Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Mikil þörf fyrir Félag kvenna í lögmennsku (FKL) Ný stjórn FKL Á aðalfundi FKL í mars síðastliðinn var undirrituð kosin formaður félagsins starfsárið 2010 til 2011. Auk nýs formanns voru Auður Björg Jónsdóttir hdl., Bergþóra Ingólfsdóttir hdl., Hrefna Kristín Jónsdóttir hdl. og Inga Lillý Brynjólfsdóttir hdl kosnar í stjórnina. Í varastjórn sitja Bjarnveig Eiríksdóttir hdl. og Vigdís Ósk Sveinsdóttir hdl. Karlastétt eða hvað? Félag kvenna í lögmennsku var stofnað árið 2004. Í samþykktum félagsins er tilgangur þess sagður vera annars vegar að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastétt á Íslandi og hins vegar að auka áhrif og þátttöku kvenna í lögmennsku á Íslandi. Allt frá upphafi hefur nokkuð verið skeggrætt um þörf fyrir félagið innan LMFÍ, og þá ekki síður meðal kvenna en karla. Konur í Lögmannafélagi Íslands eru nú 217 talsins og því 26% félagsmanna. Hópurinn er fjölbreyttur en 128 konur eru sjálfstætt starfandi lögmenn eða fulltrúar en 87 starfa hjá ríki, sveitar- félögum, fyrirtækjum og félagasam- tökum. Tvær hafa hætt störfum. Sjá má af félagatali LMFÍ að konurnar í stéttinni eru nokkuð öðruvísi samsettur hópur en karlarnir. Það er t.d. athyglis- verð staðreynd að rúmlega helmingur kvenna í félaginu eru yngri en 40 ára á meðan um þriðjungur karlanna er á þeim aldri. Þá eru mjög fáar konur í LMFÍ eldri en 60 ára á meðan um 20% karlanna eru á þeim aldri. Lögmanna- stéttin er því í hugum flestra karlastétt, og það ekki að ósekju. Með góðum vilja má jafnvel halda því fram að langt fram eftir 20. öldinni hafi LMFÍ verið félag karla í lögmennsku! Sannarlega er það ekki löstur á stéttinni en ekki kostur heldur. Það er hagur allra lögmanna að stéttin sé fjölbreytt og sé samsett af báðum kynjum á breiðu aldursbili sem láti til sín taka á öllum sviðum réttarins. Jónsmessuganga og sjósund á dagskránni ásamt fleiru Nýrri stjórn FKL þótti einsýnt að tilefni væri til að þétta og efla hinn góða hóp kvenna í LMFÍ. Að efla hópinn innanfrá gerir hann sterkari útávið. Stjórnin ákvað því á sínum fyrsta stjórnarfundi að markmið starfsársins yrði að efla félagstengsl kvenna í LMFÍ. Er það í góðu samræmi við markmið félagsins og ætlar stjórnin sér að gera það með Aðsent efni Þyrí H. Steingrímsdóttir hdl., formaður FKL F.v. Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. og Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.