Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 13 Lagadagur 2010 Málstofa I bar yfirskriftina: Glæpur og refsing: Um umboðssvik, skila- svik og markaðsmisnotkun. Tilefnið var ærið, Hrunið sjálft og sá grunur sem vaknað hefur um stórfelld auðgunar- og efna hagsbrot af hálfu þeirra er stjórnuðu fjármálalífi landsins í aðdraganda þess. Skáld, heim- spekingar og aðrir hafa látið ýmis spakleg ummæli falla um lög og réttlæti. Í þeim birtist endurtekið það viðhorf að armur refsilaganna nái fyrst og fremst til þeirra sem minna mega sín, en síður til hinna sem meira eiga undir sér. Einna frægust eru ummælin um að lögin séu eins og net sem smá fisk arnir festast í, en stórfiskarnir sleppa úr. Þá má hugleiða orð Ágúst usar keisara í Róm í þessu sambandi. Hann sagði: „Ríki án réttar og réttlætis er ekki annað en risavaxinn ræningjaflokkur.“ Þannig fjallaði Málstofa I um auðgunar- og efnahagsbrot í ljósi efnahagshrunsins. Þrír valinkunnir sérfræðingar voru fengnir til leiks. Fyrst ber að nefna Jónatan Þórmundsson prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, en hann er að öðrum ólöstuðum, fremsti sérfræðingar okkar á sviði refsiréttar og hefur verið svo um áratuga skeið. Heilu kynslóðir íslenskra lög- fræðinga haf lært refsirétt undir handarjaðri hans. Jónatan fjallaði um umboðssvik, fræðilegan grundvöll og notagildi ákvæðisins. Að erindi Jónatans loknu tók Jón Þór Ólason hdl. hjá Jónatansson & co og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, við og fjallaði um skilasvik og ýmis refsiréttarleg álitaefni í tengslum við fall efnahagskerfisins. Hann varpaði fram áleitnum spurn- ingum er varða stöðu ákæruvaldsins, dómstólanna og löggjafans, setti þær í samhengi við siðrofskenningar Durk- heim og tengdi þær hruninu. Að síðustu tók Sigurður Tómas Magnússon hrl. og prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík, til máls en hann hefur mikla reynslu sem dómari, sérstakur saksókn ari í Baugsmálinu og ráðgjafi sérstaks sak- sóknara. Hann fjallaði um markaðs- misnotkun og tók sérstaklega fyrir í því sambandi hvers konar brot markaðs- misnotkun væri, hvert væri gildissvið ákvæðisins og hvaða tilvik féllu undir það. Að loknum framsöguerindum, sem tóku lengri tíma en áætlaður var sam- kvæmt dagskrá, var opnað fyrir spurn- ingar og almennar umræður, en full stuttur tími gafst til skoðanaskipta um efni fyrirlestranna. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR. Glæpur og refsing F.v. Sigurður Tómas Magnússon, Jón Þór Ólason, Svala Ólafsdóttir og Jónatan Þórmundsson. Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.