Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 11 Árið 1991 var bókasafn Lögmannafélags Íslands formlega opnað við hátíðlega athöfn í tilefni 80 ára afmæli félagsins. Fyrsti vísir að bókasafni kom þó mun fyrr, eða í kringum árið 1960, þegar félagið fékk að gjöf bækur frá Lárusi Jóhannessyni. Síðar barst félaginu rausnarleg bókagjöf frá erfingjum Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns og Jón E. Ragnarsson ánafnaði félaginu bókasafni sínu er hann lést árið 1983. Þess má svo geta að erfingjar Auðar Auðuns færðu safninu lagabækur úr safni hennar fyrir nokkrum árum. Hugmyndir um bókasafn fyrir félagsmenn vöknuðu snemma en á fundi 11. desember 1914, þremur árum eftir stofnun félagsins, hreyfði Sveinn Björnsson við þeirri hugmynd að það keypti eitthvað af lögfræðiritum sem félagsmenn hefðu afnot af. Ekki hafði félagið efni á því að sinni og dauflega var tekið í hugmyndir um sérstakt framlag til bókakaupa þegar eftir því var leitað. Lögmenn og lögfræðingar hafa oftsinnis fært félaginu bækur að gjöf en auk þess eru keyptar inn árlega allar íslenskar bækur sem gefnar eru út um lögfræði sem og fræðibækur pantaðar erlendis frá. Á árinu 2008-2009 var húsnæði bókasafnsins endurnýjað og þar er nú frábær aðstaða fyrir lögmenn, tvær tölvur, þráðlaust netsamband, tvær ljósritunarvélar og á þriðja þúsund bækur. Bókasafnið er opið á skrifstofutíma en að auki geta félagsmenn fengið lánaðan lykil og notað safnið um kvöld og helgar. Heimild: Davíð Þór Björgvinsson: „Lögmannafélag Íslands 90 ára - söguágrip“. Tímarit lögfræðinga 4. hefti 2001, 263-324. Bókasafn Lögmannafélagsins formlega opnað Úr myndasafni Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hélt ræðu í tilefni opnunar bókasafnsins. F.v. Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar, Gestur Jónsson formaður LMFÍ og Þorsteinn Pálsson. Lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur formlega tekið í notkun nýja kennslustofu í húsnæði skólans við Nauthólsvík sem hönnuð er frá grunni og innréttuð sem dómsalur. Stofan þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa nemendur í störfum dómara og lögmanna. Í dómsalnum er dómaraborð fyrir allt að fimm dómara og sæti fyrir átta lögmenn, auk ræðustóls. Hátt er til lofts og vítt til veggja og tekur salurinn um 60 áhorfendur í sæti. Í dómsalnum er fullkominn tölvubúnaður, hljóðkerfi og fjórar tökuvélar sem taka upp hljóð og mynd. Dómsalurinn er því með þeim tæknivæddustu á landinu. Í lagadeild HR hefur verið lögð rík áhersla á að flétta inn í kennsluna lausn raunhæfra verkefna. Liður í því hefur verið að nemendur semji stefnur og greinargerðir og flytji mál fyrir dómi. Til þessa hefur lagadeildin fengið inni í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness og notið mikils velvilja dómstjóranna. Um það bil fjögur hundruð nemendur stunda nám við lagadeild HR. JK Nemendur lagadeildar HR þjálfaðir í tæknivæddum dómsal Með tilkomu nýja dómsalarins gefast fleiri tækifæri til að flétta hvers kyns raunhæf verkefni og málflutning enn betur inn í kennslu en gert hefur verið. Jafnframt hentar salurinn vel til hvers kyns kynninga á verkefnum og til þjálfunar í framsögn og ræðumennsku. Þá stendur laganemum til boða að nota salinn til málflutningsæfinga.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.