Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Á aðalfundi LMFÍ í maí sl. var kosinn nýr formaður Lögmannafélags Íslands en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1994 sem kosning fer fram í félaginu. Hinn nýi formaður félagsins, Brynjar Níelsson, fékk 75% atkvæða en 236 félagar mættu á aðalfundinn sem er mikil breyting frá fyrri árum þar sem milli 15-30 manns hafa komið. Brynjar, sem er Valsari úr Hlíð- unum, hefur stafað sem lögmaður í tæplega 20 ár. Hann er kvæntur Arnfríði Einarsdóttur héraðsdómara og eiga þau tvo syni. Brynjar hefur tekið þátt í opinberri umræðu um árabil og ritar pistla meðal annars á vefmiðlinum Pressunni. Lögmanna- blaðið tók hús á Brynjari og hann var spurður að því í upphafi af hverju hann bauð sig fram til formanns. Mér hefur fundist undanfarin misseri bæði stjórnmálamenn og fjölmiðla- menn, sem og margir aðrir, þjarma að réttarríkinu svo það hefur bognað og gæti jafnvel brotnað. Ég tel mikilvægt að Lögmannafélagið verði meira áberandi í vörn fyrir réttarríkið og geri sig meira gildandi við þessar aðstæður sem eru uppi núna. Þættirnir „Réttur er settur“ áhrifavaldar Af hverju fórst þú í laganám? Það er til einföld skýring á því. Ég hafði verið að hugsa um sagnfræði en eins og ungir menn á þessum tíma þá leit ég á praktísk atriði. Ég sá að lagadeildin byrjaði ekki fyrr en 1. október, þar voru engin jóla- eða miðsvetrarpróf og bara einhver þrjú próf að vori. Unga manninum þótti þetta henta sér mjög vel enda frekar latur á þessum árum. Þetta er nú ástæðan fyrir því að laganámið varð fyrir valinu. Að vísu hafði ég haft gaman af því að horfa á þættina „Réttur er settur“ sem voru vinsælir sjónvarpsþættir á þeim tíma sem Orator framleiddi í samstarfi við sjónvarpið. Það heillaði mig. Fórst þú strax í lögmennsku? Nei, ég byrjaði í læri hjá Ragnari Hall og Markúsi Sigurbjörnssyni í Skiptarétti Reykjavíkur sem var hluti af Borgar- fógetaembættinu. Ég hætti þar eftir fimm ára starf, árið 1991, þegar embættið var breytt í Sýslumanninn í Reykjavík. Þá fór ég í lögmennsku og byrjaði í samstarfi með Ásgeiri Björnssyni. Árið 1993 varð ég svo sjálf- stætt starfandi. Hefur þú verið einyrki síðan? Já, mér finnst það hentugt fyrirkomulag. Menn deila einhverjum kostnaði en annað sem þú vinnur þér inn fer í þinn vasa. Hitt fyrirkomulagið getur valdið togstreitu og ég nenni ekki slíku. Geðslag mitt er bara þannig að ég nenni ekki að standa í stappi við nánasta umhverfi mitt. Sakamálin hafa aukist jafnt og þétt Hefur starfið breyst á þessum tíma? Eðli starfsins hefur ekki breyst mikið en verkefnin hafa kannski breyst hin síðustu ár. Til dæmis var ég ekkert í sakamálum fyrstu árin, hafði enda ekkert komið nálægt þeim. Ég var mikið með skipti á dánar- og þrotabúum, enda kom ég úr skiptaréttinum, auk Þurfum að spyrna við fótum Viðtal við Brynjar Níelsson, formann LMFÍ:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.