Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Leiðrétting um minnisvarða LMFÍ um Hafliða Másson Hafliði Másson var ekki lögsögumaður eins og fram kemur í greininni og máltækið „Dýr mundi Hafliði allur“ er samkvæmt Þorgils sögu ok Hafliða eftir Skafta Þórarinssyni presti.1 Í Íslendingabók Ara fróða segir: „Et fyrsta sumar, es Bergþórr sagði lög upp, var nýmæli þat gört, at lög skyldi skrifa á bók at Hafliða Mássonar of vetrinn eptir að sögu ok umbráði þeira Bergþórs ok annarra spakra manna, þeira es til þess váru teknir. Skyldu þeir görva nýmæli þau öll í lögum es þeim litisk þau betri en en fornu lög.“ Hans telur að Hafliði hafi þannig verið meðal þeirra sem tóku þátt í að endurskoða lögin og leggja til nýmæli. Ennfremur segir í greininni í 1. tbl.: „Eins voru fleiri lög [fyrir utan Hafliðaskrá] rituð þennan vetur á Breiðabólstað, svo sem Vígslóði […]” Eina ítarlega heimildin, burtséð frá annálum sem nefna „lögfund“ þennan vetur, sem Hans þekkir um lagaritunina veturinn 1117/1118 er Íslendingabók Ara fróða. Hann skrifar um þetta: „En þat varð að framfara, at þá vas skrifaðr Vígslóði og margt annat í lögum […].“2 Þau lög sem skráð voru 1117/1118 voru nefnd einu nafni Hafliðaskrá og má gera ráð fyrir að Vígslóði hafi verið hluti þeirra. Einnig bendir nafnið „Hafliðaskrá“ sterklega til þess að Hafliði áttu drjúgan þátt í því að betrumbæta lögin því að annars væri ólíklegt að lögbókin væri kennd við hann ef hann var bara gestgjafi þeirra sem sáu um endurskoðun laganna. Hafliðaskráin hefur í fræðiritum verið frekar sjaldan kölluð „Bergþórslög“. Sturlunga saga I í útgáfu Jóns Jóhannessonar, Magnús Finnbogasonar og Kristjáns Eldjárns (1946), bls. 63(111). Íslensk fornrit I, bls. 1(23 og áfram) Umfjöllun Ný málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands. Bjarni G. Björgvinsson hrl. Pacta ehf. Kaupvangur 3a 700 Egilsstaðir Sími: 440-7500 Jón Ögmundsson hrl. ADVEL lögfræðiþjónusta Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Sími: 520-5050 Eyvindur Sveinn Sólnes hrl. Lögmenn v/Austurvöll Pósthússtræti 13 101 Reykjavík Sími: 595-4545 Ástríður Gísladóttir hrl. Lögfræðistofa Reykjavíkur Borgartúni 25 105 Reykjavík Sími: 515-7400 Heiðar Ásberg Atlason hrl. LOGOS lögmannsþjónusta Efstaleiti 5 105 Reykjavík Sími: 540-0301 Jón Jónsson hrl. Regula lögmannsstofa Kaupvangi 2 700 Egilsstaðir Sími: 580-7900 Pétur Örn Sverrisson hrl. Landsbanki Íslands hf. Austurstræti 11 155 Reykjavík Sími: 410-7210 Magnús Baldursson hrl. Lögmannsstofa Magnúsar Baldurssonar Engjateigi 9, 2.hæð 105 Reykjavík Sími: 553-4200 Sigurður Andrés Þóroddsson hrl. Lögmannsstofan Skipholti Bolholti 6 105 Reykjavík Sími: 568-9944 Ný málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Antoine Jean-Fernand Victor Lochet BBA/Legal Höfðatorgi, Höfðatúni 2 105 Reykjavík Sími: 840-0413 Ágúst Karl Karlsson hdl. Lagastoð lögfræðiþjónusta ehf. Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími: 581-1190 Halldór Reynir Halldórsson hdl. Forum lögmenn ehf. Aðalstræti 6 101 Reykjavík Sími: 562-3939 Halldór Oddsson hdl. Rafiðnaðarsamband Íslands / Matvís / Stafir lífeyrissjóðir Stórhöfða 27 110 Reykjavík Sími: 580-5287 Jóhann Karl Hermannsson hdl. Lögfræðistofa Reykjavíkur Borgartúni 25 105 Reykjavík Sími: 515-7401 Ómar Örn Bjarnþórsson hdl. ERGO lögmenn Smáratorgi 3 210 Kópavogur Sími: 412-2800 BREYTING Á FÉLAGATALI Í 1. tbl. Lögmannablaðsins 2010 er fjallað um minnisvarða félagsins um Hafliða Másson á Breiðabólsstað í Vesturhópi sem var reistur í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Hans Henning Hoff hdl. skrifaði doktorsritgerð um Hafliða og Grágás sem hann mun innan skamms verja við Háskólann í München í Þýska landi og vill koma á framfæri eftir farandi athuga- semdum. Minnismerkið stendur við Breiðabólsstað í Vesturhópi og til stendur að lagfæra það í sumar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.