Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 17 Framsögumaður á málstofu V var Hrefna Friðriksdóttir lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í pall- borði sátu Eyrún Guðmundsdóttir deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík og Oddgeir Einarsson hdl. hjá OPUS lögmönnum. Eggert Óskarsson héraðsdómari stjórnaði málstofunni. Í framsöguerindi sínu fjallaði Hrefna Friðriksdóttir um fyrirhugaðar breyt- ingar á barnalögum nr. 76/2003, en hún var formaður nefndar sem skipuð var af dóms- og kirkjumála ráðherra í desember 2008 til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá, búsetu og um- gengni. Nefndin hefur skilað ráðherra tillögum sínum að breytingum á lög- unum með frumvarpi og ítarlegri greinargerð. Ekki náðist að leggja frumvarpið fram á síðasta þingi. Hrefna fjallaði um helstu breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu, s.s. að lagt er til að dómurum verði veitt heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá, að almenn sjónarmið sem höfð hafa verið til viðmiðunar við ákvörðun um forsjá verði lögfest og að dómurum verði veitt heimild til að leysa sérstaklega úr ágreiningi foreldra um lögheimili án þess að forsjármál sé rekið samhliða. Þá er sett fram sú tillaga að foreldrum verði gert skylt að leita sátta hjá sáttamanni áður en krafist er úrskurðar eða mál höfðað um forsjá, lögheimili eða umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir fjallaði um breytingar frumvarpsins eins og þær snúa að sýslumönnum en þær munu leiða til aukinnar vinnu og kostnaðar. Í því sambandi benti hún á að lagt sé til að sýslumaður geti beðið um álit sérfræðings í málefnum barna áður en hann úrskurðar um umgengni. Sú breyting horfi til samræmis hjá þeim aðilum sem ákvarða umgengni, þ.e. dómstólum og sýslumönnum. Þá ræddi hún um ráðgjöf og sáttameðferð og umgengnisrétt og fleiri nýmæli, sem í frumvarpinu er að finna. Oddgeir Einarsson vék að heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá, sem hann taldi vera fagnaðarefni. Hann fann hins vegar að því að sam- kvæmt frumvarpinu sé gert ráð fyrir auknu ákvörðunarvaldi lögheimilis- foreldris og þar með sé foreldrum ekki gefið færi á því að hafa nokkurn vegin jafna stöðu eftir sambúðarslit. Taldi hann að önnur og einfaldari leið til þess að jafna stöðu foreldra væri tvöföld búseta, eins og m.a. tíðkast í Noregi. Þá fjallaði hann um sáttameðferð og benti á að tafir á úrlausn mála vegna sátta- með ferðar væru andstæðar hags- munum barnsins, einkum í sambandi við umgengismál. Að loknum framsöguerindum fóru fram pallborðsumræður. Fjölmargar fyrir- spurnir bárust frá fundarmönnum og umræður voru líflegar. Ljóst var að almennur áhugi var á fyrirhuguðum breytingum á ákvæðum barnalaga. Einkum voru það nýmælin um heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá, heimild dómara til að dæma hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lög- heimili, sáttameðferð og ákvæði um um gengnisrétt, sem voru tilefni fyrirspurna og umræðna. Málstofunni lauk á tilsettum tíma að loknu stuttu yfirliti og samantekt stjórnanda. Eggert Óskarsson, héraðsdómari Með barnið í brennidepli Eyrún Guðmundsdóttir heldur erindi. F.v. Eggert Óskarsson, Hrefna Friðriksdóttir og Oddgeir Einarsson. Lagadagur 2010 Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.