Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Enn fjölgar félagsmönnum í LMFÍ Enn fjölgar félagsmönnum í Lögmanna- félagi Íslands og eru þeir nú orðnir 847 talsins. Af þeim eru héraðsdóms lög- menn 577 og hæstaréttarlögmenn 270. Alls eru 386 lögmenn sjálfstætt starfandi og 164 lögmenn fulltrúar sjálfstætt starf andi lögmanna. Innanhússlögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum eru 258 talsins, þar af 83 hjá ríki eða sveitar félögum og 175 hjá fyrirtækjum og félaga samtökum. Fjöldi lögmanna sem ekki stundar lögmannsstörf sökum aldurs, sjúkleika eða af öðrum ástæðum er 39 talsins. Af félagsmönnum í Lögmannafélaginu eru 217 konur. Þar af eru 31 hæsta- réttarlögmenn. Sjálfstætt starfandi konur í lögmannsstétt eru 71 talsins og 57 starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Hjá ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum starfa 87 konur sem innanhússlögmenn, þar af 33 hjá ríki eða sveitarfélögum og 54 hjá fyrir- tækjum og félagasamtökum. Loks eru 2 kvenkyns lögmenn hættir störfum. Konum hefur fjölgað jafn og þétt undanfarin ár og er hlutfall þeirra af heildarfjölda félagsmanna komið í 25,6%, samaborið við 15,1% árið 2010. Af félagsmönnum eru 630 karlar, þar af er 239 hæstaréttarlögmenn. Af þessum 630 körlum eru 315 sjálfstætt starfandi og 107 starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. 172 karlar starfa sem innanhúslögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, þar af 50 hjá ríki eða sveitarfélögum og 122 hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum. Þá eru 36 karlkyns lögmenn hættir störfum. Samsetning (%) félagsmanna í LMFÍ eftir ví hvar eir starfa. Grafi snir fjölgun félagsmanna í Lögmannafélagi á tímabilinu 2000-2010. Sjálfstætt starfandi 46% Fulltrúar lögmanna 19% Ríki og sveitarfélög 10% Fyrirtæki og félagasamtök 21% Hættir störfum 4% Samsetning (%) félagsmanna í LMFÍ eftir ví hvar eir starfa. Grafi snir fjölgun félagsmanna í Lögmannafélagi á tímabilinu 2000-2010.                                          Skipting (%) kvenkyns félagsmanna í LMFÍ eftir ví hvar eir starfa. Grafi snir róun kynjahlutfalls félagsmanna í Lögmannafélaginu á tímabilinu 2000-2010.                         Samsetning (%) félagsmanna í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Grafið sýnir fjölgun félagsmanna í Lögmannafélagi á tímabilinu 2000-2010. Grafið sýnir þróun kynjahlutfalls félagsmanna í Lögmannafélaginu á tímabilinu 2000-2010. Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.