Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Í málstofu II um nauðasamninga var fjallað um þau vandkvæði sem upp koma þegar stór rekstrar- eða eignar- haldsfélög leita eftir heimild til nauða samningsumleitana og ábyrgð um sjóna rmanns. Einnig voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á lögum um nauðasamninga og velt upp að hvaða marki heimild til nauðasamnings umleitana sem aflað væri hér á landi nyti viðurkenningar og/ eða réttar verndar í öðrum löndum. Fram sögu menn voru Ása Ólafsdóttir hrl., lektor við lagadeild Háksóla Íslands og aðstoðarmaður dómsmála- og mann réttindaráðherra og Ólafur Eiríksson hrl. hjá LOGOS. Stjórnandi var Ragnar H. Hall, hrl. á Mörkinni, lögmanns stofu. Ása ræddi fyrirhugaðar breytingar á lögum um nauðasamninga sem eru til komnar vegna krafna um einföldun reglna við nauðasamningsumleitanir og fljótvirkara kerfi nauðasamninga. Í breytingatillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fallið verði frá skilyrðum um samþykki 25% samningskröfuhafa eftir höfðatölu að frumvarpi að nauða- samningi og nýja heimild fyrir samnings kröfuhafa til að greiða atkvæði um nauðasamning í kröfulýsingu sinni. Fundargestir spurðu mikið út í fyrir- hugaðar lagabreytingar og skiptar skoðanir um hvort þær væru til bóta. Ása fékk margar góðar ábendingar um það sem betur mætti fara. Ólafur Eiríksson tók fyrir þau vand- kvæði sem stærri félög stæðu fyrir er þau leituðu nauðasamninga og sagði núverandi löggjöf vera bæði götótta og ófullkomna. Ástæðan væri meðal annars sú að þegar lög um gjaldþrota- skipti voru sett árið 1991 var fyrirtækja- umhverfi allt annað en í dag. Rætt var um mögulegar lagabreytingar meðal annars að teknu tilliti til þeirra reglna er sem gilda í öðrum löndum Evrópu. Ólafur fjallaði einnig um þá ábyrgð sem umsjónarmaður með nauðasamnings- umleitunum ber og þau tilvik sem gætu skapað umsjónarmanni skaða bóta- skyldu í starfi sínu. Nauðasamningar Lagadagur 2010 Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.