamfarirnar þar í byrjun þessa árs, þar sem segja má að allar megin- stoðir samfélagsins hafi hrunið í einni svipan. Hvert var umfjöllunarefnið? Viðfangsefni þessar málstofu var hlut- verk lögmannafélaga þegar meiriháttar áföll eiga sér stað í samfélaginu og í þessu tilviki með sérstakri áherslu á afleiðingar efnahagshruns annars vegar og náttúrhamfara hins vegar. Nálgun mín á þetta efni snéri að mestu leyti að hlutverki Lögmannafélags Íslands við að tryggja grundvöll réttarríkisins, sem gjarnan vill fjara undan í kjölfar samfélagsáfalla, af hvaða toga sem þau kunna að vera. Þarna eru ýmsir þættir undir, eins og t.d. trúnaðarskylda lög- manna, sem atlaga var gerð að við undir búning setningu laga um rann- sókn hrunsins, aðgengi almennings að dómstólum, m.a. í ljósi aukinna tak- mark ana á gjafsóknarheimildum, hækkun dómsmálagjalda, lækkun þóknana til verjenda og réttar gæslu- manna, auk þess sem ég fjallaði um viðbrögð félagsins við auknu álagi á dómstólana og hugsanlegum afleiðing- um þess í ljósi ónógra aðgerða stjórn- valda til að efla dómskerfið. Tóku margir lögmenn þátt í umræðum að loknum erindum? Já, menn voru töluvert forvitnir um stöðu mála og þá þróun sem átt hefur sér stað hér á landi frá hruninu. Flestir þátttakenda virtust hafa fylgst nokkuð vel með þeirri atburðarás sem hér varð í kjölfar hrunsins og veltu m.a. fyrir sér hverju hafi verið um að kenna og hverjir bæru ábyrgð á því. Einnig voru menn áhugasamir um áhrif hrunsins á lögmannastéttina, en ólíkt efnahags- samdrætti eða hruni víðast hvar annars staðar, hafa áhrifin t.d. ekki komið fram í auknu atvinnuleysi meðal lögmanna og lögfræðinga hér á landi, a.m.k. ekki enn sem komið er, þrátt fyrir mikla fjölgun lögmanna undanfarin ár. Þá voru fundarmenn með nokkrar áhuga verðar hugmyndir um hvernig vinna mætti úr þeim gríðarlega fjölda mála í tengslum við hrunið, sem þegar hefur verið skotið til dómstóla eða koma til með að enda fyrir íslenskum dóm stól- um. Annars voru fundarmenn nánast álíka forvitnir um gosið í Eyjafjallajökli og málefni íslenskra lögmanna í kjölfar hruns og veltu fyrir sér áhrifum gossins á íslenskt samfélag. Nú var fulltrúi lögmannafélagsins á Haíti einnig með ræðu, hver eru helstu vanda- málin sem þeir glíma við eftir skjálftana? Já, formaður lögmannafélagsins í Port- au-Prince var hinn frummælandinn í þessari málstofu og það var áhrifamikil lýsing sem hann gaf á stöðu mála á Haiti. Ekki aðeins að stór hluti þeirra bygginga sem hýstu skrifstofur sak- sóknara, dómstóla landsins og lög- manns stofur hafi að mestu hrunið í jarðskjálftunum, heldur voru fjölmargir dómarar, embættismenn, lögmenn og aðrar starfsstéttir tengdar réttarkerfinu, meðal þeirra tæplega 300.000 manna sem létust í hamförunum. Einnig eyði- lögðust ógrynni málsskjala og annarra upplýsinga. Ljóst er að verk efnið er gríðar lega umfangsmikið og mun sjálfsagt taka ár ef ekki áratugi að koma réttarkerfinu í fyrra horf, þrátt fyrir að fjölmörg erlend ríki og lög manna félög hafi boðið fram aðstoð sína við upp- byggingu þess. Auk náins samstarfs við norrænu lög- mannafélögin er LMFÍ er aðili að CCBE, Council of Bars and Law Socie ties of Europe, og IBA, Inter national Bar Asso- ciation, alþjóð legum samtökum lög- manna. Flutti erindi á IBA-fundi Viðtal við Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.