Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 23 fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Í maímánuði var konum í stéttinni boðið á kynningarfund hjá Auði Capital sem kynnti starfsemi sína auk þess að bjóða upp á léttar veitingar. Tæplega 30 konur mættu og áttu skemmtilegan fund með forstjóra, lögfræðingi og öðrum starfs- mönnum Auðar Capital. Nú þegar hefur verið auglýst jónsmessuganga á Esjuna og í ágústmánuði verður félagskonum boðið að kynna sér sjósund undir leiðsögn vanrar sjósund- konu. Dagskrá haustsins er að taka á sig mynd en m.a. er ætlunin að skora karlana á hólm í hinu árlega fótbolta- móti LMFÍ í desember og skrá kvennalið til leiks. Spurning hvort þar falli síðasta karlavígi lögmanna. Æfingar munu hefjast á haustdögum og eru áhuga- samar hvattar til að hafa samband við Ingu Lillý Brynjólfsdóttur hdl. um þátttöku (ingalilly@gmail.com). Þá er ætlunin að hefja samstarf við Félag kvenna í atvinnumennsku, halda nám- skeið í samvinnu við LMFÍ, njóta ljúfra veitinga í kokkteilum og fleira. Til nokkurra ára hefur verið samstarf við félög kvenna í öðrum fagstéttum (lækna, verkfræðinga o.fl.) og mun það halda áfram, auk þess sem FKL gerðist nýlega formlegur meðlimur í EWLA, European Women Lawyers Association. Vettvangur fyrir konur í lögmennsku Sem fyrr segir hefur allt frá stofnun FKL verið rætt um þörf fyrir félagið innan LMFÍ, og þá ekki síður meðal kvenna en karla. Undirrituð er (augljóslega) þeirrar skoðunar að mikil þörf sé fyrir félagið sem skapar vettvang fyrir konur í lögmennsku til að sinna hugðarefnum sínum innan stéttarinnar sem utan, bæði með og án aðkomu karlanna í stéttinni. Ekki síður er mikilvægt fyrir okkur konurnar að skapa og viðhalda tengslum okkar á milli bæði við leik og starf. Vert er að hafa í huga að LMFÍ var stofnað árið 1911 en það var ekki fyrr en árið 1952 sem kona fékk málflutn- ingsréttindi. (Til fróðleiks fyrir lesendur má geta þess að fyrsta konan í LMFÍ var Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. (1904- 1987). Hún stofnaði eigin málflutnings- skrifstofu í Reykjavík 1949, fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1952 og fyrir Hæstarétti 1959. Hún var kjörin heiðursfélagi LMFÍ 1979 og er eina konan í þeim hópi). Þá er það er mat margra að konur njóti ekki sannmælis í stéttinni, t.d. þegar kemur að úthlutun þrotabúa, skipun verjanda og ákvörðun þóknunar af hálfu dómstóla. Einnig er það staðreynd að konur eru í mjög miklum minnihluta eigenda í stærri lögmannsstofum og hlutfallslega miklu færri konur en karlar í stéttinni eru með eigin rekstur, hvort sem er í einyrkja- formi eða í skrifstofu samstarfi. Konur í stéttinni eru heldur ekki mjög sýnilegar útávið og er t.a.m. sjaldan leitað til kvenna í stéttinni um álitsgjöf af hálfu fjölmiðla. Að mati undirritaðrar eru það öll framangreind atriði sem gera það að verkum að þörf er fyrir Félag kvenna í lögmennsku. Þyrí H. Steingrímsdóttir hdl., formaður Halla Tómasdóttir stjórnarformaður hélt erindi um Auði Capital fyrir 30 félaga í FKL í maí sl. F.v. Gunnhildur Pétursdóttir hdl., Sesselja Sigurðardóttir hdl. og Auður Björg Jónsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.