Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Lagadagur 2010 Aðalmálstofa Lagadagsins 2010 var helguð skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fullt var útúr dyrum þegar Ingveldur Einarsdóttir setti mál- þingið formlega og fól Þórhildi Líndal fundar stjórn í málstofunni. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, hafði framsögu og fór hann ítarlega yfir þá atburðarás í íslensku þjóðlífi sem fjallað er um skýrslu nefndarinnar. Sagði Páll að orsakir bankahrunsins haustið 2008 væri ekki að finna í þeim atburðum urðu það ár heldur í fjár- mögnun bankanna árin þar á undan. Rakti Páll útrás bankanna og hraðan vöxt þeirra á árunum fyrir hrun. Sagði hann að eigendur hefðu haft alltof greiðan aðgang að lánsfé og að mörkin milli hagsmuna bankanna og eigend- anna hefðu verið mjög óskýr þegar á leið. Fram kom hjá Páli að stjórnvöld hefðu þurft að grípa til aðgerða í síðasta lagi á árinu 2006 til að eiga möguleika á því að bjarga bönkunum frá falli. Gagnrýndi Páll verklag stjórnvalda á árinu 2008 eftir að vandinn var orðinn ljós og sagði að skort hefði upp á viðbúnað af hálfu þeirra. Páll sagði að vandaðri undir- búningur að setningu neyðarlaga hefði getað minnkað það tjón sem hrunið olli en þó ekki getað komið í veg fyrir. Páll velti því upp hvort dómskerfið væri í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan væru vegna brota sem áttu sér stað fyrir hrunið. Sagði hann skynsamlegt að stofnaður yrði milli- dómstóll þar sem sætu sex dómarar í tveimur deildum. Slíkt væri heppilegt svo endurmeta mætti sönnunarfærslu á fyrsta dómstigi, enda hefði Hæstiréttur ekki heimild til þess. Páll sagði uppgjör fyrir dómstólum nauðsynlega forsendu fyrir því að sátt næðist í samfélaginu. Hann sagði það á ábyrgð lagasam- félags ins að beita sér í þessari um- ræðu. Salvör Nordal, siðfræðingur, tók til máls á eftir Páli og fjallaði um hlutverk fagstétta í aðdraganda hrunsins og þá sérstaklega lögmanna. Hún spurði hvort fagstéttirnar hefðu staðið undir nafni og lagði út af siðreglum lögmann. „Hvar voruð þið?“ spurði Salvör fullan sal af lögmönnum, lögfræðingum og dómurum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði, var næstur á mælenda skrá og hrósaði hann skýrsluhöfundum mjög fyrir þeirra starf. Sagði Ólafur að við blasti að meginábyrgðin lægi hjá bönkunum sjálfum en sagði skýrsluna jafnframt áfellisdóm yfir íslenska stjórn- málakerfinu. Gagnrýndi hann uppbygg- ingu stjórnsýslukerfisins, póli tískar embættis veitingar og um ræðu hefð íslenskra stjórnmála. Helgi I. Jónsson, dómstjóri hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur, tók til máls síðastur framsögumanna. Fjallað hann um stór- aukið álag á dómstólana í kjölfar banka- hrunsins, þar sem málafjöldi í Reykjavík og á Reykjanesi hefði náð sögulegu há- marki. Sagðist Helgi ekki draga fjöður yfir það að dómskerfið yrði við kvæmt vegna þessa álags og benti jafnframt á tillögur dómstólaráðs um eflingu á kerf- inu. Helgi lét í ljós þá skoðun sína að þeir fjármunir sem lagðir væru í dóms- kerfið væru smá munir miðað við þá gríðarlegu hags muni sem í húfi væru. Að loknum framsögum urðu fjörugar pallborðsumræður. Fengu fram sögu- menn spurningar frá þeim Snædísi Gunn laugsdóttur, Jóni Steinari Gunn- laugs syni, Eiríki Tómassyni, Björgu Thoraren sen og Kristjáni Gunnari Valdi mars syni. Fram kom hjá Páli Hreins syni í pall borðs umræðunum að menn hefðu verið með lög og rétt eins og kalt borð – valið það sem þeir vildu. Páll Hreinsson Lj ós m yn d : H H 430 lögfræðingar hlustuðu á Pál Hreinsson halda fyrirlestur um skýrslu rannsóknarnefndar. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.