Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 ekki verða til að réttríkið brotni enda verða afleiðingarnar þá miklu verri eins og dæmin sanna. Bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar eru að magna upp þessa reiði. Þetta eykur þrýstinginn á allt réttarkerfið og þess vegna er hættuástand. Það verður mikið álag á dómskerfið vegna þessa og það er ekkert sjálfgefið að við höldum haus. Þú hefur einnig verið óhræddur við að taka upp hanskann í fjölmiðlum fyrir þá sem eiga sér fáa málsvara, s.s. kynferðis- brotamenn? Já, bara alla sakaða menn. Við fáum í gegnum fjölmiðla svo nákvæma lýsingu á atburðum sem koma þannig inn í stofu til okkar og veldur almennri reiði. Þá erum við ekkert að hugsa um hvort viðkomandi er saklaus eða sekt ekki sönnuð. Við viljum bara réttlæti strax eins og gerðist í gömlu kúrekamynd- unum þegar menn voru hengdir í næsta tré. Þótt við notum ekki þá aðferð núna þá er birtingarmyndin bara önnur. Mannskepnan hefur ekkert breyst. Hafa fjölmiðlar of mikil áhrif? Ég segi kannski ekki of mikil áhrif en þeir eru eðli málsins samkvæmt áhrifamiklir. Ég hef oft sagt að mér finnist fjölmiðlastéttin vera veikari nú en hún var áður og mér finnst dómsmál fá of mikið vægi í fjölmiðlum. Það er jafnvel verið að tala um mál sem eru nauðaómerkileg og eiga ekkert erindi til almennings en geta verið viðkvæm fyrir viðkomandi. Við eigum að sýna aðgát gagnvart sökuðum mönnum og ekki síst gagnvart fjölskyldum þeirra. Það er mikill pólitískur þrýstingur, til dæmis vegna kynferðisbrotamála, og alltaf verið að reyna hafa áhrif, bæði á lögreglu og dómstóla. Þá er hætta á því að gerð verði mistök. Lögmannastéttin afar mikilvæg Lítur þú á lögmennskuna sem hugsjóna- starf? Mér finnst ég gera meira af því í seinni tíð. Þetta er afar mikilvæg stétt. Ég hef alltaf litið svo á að lögmaður sé þjónn réttarríkisins. Maður verður alltaf meira og meira var við það hvað réttarríkið er mikilvægt fyrirbæri. Mikilvægara heldur en lögmaðurinn sem slíkur og maður er tilbúinn að berjast fyrir þessu. Við erum kannski í sömu stöðu og dómarar - að vera þjónar réttarríkisins og passa upp á það. Verst þykir mér hvað margir stjórnmálamenn eru áhugalausir um að verja réttarríkið. Það er oft þjarmað að réttarríkinu og fólki finnst það stundum vera fyrir, allavega þar til að það er sjálft sakað um eitthvað. Hyggst þú beita þér fyrir einhverjum sérstökum málefnum í formannstíð þinni? Fyrir utan að reyna að verja réttarríkið þá vil ég beita mér fyrir því að verja hagsmuni félagsmanna. Ég hef kannski mest hugsað um hvernig félagið geti þjónað félagsmönnum enn betur, það eru ýmsar hugmyndir í gangi. Ég vil til dæmis efla laganefndina en það eru að hellast yfir okkur ýmis ólög og við þurfum að spyrna við fótum. Svo eru þarna ýmis atriði sem varða hagmuni lögmanna beint. Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.