Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 25
Okkur er tíðrætt á tyllidögum um
réttarríkið og mikilvægi þess. Við
þekkjum orðtökin eins og „saklaus uns
sekt er sönnuð“ og „réttláta málsmeð-
ferð fyrir hlutlausum dómsstóli“ o.s.frv.
Allir eru sammála um mikilvægi
stjórnarskrárvarinna réttinda manna
gagnvart stjórnvöldum og ekkert megi
slaka á í þeim efnum. En þessi lýsing
virðist einungis eiga við þegar ró er í
samfélaginu og pólitískt- og efnahags-
legt jafnvægi þokkalegt. Ég hef stundum
sagt það áður að prófsteinn réttarríkisins
er þegar slíkt jafnvægi er ekki til staðar
og almennt umrót er í samfélaginu. Þá
hafa stundum háværir hópar og stjórn-
málamenn ekki mikinn áhuga á réttar-
ríkinu og vill það þvælast fyrir pólitísk-
um markmiðum. Að vísu í orði kveðnu
eru allir sammála um mikilvægi réttar-
ríkisins en þýðing hugtaksins vill
breytast. Réttarríkið snýst þá um réttlæti
og sanngirni sem eru mjög huglæg
hugtök og sitt sýnist hverjum.
Í því umróti sem íslenskt samfélag hefur
verið í síðan bankahrunið varð í október
2008 er réttarríkið í hættu. Það heyrast
kröfur um eignaupptöku hjá „söku-
dólgunum“ sem óljóst er hverjir eru og
hafa ekki einu sinni verið sóttir til saka.
Það eru kröfur um handtökur og að þeir
sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur
gangi. Þá er gjarnan vísað til réttlætis
og að öðruvísi náist ekki sátt í samfél-
aginu. Þótt réttarríkið hafi staðist enn
áhlaup af þessu tagi hefur það bognað
enda hafa bæði stjórnmálamenn og
fjölmiðlar tekið að miklu leyti undir
þessar kröfur. Ástand eins og þetta er
þekkt í samfélagssögu síðustu alda.
Oftar en ekki hefur réttarríkið þurft að
láta undan. Þá hafa tekið við þeir sem
ætla að búa til nýtt og betra samfélag
með réttlætið að vopni. Þær tilraunir
hafa iðulega snúist í andhverfu sína.
Við þær aðstæður sem uppi eru í
íslensku samfélagi í dag þurfa lögmenn
og Lögmannafélag Íslands að standa
vörð um réttarríkið og láta í sér heyra.
Við megum ekki bugast þótt reynt sé að
gera lítið úr okkur og jafnvel haldið
fram að við séum sérstakir sökudólgar
Hrunsins. Í alræðisríkjum, þar sem
réttarríkið á gjarnan undir högg að
sækja, hafa sjálfstæð lögmannafélög
verið afar mikilvæg og áhrifamikil í
baráttunni fyrir réttarríkinu. Þar hafa
lögmenn oft beinlínis sætt ofsóknum í
þeirri viðleitni að koma á réttarríki og í
baráttu fyrir almennum réttindum
fólks.
Réttarríkið er ekki eitthvað sjálfsagt
fyrirbæri sem við getum gengið að sem
vísu. Það þarf að styðja það og verja
þegar að er sótt. Við getum heldur ekki
látið reglur þess gilda stundum en vikið
þeim til hliðar þegar okkur sýnist svo
eða teljum það henta með vísan til
réttlætissjónarmiða. Réttlæti dagsins í
dag reynist oft vera óréttlæti morgun-
dagsins
Prófsteinn réttarríkisins
Brynjar Níelsson hrl.
Pistill formanns
Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur | Sími 540 1800 |
Stórt verk lítið mál