Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 9 þess að vera mikið með almennan málflutning og ráðgjöf. Síðan hafa sakamálin aukist jafnt og þétt og ætli þau séu ekki nálægt 75% af mínu starfi í dag. Svo hef ég náttúrulega talsvert verið við kennslustörf síðustu ár. Er vinnutími þinn langur? Það var meðvituð ákvörðun að hafa vinnutímann ekki langan í byrjun á meðan við vorum að koma þessum tveimur ólátabelgjum sem við eigum á legg en þeir eru nú 21 árs og 19 ára. En frá 2002 hefur vinnutíminn verið lengri en góðu hófi gegnir, meira og minna um kvöld og helgar. Það þýðir ekkert að væla yfir því, svona er þetta bara. Er þetta fjölskylduvænt starfsumhverfi? Nei, enda er ég ekki dæmigerður fjölskyldufaðir sem vill fara með fjölskyldunni í útilegur - enda vill fjölskyldan kannski ekki mikið með mig hafa í slíku. Ég er bara dæmigerður lögmaður að þessu leytinu. Ég get til dæmis ekki gert neitt á heimilinu fyrir utan venjuleg heimilisstörf. Ég hugsa eiginlega bara um vinnuna, alla vega svona í seinni tíð, og er enginn fyrir- myndar heimilismaður. Hefur starfið tekið yfir? Já, það gerir það bara sjálfkrafa og maður fær ekki rönd við reist. Sérstak- lega ef maður er ekki duglegur að segja nei en það hefur háð lögmann inum sem hér talar. Þetta á sennilega við um flesta lögmenn, og er kannski ekki stórmál þegar börnin eru upp kominn og konan þolir mann ekki. Þá er þetta nú allt í lagi. Konan í dómarasætinu Nú ert þú kvæntur dómara, eru hagsmuna- árekstrar vegna þessa? Þeir geta orðið. Það gerist nú fyrst og fremst þegar einhver sakborningur hefur óskað eftir mér sem verjanda og þegar ég mæti í dóm þá situr eiginkonan í dómarasætinu. Þá verður iðulega þungur svipur því hún þarf að alltaf að víkja, ekki ég. Hún hefur því misst af mörgum áhugaverðum og skemmti- legum málum vegna mín og það hefur ekki alltaf valdið mikilli gleði. Nú er eldri sonurinn byrjaður í laganámi, ekki rétt? Já, hann var að ljúka fyrsta ári í lagadeild Háskóla Íslands. Það er ekki mjög frumlegt fólk í þessari fjölskyldu. Eigum að sýna aðgát Brynjar hefur verið áberandi í opinberri umræðu á Íslandi um árabil. Hann hefur skrifað pistla á vefmiðlinum Pressunni og meðal annars átt í rit deilum við andstæðinga nektardans staða. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hann sé sérstakur talsmaður frjálsrar verslunar með konur og að kjöltudans sé viðurkenndur sem lögleg verslunarvara? Þetta er mjög gildishlaðin spurning. Mér er svo sem alveg sama um nektardansinn sem slíkan. Mín hugsun er bara sú að frjálsir og fullráða einstaklingar geti ákveðið hvað þeir geri. Nektardans er ekkert öðruvísi en annar dans nema að sá sem dansar er nakinn. Þetta er ekkert meiri verslunar- vara með fólk heldur en fólk sem sýnir líkama sinn með öðrum hætti, í fegurðarsamkeppni eða hvað það er. Vandamálið er að nektardansinn hefur kynferðislega skírskotun og það er það sem vefst fyrir fólki. Það er bara af siðferðilegum ástæðum sem fólk er að vandræðast með nektardansinn og mönnum finnst í lagi að banna hann vegna þess. Þessi kynferðislega skírskotun truflar marga og ég skil það vel. Það eru útaf fyrir sig eðlileg viðbrögð í kristilegu samfélagi. Við erum hins vegar með mannréttinda- ákvæði sem segja að menn mega gera það sem þeir vilja nema almanna- hagmunir krefjist þess að það sé bannað. Auðvitað eru engir almanna- hagsmunir sem krefjast þess heldur einungis siðferðilegir þó menn viðurkenni það ekki. Það er hins vegar bannað og refsivert að neyða fólk í vinnu við þetta eins og aðra vinnu, öll nauðung í kringum störf er bönnuð. Menn geta ekki réttlætt bann vegna þess að einhver hefur verið neyddur til að dansa nakinn. Ekkert frekar en að banna öll veitingahús eða vinnu í verksmiðju vegna þess að einhver einhvers staðar úti í heima hafi verið neyddur til að vinna slík störf. Þessi bönn eru hluti af pólitískri hugmynda- fræði sem er vinsæl um þessar mundir og hafa því hvorki með mannréttindi né almannahagsmuni að gera. Þú hefur verið iðinn við að benda á að reiði almennings, svo sem í ýmsum málum varðandi hrunið, megi ekki verða til þess að réttarkerfið bregðist sakborningum. Telur þú hættu á því í kjölfar hrunsins? Já, það má sjá í almennri umræðu um þessar mundir. Það eru kröfur uppi um að refsa grunuðum mönnum og þeir mega til dæmis helst hvergi vinna og eiga bara vera í gæsluvarðhaldi, o.s.frv. Reiði almennings er skiljanleg þegar áföll dynja yfir. Þá reynir á réttarríkið og ef það bregst erum við komin í gamla skrílræðið sem allir vita að er ekki til bóta. Réttarríkið er ekki sjálfgefið og það er búið að taka langan tíma að koma því á legg. Efnahagslegt áfall má Í þakkarræðu á aðalfundinum sagði Brynjar að eiginkona sín hefði helst séð þann möguleika í formannsstörfum fyrir Lögmannafélag Íslands að hann yrði þá betur til fara og keypti sér jafnvel ný jakkaföt. Þá myndi fólk vonandi hætta henda í hann peningi ef hann tyllti sér niður á bekk í miðbænum!

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.